frosið brim // frozen breakers

BrimBrim og sjógangur er klassískt viðfangsefni í vatnslitnum sem ég reyndi mikið og alllengi að ná tökum á. Var með eina þannig mynd á landslaga-sýningunni 2012 (sjá að ofan). Myndin fékk síðan að hanga uppi um stund hjá okkur í Drápuhlíðinni en stemmningin sem hún útvarpaði var róleg fremur en að bera með sér kröftugustu öldur sem mælast í Norður-Atlantshafinu. Þetta var sumsé ekki að virka hjá mér og síðasta árið í það minnsta hef ég ekki verið að spá í öldugang sjávar.

Dyngjuhraunin hafa hins vegar verið að koma sterk inn og sérstaklega eftir að við Sólborg gengum á Skjaldbreið á sínum tíma og maður áttaði sig á anatómíunni; hvernig hraunið hefur runnið í bylgjum eins og flot á bútungi og síðan storknað með hömsunum og öllu.

Með finnast lágreistu dyngjurnar eiginlega vera skemmtilegastar viðureignar, meðal annars heiðarnar tvær Lyngdals- og Selvogs-. Sérstaklega er gaman að sjá við rætur þeirra hvernig bylgjuhreyfingin í hrauninu teiknar sig. Þetta er í raun sama viðfangsefnið og ég bisaði við að ná við ströndina en munurinn er sá að í hrauninu er hreyfingin frosin og því miklu auðveldari viðureignar. HraunborgirAð ofan: Brim akvarella 31,5×76 2012
Að neðan: Hraunborgir [af Selvogsheiði] akvarella  31,5×46  2014

// Breakers coming in to the shore are a classic subject in watercolours, and an atmosphere which I have tried to capture. In my landscapes exhibition of 2012 there was one picture (see top of post) with that motive. Later on it found its way on to a wall in Drápuhlíð where it hung for some time afterwards. It was deemed to exude tranquillity rather than the roaring of the most powerful waves observed in the North Atlantic. So this was not working for me and for the past year at least I’ve not been doing any “surfing”.

All the more I have been looking to the shield volcanoes and the associated lava fields, which are often vast in the extreme. I first understood the anatomy of these mountains when Solborg and I hiked Skjaldbreiður, probably the best known of the so-called ‘dyngjur’. Then I realised how the lava had gushed in waves down the mountain sides with the last wave apparently solidifying quite abruptly. When scaling the mountain you almost needed something for sea-sickness!

Personally the low ‘dyngjur’ are my favourites, for example Lyngdalsheiði and Selvogsheiði. I really like to see by the roots of these shields how the wave movement is apparent in the lava field. This is essentially the same subject as I tried so hard to master by the shore. The only difference is that in the lava the movement is frozen in its step and therefore much easier to tackle.

Above: Breakers aquarelle 31,5×76 2012
Below: Citadels of lava [from Selvogsheiði] aquarelle  31,5×46  2014

árstíðir og tími dags // seasons and time of day

VorhiminnÞegar ég vinn þessar vatnslitamyndir er einn útgangspunkturinn að reyna að koma til skila ávæningi um árstíð og tíma dags. Þetta er hefðbundna nálgunin og í sjálfu sér ekkert nema gott um hana að segja nema hvað stundum skolast eitthvað til í vinnslunni og þá getur stemmning frá snemmbúnum vormorgni hæglega komið út eins og hauströkkrið sé við það að síga yfir. Ef ég get vísað til staðarins í heiti myndarinnar bjargar það stundum (en þó bara fyrir staðkunnuga). Stöku sinnum er þá lendingin sú að nefna myndina því sem ætti að vera augljóst. 

Vorhiminn  akvarella  25×38  2014

// When I work on these aquarelles from nature one of the premises is to convey a notion of season and time of day. This is the traditional approach and nothing but good to be said of it except that sometimes the work does not proceed as planned and an atmosphere of an early spring morning can easily come across as if autumn dusk is advancing. Sometimes I can refer to the place in the name given to the picture (this however only assists those who know the lay of the land). In other instances I resort to stating what should be obvious. 

