Vatnslitamyndirnar klára ég næstum alltaf í einni setu – það heyrir til algerra undantekninga að pappírinn sé dreginn fram aftur og átt við hann. Og oft er það þannig að þegar vinnan klárast þá er myndin við það að þorna þar sem ég byrjaði en stundum er hún útskrifuð jafnvel þótt bleytuslikjan liggi ennþá yfir henni.
Þessi aðferð hentar mér vel og þá er upphafið að væta allan pappírinn heilt yfir og fylgjast síðan með því hvenær hann er hæfilega rakur til þess að hefjast handa. En auðvitað fer þetta eftir pappírsgerðinni; 300 gramma pappírinn sem ég nota mest heldur rakanum hæfilega mikið og ég þarf yfirleitt ekki að bíða lengi eftir því að byrja að leggja niður himinn eða jörð. Arches 300 gramma (grófur) þornar yfirleitt mjög jafnt og ekki þarf að hafa áhyggjur af því að liturinn haldi áfram að hlaupa út undan sér löngu eftir að hann er lagður niður.
Ef pappírinn er þyngri er þetta öðruvísi. Mér finnst gríðarlega gaman að vinna á 356 og 640 gramma Arches en þá fylgir böggull skammrifi því rakinn situr oft mjög lengi í pappírnum. Og þá lendir maður í því að liturinn af bleikum akri tekur allt í einu á rás upp í heiðan himininn.
Tóti er tæknilega sinnaður og benti mér á að nota hárþurrku og það gerði ég svosem hér áður. Man þegar ég var austur á Egilsstöðum þá var hárþurrkan alltaf við olnbogann. En þegar við þykka pappírinn er að eiga þá skiptir þetta eiginlega ekki máli því þú nærð í raun lítið betri stjórn á rakastiginu með þessu móti.
Við þessar kringumstæður verður að gera undantekningar og þá er myndin tekin fyrir í tveimur setum. Áskorunin er þá að það sýni sig ekki of berlega að myndin er unnin í tvennu lagi og að harðar línur teikni sig ekki þar sem vatnið er lagt niður að nýju. Er einmitt með verk á þeim stað núna þar sem hraunbreiðan bíður eftir því að koma inn í myndina. Held að þetta verði í lagi því myndefnið hér býður alveg upp á að nokkuð skörp lína afmarki forgrunninn. 
Það verður hins vegar að segjast að þessi örk er í hættu á að lenda í bunkanum hér við hliðina á mér þar sem ókláruðu myndirnar eru. Þær eru nokkrar því stundum verð ég ótrúlega ragur við að taka aftur til við mynd sem hefur verið lögð til hliðar. En þetta er áskorun eins og hver önnur og einhverjir lesendur geta ef til vill séð hvernig henni reiðir afþví ég verð með sýningu í næsta mánuði í því nýja og glæsilega Gallerí Gróttu.
Ekki er úr vegi – af því ég nefndi Egilsstaði – að skjóta hér inn annarri ókláraðri mynd sem ég byrjaði á 2011. Þótt ég hafi verið ánægður með ýmislegt í henni (t.d. blámann í Fljótsdalsheiðinni) þá hef ég aldrei drifið í að klára hana. Tel raunar að það muni aldrei gerast því tæknin hefur breyst það mikið hjá mér. 
Dettur hins vegar í hug að endurtaka megi leikinn frá því í Mynd&Hand og skrifa eitthvað í auðu plássin á myndinni. Góður kandídat væri fyrripartur sem mig minnir að hafi verið eignaður Stefáni Jónssyni:
Lygn steymir Lögurinn
leitar þangað högurinn.
Óþarft ætti að vera að nefna að Stefán var að austan, fæddur og uppalinn á Djúpavogi.
// The watercolor works are nearly always finished in one session – it rarely happens that the sheet is brought again onto the studio table. A frequent ‘modus operandi’ is for the part first worked with to be still drying out when the picture is finished. Sometimes a wet sheen is still coating the sheet when the last touch is put upon it.
This method suits me well and then the first step is to wet the entire sheet and observe when the moisture is correct to begin. But this, of course, is dependent on the paper. The 300 gram paper I mostly use holds the moisture in such a way thatt I do not have to wait long before laying down earth or sky. Arches 300 gram (rough) loses the moisture very evenly and therefore I do not have to worry that the color will make a run for it long after it has been applied.
With heavier paper this is different. I really like working with Arches 356 and 640 gram paper, but then underside is that the moisture tends to stay in the paper for very long. ANd then it happens that the color of a autumn field literally takes to the clear skies.
My son is quite technically minded and pointed out that I could use a hairdryer. This I have done, and can recall from when I lived in Egilsstaðir that the hairdryer was a constant presence at my elbow. But when dealing with the heavy papers (especially the 640 gram) it does not really make a difference because you do not get full control with those means either.
Under these circumstances exceptions will be made and then the picture is dealt with in two sessions. The challenge is for the continuation not to become too evident and avoid hard edges to form where the water is applied a second time. At this moment I have a work going exactly at this junction (the top image), where the lava field is waiting to enter the picture. I believe this will be in order because the motive allows for a somewhat sharp line demarking the foreground.
However, it should be noted that this sheet is in danger of occupying the stack beside me with unfinished pictures. They are quite numerous because sometimes I am more than a bit shy to continue with something that has been laid aside. But this is a challenge like any other and some readers may perhaps be able to see how this particular sheet fares, if they visit the show I will having next month in the new Gallerí Grótta.
It is also in order – as I mentioned Egilsstaðir – to post another unfinished item dating from 2011. Although I was quite happy with some bits of it (for example the blue yonder over the Fljótsdalsheiði moor) it has never been finished and probably never will, because my technique has changed in the meantime.
Another idea would be to resume the practice for art college I mentioned before, of writing something into the empty spaces in the picture. A candidate would be an anecdote attributed to the writer Stefán Jónsson who was asked to make a ‘fyrripartur’ (the first two lines in a stanza) on the river Lögurinn which flows past Egilsstaðir. This was a somewhat slippery task because ‘Lögurinn’ does not easily rhyme with other words in Icelandic. Stefán Jónsson however found the solution of using the peculiar variant many people in the East adopted in the pronunciation of vowels, whereby ‘u’ becomes ‘ö’. Therefore he could refer to ‘hugur’ [mind] as ‘högur’ and say that his mind would wander east where the Lögurinn flows calm. This reminiscence was quite true as Stefán Jónsson was born and raised in Djúpivogur in the east.