líkamspartaþema // a theme of body parts

Mörg fjallanöfn vísa í líkamsparta og verða lýsandi fyrir bragðið. Þá er eins og örnefnið leiði mann inn að kjarna fjallsins.

Þrykk af þremur fjöllum fóru saman í ramma út frá þessari hugdettu en þau eiga líka sameiginlegt að lína á milli þeirra teiknar nánast kortarétta norðurpílu sem liggur frá utanverðu Snæfellsnesi yfir á Barðaströndina. Á spíssinum eru Hornatær en það er ekki langt síðan ég náði fyrst að virða þær almennilega fyrir mér. Var þá á fundi í Vesturbyggð um þetta leyti í fyrra (í hin skiptin sem ég fór um þessar slóðir var því miður ausandi rigning og ekki fjallasýn). Tærnar eru upp af botni Trostansfjarðar (áhugaverð þessi vestfirsku örnefni!) og eru áberandi frá Bíldudal, en einnig sjást þær vel úr Flatey á Breiðafirði.

Snæfellsku fjöllin tvö, Enni og Axlarhyrna, eru síðan mjög vel þekkt; það síðara sér í lagi vegna tengingar við Axlar-Björn og son hans Svein „skottu“ sem meistari Megas nefnir þjóðardýrlinga okkar Íslendinga. Eins og dýrlingum sæmir máttu þeir þola ýmsar píslir. Þannig segir Skarðsárannáll frá því að Axlar-Björn hafi fyrst verið marinn á útlimum með sleggjum áður en hann var tekinn af lífi dæmdur fyrir fjöldamorð árið 1596. Og þegar síðan búið var að hálshöggva hann var líkið bútað sundur og stykkin fest upp á stengur. Þannig að þetta með líkamspartana kemur víða við sögu.

HornatærIIAxlarhyrnaIIIEnniIHöfuð, herðar … [Hornatær, Axlarhyrna, Enni]  þurrnál  hvert blað 21×30  2015

//  Many Icelandic mountain names refer to some part of the (human) body. Such a name can be quite illuminating and an indication of the core of mountain in question.

From this speculation came that prints of three specific mountains were arranged together. They also share a certain geography; if a line is drawn between those three on a map it plots an almost correct north arrow from the outer reaches of the Snæfellsnes peninsula over to the Barðaströnd.

On the tip of the arrow is Mt. Hornatær (literally jagged toes) which I only recently had a good view of. This was in spring last year when I was attending a meeting in Vesturbyggð. The other times I had been travelling in the region the weather did not allow any kind of view! The ‘toes’ are up from the bottom of one of the southern Westfjords called Trostansfjörður and are quite prominent on the skyline seen from Bíldudalur. The mountain is also easily recognised from the south when viewed from island Flatey in Breiðafjörður.

The two mountains on the Snæfellsnes peninsula are well-known; one being named Mt. Enni (literally Forehead) and the other Mt. Axlarhyrna (literally Shoulder peak). The latter is especially associated with Axlar-Björn who lived on the farm Öxl (or Shoulder) under the peak. Björn was suspected of killing travellers on their way past the farm and his son who went by the name Sveinn “skotta” was a condemned rapist. While most regard the pair as notorious (Björn is included in the Wikipedia-list of serial killers before 1900) Megas calls them Icelandic national saints probably for the sufferings inflicted upon them. The annals of the time recite that Axlar-Björn’s limbs were mutilated with a sledge-hammer before he was executed in 1596 for his deeds. Once he had been decapitated the corpse was cut into pieces which were fastened on poles. From this you can clearly see that the theme of body-parts is a recurring one.

Head, shoulder … [Mts. Hornatær, Axlarhyrna, Enni]  drypoint  each print 21×30  2015

bolsíur // candy (crush)

Einn opnunargesturinn hafði á orði að verkin sem ég sýni kæmu honum á óvart. Væntanlega hefur það verið út af plakatinu sem búið var til; með bolsíunum sem liggja í röðum eftir korti af miðhálendinu. Sú mynd er þannig séð andstæða verkanna; litskrúðug og með áberandi fjarvídd sem verkin eru alveg laus við. Tenging er hins vegar til staðar í gegnum textann sem fylgdi plakatinu þar sem lagt er út af því að fjöllin – og þetta á sérstaklega við um þau norðlensku – hafi staðist tönn ísaldarjökulsins og sloppið lifandi úr glímunni við hann. Og af því ég raða fjöllunum saman – þremur í línu – vakti það upp samhengi við tölvuleikinn sem gekk ljósum logum á netinu hér fyrir fáeinum misserum síðan.

Sumrin sem ég dvaldi norður í Hrísey var alltaf talað um bolsíur. Þetta er norðlensk málvenja sem vonandi er enn við lýði og margir kannast við. Rakst á skemmtilegan texta eftir Ingu Dóru Björnsdóttur mannfræðing sem var í sveit í Skagafirði. Þar segir hún frá því að þegar komið var aftur suður og nammið varð að brjóstsykri þá var hann ekki nærri eins góður á bragðið og skagfirsku bolsíurnar! Sýnir væntanlega fram á að máli skiptir hvað hlutirnir heita, og það á líka við um fjöllin. Tindur sem maður áttar sig á að gengur undir fleiri en einu örnefni tekur fyrir bragðið á sig aðra mynd en áður – en þó með einhverjum óskilgreindum hætti. Meira um það síðar.