Spring sky  aquarelle  25×38  2014

symmetríu náð // symmetry attained

Eins og sagði í síðasta pósti var sport hjá mér að finna punktinn í Gamla túninu í Norðtungu þar sem Vikrafellið væri symmetrískt. Þetta var bernskuleikur en hann hefur fylgt mér og þegar fer út að skyssa geri ég stundum svona æfingar, t.d. með heiðaborgirnar. Seinnitíma viðbót er síðan að draga fram það sem uppá vantar til þess að fjallið sé symmetrískt. Þann leik stunda ég oft þegar ég virði fyrir mér Hestfjallið í Grímsnesi. Ekki spillir fyrir að örnefnið er dásamlega gegnsætt og fangar formið af hesti sem liggur fram á fætur sína með bæði Snoppu og Hestseyru (örnefni).

Hestsfjall_1

Hestfjallið er annars grjótmerkilegt. Öll anatómían er eins og í dyngju eins og best sést úr suðri (sbr. hér að ofan). Séð úr austri eða vestri er engu líkara en stórt stykki vanti úr fjallinu norðanmegin. Jarðfræðingar hafa að sjálfsögðu gefið þessu gaum og mótað a.m.k. tvær tilgátur um hvernig á þessu stendur. Önnur er sú að grágrýtishluti fjallsins hafi orðið til í útjaðri ísaldarjökulsins sem hafi myndað fyrirstöðu til norðurs. Hin er sú að landsig hafi orðið undir norðurhlutanum.

Ég ætla að bæta við þriðju tilgátunni – án ábyrgðar – og slá því fram að ástæðan fyrir þessu lagi á Hestfjallinu sé ágangur jökulvatna ofan af hálendinu, sem hafi komist í móbergið undir grágrýtisskildinum og molað þannig undirstöðu dyngjunnar langleiðina inn undir háfjallið. Út frá anatómíunni finnst mér þetta skemmtilegasta tilgátan og að skyssa Hestfjall á hlið verður þá svolítið eins og teikna rómversku stytturnar sem á vantar svo og svo marga útlimi.

Efri: Við Hestfjall  akvarella  24×36,5  2014
Neðri: Þjórsá/Hestfjall I akvarella 15×25 2014

// In the previous post I mentioned running through the Old hayfield in Norðtunga to find the point where Vikrafell would appear completely symmetrical. This was a childhood game but it has followed me since and I often do such exercises when sketching, for example the prominences on the moors. A later pastime is to find out what is missing from the anatomy / symmetry. A favourite subject for that exercise is Mt. Hestfjall (literally Horse Mount) in Grímsnes, which also boasts a wonderfully transparent ur-name enveloping the form of a laying horse resting its head on the front feet.

The form of Mt. Hestfjall is also quite interesting from other viewpoints. Its anatomy is that of a shield volcano, as can clearly be seen from the south (as in the upper of the two pictures above). Viewed from the West or East shows however that is as if a big chunk is missing from the northern side of the mountain. Geologists have of course noticed this and two hypotheses have been formed. One is that the shield part of the mountain was formed by the edge of the ice age glacier which diverted all of the lava to the south. The other is that the land under the northern part somehow dropped.

I’m going to add a third proposition and theorize that the reason for this form of Mt. Hestfjall is the carving of glacial rivers from the highlands, that managed to get to the soft tuff under the shield lava. This carving would have taken away the foundation of the shield and left the ‘cut’ form visible today. I believe in this third theory because then sketching Mt. Hestfjall becomes a little like drawing the old Roman statues which are missing so and so many limbs.

Upper: By Mt. Hestfjall  aquarelle  24×36,5  2014
Lower: Þjórsá/Hestfjall II aquarelle 15×25 2014

Norðtunga // Novotunga (?)

