Nú í vor hefur leiðin – venju fremur – oft legið upp á Sandskeið. Það helgast af því að Tóti hefur verið að fara á krossarann með vinum sínum. Þessar ferðir eru kærkomnar því umhverfið þarna er mjög stemmingsríkt hvernig sem viðrar.
Í eitt skiptið var spænt langt fram á kvöld þannig að sólin var nánast hnigin til viðar þegar lagt var af stað tilbaka. Það var bjart yfir en lárétt hæglætisský voru á vesturhimninum. Sólin náði í gegnum tvo svona skýjadregla og varpaði til okkar láréttri birturönd sem lýsti upp hlíðaræturnar yfir í Heiðmörkinni.
Af Sandskeiði akvarella 21×51 2014
// This spring we have quite often taken the trip to Sandskeið, some 20 minutes drive to the east of Reykjavík. Tóti asked for these ventures to go moto-crossing with friends. For me these trips are most welcome as Sandskeið and surroundings offer great atmosphere almost regardless of weather.
On one occasion they boys were doing their own thing far into the evening so that the sun had almost set when we packed our stuff and went back. The sky was bright; but horizontal, slow moving cloud layers were quite prominent in the west. The sun managed to find a way through this cloud tapestry and shone brilliantly in a thin layer that illuminated the roots of the slopes over in Heiðmörk.
From Sandskeið aquarelle 21×51 2014