Búrfellin – ekki færri en 42

Í pistli sínum tiltekur Svavar Sigmundsson bæði fjallsheiti og bæjarnöfn. Ég tók fjallsheitin út og raðaði þeim upp þannig að sjá mætti hvar örnefnið væri algengast. Út kom þessi listi með 42 fellum þar sem sum eru veigameiri en önnur (eins og fram kemur og gengur og gerist).

Vestfirðir
#1 Í Selárdal, einnig nefnt Búrið.
#2 Stakt fjall í miðjum dal á Kjaransstöðum.
#3 Vestra-, Mið- og Efsta-Búrfell í Vesturbotni í Patreksfirði
#4 Fjall sem stendur eitt sér fyrir botni Súgandafjarðar.
#5 Fjall inn af Ísafirði, vestur af Kollafjarðarheiði.
#6 Fell upp af Nóngilsfjalli við Hesteyri.

Skagafjörður
#7 Fjall í Svartárdal í Skagafirði.
#8 Lág bunga í landi Selár í Skagafirði.
#9 Í landi Ytra-Mallands í Skagafirði.
#10 Hár melkambur í landi Berghyls Skagafirði.

Borgarfjörður
#11 Fjall í Hálsasveit.
#12 Við Síðufjall upp af Hvítársíðu.
#13 Efra- og Neðra-Búrfell á Holtavörðuheiði.

Dalir
#14 Litla-Búrfell í Saurbæ.
#15 Stóra-Búrfell í Saurbæ.
#16 Fjall í Gilsfirði.

Uppsveitir
#17 Fjall í Þjórsárdal, ílangt og hömrum girt að ofan.
#18 Bunguvaxið móbergsfjall í Grímsnesi með lag af stórhveli.
#19 Lítið, kringlótt fell, sunnan Botnssúlna, upp af Brúsastöðum í Þingvallasveit.
#20 Hæðahryggur á Hrunamannaafrétti, þó ekki með venjulegu Búrfellslagi.

Austfirðir
#21 Efra- og Neðra-Búrfell á Melrakkanesi í Álftafirði.
#22 Fjall á Búlandsnesi milli Berufjarðar og Hamarsfjarðar
#23 Fjall við Eskifjörð.
#24 Fjall í Brúnavík á Borgarfirði eystra.

Strandir
#25 Fjall í landi Miðdalsgrafar á Ströndum.
#26 Hátt, uppdregið fjall inn af Reykjarfirði á Ströndum. Nefnt Matarfell á sjó.

Hrútafjörður
#27 Fjall upp frá Reykjum í Hrútafirði.

Mýrdalur
#28 Fjall á Dalajörðum (Kaldrananesi).

Reykhólasveit
#29 Litla- og Stóra-Búrfell í landi Berufjarðar.

Snæfellsnes
#30 Fjall í hásuður frá Ingjaldshóli. Nefnt Matarfell á sjó.

Suðvesturhornið
#31 Eldborg í Garðahrauni, aust-suðaustur frá Hafnarfirði.
#32 Einstakt fjall, rauður gíghóll við Þormóðsdal eða Hafravatn.

Ölfus
#33 Lágt sandfell, rétt ofan við Hlíðarenda í Ölfusi.

Svarfaðardalur
#34 Fjall (Búrfellshyrna) í Svarfaðardal.

Eyjafjörður
#35 Stóra-Búrfell í Eyjafirði.

Fjörður
#36 Í Keflavík utanvert í Fjörðum

Mývatnssveit
#37 Stapafjall inn af Mývatnssveit.

Tjörnes
#38 Stapafjall úr móbergi upp af Héðinshöfða. Nefnt Kistufell á sjó.

Þistilfjörður
#39 Einstakt móbergsfell, toppmyndað ofan og grasi gróið í miðjar hlíðar upp af firðinum.

Hróarstunga
#40 Fjall upp af Straumi í Hróarstungu.

Jökuldalur
#41 Fjall inn af Sænautavatni, í Heiðarseli á Jökuldal.

Kárahnjúkar
#42 Fjall austur af Kárahnjúkum, suðvestur af Hrafnkelsdal.

Svona listar vekja samt alltaf upp spurningar því stundum eru nöfnin einhver tilbrigði. Þannig segir geographic.org að Búrfellshæðir séu ‘mountain‘ á Ströndum. Örnefnið Búrfellshæðir er vissulega þekkt en á einum stað kemur fram að hæðirnar séu e.k. kragi í kringum fjallið inn af Reykjafirði (#26). Á síðunni geographic.org eru annars birt gögn frá ameríska hernum og þótt hann sé þekktur fyrir að vera réttsýnn (og rogginn) þá held ég að taka eigi þessari flokkun með ákveðnum fyrirvara.

Þessi erlenda síða tiltekur annars að lágu Búrfellin (hills) séu 16 talsins og þau ögn hærri (mountains) jafnmörg. Síðan er Búrfellshyrna (#34) nefnd til sögunnar og Búrfjöll. Þau þarf að skoða nánar.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s