Nordtunga3Í fyrri færslu sagði frá því þegar ég var í sveit í Borgarfirði. Sumurin voru níu hjá þeim Magnúsi bónda og Öddu konu hans í Norðtungu í Þverárhlíð en landslögin þar eru afar sterk í endurminningunni. Þannig get ég leikandi kallað fram í hugann hvernig landið liggur, þótt varla geti heitið að ég hafi komið í Þverárhlíðina á fullorðinsárum. Fjöllin yfir í Norðurárdal svipmest: Baula og Litla-Baula ljósar yfirlitum handan við Grjóthálsinn en Vikrafellið koldökkt og ásýndar eins og tveir pýramídar mjög þétt saman þegar horft er af hlaðinu. Væri gengið norður um Gamla túnið kom maður að ákveðnum stað þar sem pýramídarnir féllu saman og úr varð fullkominn þríhyrningur sem engu var líkara en sæti beint ofan á Grjóthálsinum.

Norðtunga er gegnsætt örnefni því jörðin er í tungunni milli Litlu-Þverár og Kjarrár. Á tungubroddinum koma árnar saman og mynda Þverá. Tungan sést best þegar horft er í norður frá ármótunum.

Til þess að sjá loftmynd af tungunni fór ég inn á geographic.org (sem haldið er úti af hinum réttsýna Bandaríkjaher sbr. yfirlitið um Búrfellin 42) og fann fljótt ‘Nordhtunga’. Heitið „Novotunga“ kom hins vegar einnig fyrir á loftmyndinni og olli mér nokkrum heilabrotum.

Novotunga

Fyrst hélt ég að þetta hlyti að vera einhvert seinni tíma nýbýli út úr Norðtungu (því örin vísar þangað beint heim á hlað) en við nánari umhugsun sá ég að heitið hlyti að vera afleiðing af hrakförum hinna séríslensku stafa þegar þeir leggja af stað út í heim. Okkar ástkæra ylhýra ‘ð’ hafði sumsé orðið að ‘o’ og stafurinn ‘r’ að ‘v’. Hér er að verki hliðstætt ferli og gerir Vöndugil að vondum giljum eins og áður er rakið.

Ég prófaði að gamni að gúgla ‘Novotunga’ og fékk upp u.þ.b. 5.600 færslur sem allar ganga út á það sem er að gerast í “Novotunga, populated place in Myrasysla, Iceland”. Meðal þess er:

Hér er fátt eitt nefnt en Norðtunga hefur greinilega forframast síðan ég var þar. En ætli þau í Framsóknarflokknum viti af þessu?

Minning af hlaðinu í Norðtungu skyssa 17.07.2014

// In a prior post my youth summers in the country were mentioned. These summers numbered nine and I stayed with farmer Magnús and his wife Adda in Norðtunga in Þverárhlíð, West Iceland. The landscapes there are very strong in my recollections, and I can easily call to mind the lay of the land even though decades have passed since I last came there.The mountains over in the adjacent valley Norðurárdalur very prominent; Mt. Baula and Litla-Baula light-coloured on the other side of Grjótháls but Mt. Vikrafell very dark and shaped like two pyramids huddled close together when viewed from the farmyard. If you took the walk north through the Old hayfield you came to a point where symmetry was attained, and the two pyramids fell together to form a perfect triangle which seemed to sit upon Grjótháls.

As an ur-name Norðtunga is transparent because the farm is situated on a tongue between two rivers, Litla-Þverá and Kjarrá. The rivers come together at the tip of the tongue forming the river Þverá. This lay of the land is evident when looking north, hence the literal name ‘North tongue’.

To get an aerial photo of the place I visited geographic.org (mentioned in an earlier post). I quickly found ‘Nordhtunga’ but all of a sudden the name “Novotunga” had also appeared in the photo to my considerable astonishment. Was this some newly established farm (the name could indicate that) or a part of the old farm (the arrow points straight to the old farmyard)? I soon, however, realized that this name had to be a sad misfortune of the Icelandic special characters when tossed out into the wide world. The Icelandic ‘ð’ had thus become ‘o’ and the ‘r’ turned into ‘v’ (no doubt because the prefix ‘novo’ was something that the recognition software could recognise). This process is akin to what was posted earlier on Wanda’s gullies.

I tried to google ‘Novotunga’ and got – to my amusement – approx. 5,600 hits which all relate to this recognition glitch as there is no other known occurence of the word. These hits illustrate what is going on in ‘Novotunga, populated place in Myrasysla, Iceland’ and with this long list you can:

plus much more. My old farm has really come up in this world!

From the farmyard In Norðtunga (recollection) sketch 17.07.2014

vetrarstemmningar // winter atmospheres

Vetrarstemning_a_Myrdalssandi_Undirhaumhimni_150x240_2014_1
Í vatnslitnum er birtan yfirleitt viðfangsefnið. Áskorunin: Að grípa birtubrigðin hvort sem þau ráðast af skýjafarinu eða landslaginu, nema hvort tveggja sé. Vatnið er miðillinn og yfirleitt vinn ég mínar myndir í blautt, byrja með pappírinn hráavotan og vinn mig áfram – set síðustu atriðin inn þegar pappírinn er nánast þornaður ef ég vil fá fram skarpar brúnir eða skil.

Það flýgur oft í gegnum kollinn þegar ég vinn þessar landslagsmyndir að birtan sé eins og vatnið – og hreinlega að vatnið birtan – því oft koma þau „brigði“ fram á pappírnum sem voru beint fyrir augunum á mér. Með sama hætti og birtan flæðir yfir landið streymir vatnið um pappírinn og liturinn fær að fljóta með eins og ferðamaður á puttanum. Dettur i hug þegar ég skrifa þetta að vatnsliturinn sé ekki ósvipaður veiðiflugunni sem fær „far“ með línunni þegar henni er kastað.

Skemmtileg tenging það því hingað á sýninguna til mín kom Guðmundur Ármann sem einmitt sameinar fluguveiði og akvarellugerð (og er þar að auki grafíker!). Meðan veiðifélagarnir leggja sig í hléinu milli vakta fer Guðmundur út í móann með pensla og liti. Ég hef ekki enn náð þessi eðla stigi í akvarellunni en ætla svo sannarlega að spreyta mig frekar fyrr en síðar. Þá fæ ég vonandi að eiga þá félaga að: Guðmund Ármann og Ragnar Hólm – því undirbúningurinn er víst allnokkur áður en maður getur farið á stúfana.

Veit síðan ekki alveg hvort hægt er að mála undir berum himni alla mánuði ársins hér á hjara veraldar. Gæti kallað á sérstakar tilfæringar eins og að nota frostlög. Þar er þó varúðar þörf eins og austurrískir vínframleiðendur komust að hér um árið. Þá er vetrarsólin svolítið öðruvísi en sumarbirtan og annað „flæði“ í gangi því svo oft er um að ræða að vetrarsólin endurspeglast af snævi þakinni grundinni. Þau birtubrigði eru alveg sérstök.
VetrarsolirikiVatnajokuls_UHH_ 260x455_2014Vetrarsól í ríki Vatnajökuls  akvarella  26×45,5  2014
Efst í færslu: Af Mýrdalssandi  akvarella  15×25  2014

// In aquarelles done from nature luminosity* is usually the thing. The challenge is to catch the interplay of luminosity with the clouds / skies / landscape. Water is the medium and as a rule I do my paintings wet-in-wet, beginning with the paper almost dripping. From there I work my way on, adding the last details when the paper is nearly dry if I’m seeking some sharp (or ‘found’) edges.
* The Icelandic word ‘birta’ beautifully catches the notion of naturally occurring light in a broad sense while the English language curiously enough does not have a corresponding word – luminosity will thus have to do.

When I do these landscape works it is a frequent wondering that the luminosity is like the water – indeed that the water is the luminosity (or ‘birta’) – because it so often happens that some nuances emerge on paper which I have directly observed. The ‘birta’ flows over the land and in the same manner the water streams in and through the paper, carrying the colour with it like some hitch-hiker. I speculate as this is written that the water-colour is not unlike the angler’s fly; getting a ride when the line is cast.

This is an amusing connection because to the current exhibition came Akureyri-based artist Guðmundur Ármann who combines plein-air aquarelles and fly-fishing [he is a printmaker as well]. While the rest of the angling-company takes a nap between shifts Guðmundur Ármann collects his artist things and goes out to make some aquarelles. I have not (yet) ventured into plein-air but am definitely aiming to do so rather sooner than later. Hopefully I will get some assistance from Guðmundur Ármann and his colleague Ragnar Hólm, as I understand that such out-door work-requires some serious preparations.

Moreover I do not know if you can do plein-air the whole year round here at these high latitudes. It might call for some special arrangements, such as the addition of anti-freeze to the water. This however calls for caution as Austrian wine-makers found out some years back. It should also be kept in mind that the winter-sun provides a flow different from what is experienced in summer. Often the ground is covered in snow which reflects the relatively low sun. Those nuances are quite special.
Winter sun in the realm of Vatnajökull  aquarelle  26×45,5  2014
At the beginning of post: From Mýrdalssandur  aquarelle  15×25  2014

kyrralíf // nature morte

Undirhaumhimni10001Í verkum sem hafa náttúruna sem útgangspunkt er áskorunin oftar en ekki sú að viðhalda hinu (sí)breytilega þótt nálgunin hljóti eðli málsins samkvæmt yfirleitt að byggjast á því að „festa“ einhverja tiltekna einingu innan ákveðins ramma.

Þorra vini mínum (Þorvarði Árnasyni á Höfn í Hornafirði) tekst manna best að mínu viti að svara þessu kalli í íslenskri náttúru og ég held að við séum á einu máli um að áskorunin sé svolítið sérstök hér á „hjara veraldar“. Þar hefur hann þó betri samanburð en ég enda búið og starfað í nokkrum löndum. Við eigum hins vegar algerlega sameiginlegt að eiga fjölbreytt nesti í lífsmalnum og vera með marga hatta á hillunni.

Í listinni vinnur Þorri m.a. með það sem hann kallar h(v)ik-myndir og síðan er hann einhver albesti ljósmyndari sem ég þekki. Ekki spillir fyrir sú tenging að við Sólborg bjuggum austur á Höfn um nokkurra ára skeið og þekkjum því svolítið það umhverfi sem hann gerir skil í sínum myndum.

Mjög minnisstætt er stutt kvikmyndaverk „nature morte“ sem Þorri vann á meðan hann bjó í Kanada sennilega 1992. Kveikjan var landvarslan sem hann sinnti við Jökulsá á Fjöllum og í Ásbyrgi. Úr varð verk sem var eins konar óður til árinnar og margbreytileika hennar. Verkið er í svart/hvítu og ógleymanleg upplifun að horfa á myndskeið þar sem Þorri hafði beint kamerunni að fallandi vatnsmassanum í Dettifossi eða einhverjum af hinum stóru fossunum og beitt aðdrættinum þannig að ólgan fyllti út í tjaldið. Í endurgerðinni varð þetta að fyrirbæri sem hætti að lúta þyngdaraflinu því fyrr en varði sá maður ekki betur en að vatnsmassinn væri allur á hraðri uppleið. Þarna heppnaðist Þorra að viðhalda hinu breytilega þótt ramminn sem hann valdi geri kröfu um að hlutirnir séu býsna mikið festir niður (á filmu).

Rammi náttúru-akvarellunnar er líka fremur fastur fyrir en þegar vel gengur næst stundum að endurspegla breytileikann. Sjálfum finnst mér gaman að sjá hvernig upplifun af hrauni getur komið út. Í raun er þetta ekki svo ósvipað nature morte pælingunni hans Þorra – allavega finnst mér stundum þegar ég stend fyrir framan háan, sæmilega gróinn hraunjaðar að formin losni úr læðingi þegar ég fer að rýna í glompurnar og gjóturnar.
Svínahraun akvarella 27×44,5 2014

// In works which have nature as the point of deperture, the challenge is often to retain the quality of (ever) changing attributes while the approach usually entails to “fasten” the unity sought after, within a frame of some kind. My friend Þorri is better at this than most other pictorial workers, at least within the context of Icelandic nature. I also think that me and Þorri agree that this challenge has something extra here at these high latitudes. He is though probably in a better position to judge as he has lived and worked in many countries. But we both share to have many hats on our stand.

In his art Þorri works with time-lapses and he is also one of the very best photographers I know. In addition he lives in Höfn in Hornafjörður where Solborg and I also lived for some years, so we know a bit about the surroundings Þorri portrays in his work.

Very memorable is a short cinematic work; “nature morte” which Þorri produced during his stay in Canada, probably in 1992. The inception was the land protection or ranger job which Þorri did by Jökulsá á Fjöllum and Ásbyrgi. This led to a piece that essentially is an ode to the river and its universe. The work is in black and white and unforgetable to experience the portion where Þorri had pointed the camera on to the descending mass in one of the huge waterfalls in the river (Dettifoss, Hafragilsfoss or Selfoss). Then he zoomed in so that the swirling water filled the screen. In the rendering this became phenomena which gradually began to defy gravity because it was as if the water mass was rising with great power. Here Þorri managed to retain the quality of perpetual change while working within a strict frame.

The frame of the “from-nature” aquarelle is also quite fastidious (or so to speak) but when the going is good it sometimes manages to reflect the everchanging attributes. I myself like to see how the impression of lava fields can be rendered. In essence this is not so unlike Þorri’s nature morte speculation. At least I sometimes think, when I’m standing in front of a tall end of a lava field (preferably quite mossy), that the forms start to dissolve once I scrutinize all the crooks and nannies.
Svínahraun aquarelle 27×44,5 2014

Meira af heiðum // More of moors

Af_thorskafjardarheidi_170x320_2014_1Í fyrri færslu nefndi ég þetta með heiðarnar og það tengdist nú eiginlega einnig vangaveltunni um ljósmyndir og verk. Tek fram að þótt myndavélin sé með í för er ég alls ekki góður ljósmyndari. Skyssurnar eru skárri.

Þekki hins vegar nokkra fína ljósmyndara sem hafa þjálfað augað til þess að greina – í gegnum linsuna – nákvæmlega það sem máli skiptir í umhverfinu. Einn þessara er Hugi Ólafsson sem að mínu mati er sérstaklega góður í því að búa til ‘kompósisjónir’ í sínum myndum. Fékk leyfi hjá honum til þess að birta hér ljósmynd af Vaðalfjöllum sem er í raun sama mótívið og ég er með í annarri af tveimur af Þorskafjarðarheiðinni. Sjónarhornið er hins vegar aðeins annað.

Það er skemmtileg tilviljun að ég nefndi jarðfræðinginn Lúðvík E. Gústafsson í færslunni um hina myndina því við Hugi vorum saman á fyrsta ári í jarðfræði í HÍ hér fyrir margt löngu. Hugi hélt áfram og kláraði jarðfræðina en í mínu lífi gerðist það að ég tók inntökuprófið í Mynd og hand þarna um vorið 1984 – og komst inn! Ef það hefði ekki gerst væri þessi bloggfærsla ekki hér.
Af Þorskafjarðarheiði  akvarella  17×32  2014

Vaðalfjöllin Hugi Olafs// In an earlier post I mentioned the moors and then there is also the connection to photographs and works. Please note that although I take the camera along I´m not a good photographer. Better at sketching.

But I know some excellent photographers who have a hightly trained eye when it comes to finding – through the lens – what exactly matters in the surroundings. One of those is Hugi Ólafsson, who in my opinion is very good at making compositions with his photos. He allowed me to post this photo of Mts. Vaðalfjöll which is the same motive as in one of two works from the Þorskafjarðarheiði moor. The location is however not exactly the same.

It is an amusing coincidence that I mentioned the geologist Lúðvík E. Gústafsson in the blog about the other moor(ish) work because Hugi Ólafsson and I were in the same group doing the first year in geology at the University of Iceland many years back. Hugi continued and finished his degree but in my life it so happened that in this spring of 1984 I took the admission exam in the Icelandic College of Arts and Crafts (later Iceland Academy of the Arts) and got in! If that hadn’t happened this blog would not be here.
From Þorskafjarðarheiði  aquarelle  17×32  2014

Á fjórðungamörkum // By the boundaries of farthings

Miklafell_UHH_2014Ég er ekki með margar myndir af Norðurlandi hér á sýningunni – og eiginlega enga ef ég lít svo á að Strandirnar tilheyri ekki Norðurlandi í þeirri merkingu sem á nú víst að leggja í hugtakið. En auðvitað er svolítið skrítið að vera með sýningu í höfuðstað Norðurlands og hafa ekkert myndefni úr héraði! Mér til varnar má hins vegar kannski segja að lítil þörf sé á því að bera síld til Siglufjarðar (eða þannig).

Eitt verk er hins vegar á mörkunum þar sem ég sæki myndefnið til Fjórðungsöldu á Sprengisandi og horfi í átt að breiðum jökulskildinum sem mótar útsýnið til vesturs yfir grásvarta auðnina. Um leið rifjast upp fyrir mér vangavelta sem upp kom í þeim góða hópi sem gekk um Þjórsárverin sumarið 2011: Að eiginlega væri nú lógískara að nefna jökulinn í heild sinni eftir Arnarfelli fremur en einhverjum bæ í norðlenskum afdal. Þess vegna eigi hann nú alveg að heita Arnarfellsjökull (upp á gamla mátann) og að lágmarki til jafns við Hofsjökulsnafnið.

Það er ekki við hæfi, a.m.k. meðan sýningin hangir uppi á Akureyri að ég sé að gera upp á milli fjórðunga í þessu sambandi. Þess vegna nefni ég bara Miklafellið sem ég held að menn – úr öllum fjórðungum – eigi að geta verið sammála um að beri nafn með rentu.
Miklafell akvarella 26×45 2014

// In the current exhibition in Akureyri there are very few pictures from the north – and really none if I subscribe to the view that Strandir are not to be considered part of Norðurland in the established sense. But it is of course a bit odd to have a show in the Capital of North Iceland [definately with a capital C] and no local pictures! To my defence it may be said that perhaps there is small need to carry more herring to Siglufjörður [the Icelandic idiom corresponding to the one with coal and Newcastle].

One work however can be regarded as being on the perimeter; the one where the motive is from Fjórðungsalda, a hill by the route over Sprengisandur. This hill marks the traditional division between the North farthing and the South farthing of the country. Indeed it is almost in the exact geographical middle of the country. The view is magnificent up there, especially to the west where you have the broad expanse of glacier behind the mountains closer by – with the dark gray sands in the foreground. This reminds me of a quip uttered in a fine group of hikers walking through Þjórsárver in the summer of 2011: That it is in fact more logical to name the big glacier after Mt. Arnarfell on the southern side than after a farm in a remote valley on the northern side. As a minimum the glacier should as often be named Arnarfellsjökull [which was its name in olden times] as Hofsjökull.

It is not appropriate – at least while the show is on in Akureyri – to take sides in this ‘issue of farthings’. That is why I merely mention Mt. Miklafell [literally Great Fell] which I think people from all quarters can agree is appropriately named.
Mt. Miklafell  aquarelle  26×45  2014

Baggatellur // Bagatelles

ForsidaVFMeð vatnslitnum nota ég alls konar pappír – og alls konar í þeim skilningi að ég held mig ekki við einhvern einn framleiðanda, þykkt eða tiltekna áferð. Það er hluti af nálguninni að velja þann pappír sem hentar viðfangsefninu hverju sinni, hvort sem hann á að vera 300 eða 600 grömm, grófur eða fínn. Að öllu jöfnu er vatnslitapappírinn úr bómull fremur en öðrum sellúósa en ég hef líka náð góðum árangri með grafíkpappír (Schut Laurier 250 gramma).

Ef ég ætti að nefna einhvern einn framleiðanda vatnslitapappírs þá myndi það væntanlega vera Arches. Á sýningunni hér fyrir norðan er ég með seríu sem öll er máluð á 300 gramma Arches-pappír í litlu formati og gormablokkum. Hér er það pappírinn sem er ákveðinn samnefnari og gefur seríunni (sem í allt er með rúmlega 30 myndum) heillegt yfirbragð.

Serían fékk heitið ‘baggatellur’ sem a.m.k. í mússíkinni þýðir smáverk (t.d. serían hjá Beethoven sem reyndar eru engin smá verk!) Baggatellurnar mínar eru alltaf unnar í einum rykk og ég kem ekki aftur að þeim þegar frá líður. Fannst þetta gefa góða raun og hef yfirfært þetta á öll verkin frá þessu ári, þ.e. að klára myndina í einni setu.

Meðfylgjandi er fyrsta myndin í þessari seríu og hún er frá því síðla árs 2013. Allar hinar eru frá þessu ári (2014).
Vetrarmói – Vörðufell  akvarella  15×25  2013

// With the water-colours I use all kinds of paper – all kinds being in the sense that no single producer, weight or grain is preferred. It is a part of the approach to choose the paper that suits the motive each time, be it 300 or 600 grammes, coarse or fine. As a rule though the aquarelle-paper is made of cotton rather than other cellulose) but I have also gotten good results with printmaking paper (Schut Laurier 250 grammes).

If I were obliged to name one producer of aquarelle paper it would probably be Arches. On show here in Akureyri I have a series in which all the works are done on 300 gr Arches paper in small spiral-bound format. Here it is the paper that is a certain common denominator and binds together the series (in all containing over 30 pictures).

The series received the name ‘bagatelles’ which in music at least is taken to mean small or not so significant works (cf. Beethoven’s bagatelles which incidentally are very far from being insignificant!). My bagatelles are always worked through in one go and I do not retouch them in any way. I thought this gave good results and this approach is adopted in all my works from this year, i.e. to finish the picture in one session.

Affixed is the first picture in the series, from late 2013. All the other are from 2014.
Winter moor – Mt. Vörðufell  aquarelle  15×25  2013

 

Skeiðað um sandinn // Skimming over the sand

Af_SandskeidiNú í vor hefur leiðin – venju fremur – oft legið upp á Sandskeið. Það helgast af því að Tóti hefur verið að fara á krossarann með vinum sínum. Þessar ferðir eru kærkomnar því umhverfið þarna er mjög stemmingsríkt hvernig sem viðrar.

Í eitt skiptið var spænt langt fram á kvöld þannig að sólin var nánast hnigin til viðar þegar lagt var af stað tilbaka. Það var bjart yfir en lárétt hæglætisský voru á vesturhimninum. Sólin náði í gegnum tvo svona skýjadregla og varpaði til okkar láréttri birturönd sem lýsti upp hlíðaræturnar yfir í Heiðmörkinni.
Af Sandskeiði akvarella 21×51 2014

// This spring we have quite often taken the trip to Sandskeið, some 20 minutes drive to the east of Reykjavík. Tóti asked for these ventures to go moto-crossing with friends. For me these trips are most welcome as Sandskeið and surroundings offer great atmosphere almost regardless of weather.

On one occasion they boys were doing their own thing far into the evening so that the sun had almost set when we packed our stuff and went back. The sky was bright; but horizontal, slow moving cloud layers were quite prominent in the west. The sun managed to find a way through this cloud tapestry and shone brilliantly in a thin layer that illuminated the roots of the slopes over in Heiðmörk.
From Sandskeið aquarelle 21×51 2014