Bolsíu-málvenjan er auðvitað komin frá frændum okkar Dönum sem kunna að meta allt það sem er sætt og gott. Nammi er haft í hávegum og meira að segja hafa verið tekið saman heil leksíkon um ólíkar tegundir, bæði á vefnum og á bók. Í þessum leksíkonum má sjá ótrúlega fjölbreytni í formum sem ég held svei mér að toppi fjölbreytnina í íslenskri fjallaflóru. Hef allavega ekki ennþá séð fjall sem er eins og snuð í laginu! Hins vegar er þær víða um land bismark- og kóngabolsíurnar og í ýmsum litum líka.

Þetta með formin minnir á sagnir frá því danskir sjómenn sigldu hingað fyrr á öldum. Oft var erfitt fyrir þá að átta sig á þessum íslensku örnefnum og þá gripu þeir stundum til myndlíkinga við það sem hendi var nær. Þannig varð hið reisulega Kirkjufell að Sukkertoppen þegar leiðsegja þurfti mönnum til hafnar á norðanverðu Snæfellsnesi. Slíka toppa þekktu menn annars vel í þá daga því sykur var sjaldnast fluttur í sekkjum heldur pressaður í keiluformaða klumpa sem munu hafa vegið á bilinu 5 – 15 kg. Sérstakar klípur voru síðan notaðar til þess að vinna á hörðum klumpinum hvort sem það var nú hjá kaupmanninum til að setja í bréfpoka eða heima í búri.

Sykurtoppar eru víst horfnir úr dagvöruverslunum í Danmörku en svo er að sjá sem þeir fáist ennþá í þýskumælandi löndum þar sem varan nefnist Zuckerhut. Raunar má sjá að í siglingahandbók þýska sjóhersins frá 1908 er Kirkjufell kallað Zuckerhut og bendir það til að nafnið hafi fengið alþjóðlega dreifingu. Í dag er Kirkjufellið annars orðið eitt af alþekktustu fjöllum Íslands. Ástæðuna fyrir þessari forfrömun má rekja til þess að ljósmyndarar úr öllum heimshornum hafa verið óskaplega duglegir við að miðla myndum af mótívi þar sem foss í Kirkjufellsá er í forgrunni en fellið sjálft í bakgrunni. Á vefnum skipta þessar ljósmyndir ýkjulaust þúsundum og nú er svo komið að sérstaklega er farið með ferðamenn á þennan upphafna stað, þar sem þeir stíga til jarðar með lotningu. Á þessum tímapunkti í skrifunum ætla ég hins vegar að halda aftur af mér að vera með einhverjar frekari trúarlegar útleggingar um það.

Á hinn bóginn getur maður alveg ímyndað sér að það hafi þótt óvirðulegt að kenna Kirkjufell við sykurklump sem tengur þurfti til þess að vinna á. Jafnvel er eins og greina megi eitthvert slíkt bergmál í bloggi Haraldar Sigurðssonar eldfjallafræðings, þar sem hann talar um lágkúrulegt sykurtoppsnafnið. Tek sérstaklega fram að þetta er ekki sagt til lasts Haraldi og hans prýðilegu skrifum sem ég les reglulega mér til mikillar ánægju.

Sukkertoppen

Þetta með óvirðulega meðferð á Kirkjufelli hefur mögulega verið í huga mér þegar ég teiknaði og litaði þessa mynd að ofan. Það gerðist í Myndlista- og handíðaskólanum, sennilega haustið 1987, en þá var ég að spá í einhvers konar menningarlandslagi þar sem hausar af körlum (alltaf körlum) svifu yfir fjöllum og dölum. Sennilega var þetta eitthvert tilbrigði við þann bræðing af straumum og stefnum í listinni sem þá var í gangi.

En nú svífa aðrir andar yfir vötnum og engin ástæða til annars er að auðsýna Kirkjufellinu tilhlýðilega virðingu.

Kirkjufell IKirkjufell  þurrnál  21×30  2015

//  One of the guests at the opening of the exhibition made the remark that the works came as something of a surprise to him. Possibly this was because of the poster, which featured rows of candy strewn over a map of the Icelandic highland. This picture on the poster is essentially the opposite of the works exhibited, being colorful and with a pronounced perspective which the prints lack almost completely. There is on the other hand a connection through the text that accompanied the poster, which illustrates how the mountains – especially those in the north – stood up to the teeth of the ice age glacier and escaped being devoured by him. And because I arrange the mountains three and three together, it brought to mind the on-line game mentioned at the top of this post; the on that went viral on the internet some years ago.

The summers I spent in Hrísey candy was always called bolsíur instead of brjóstsykur. This was common usage in the northern part of Iceland and can hopefully still be found. Many people remember this usage quite fondly. For example, I came across a reminiscence on the web, written by a woman who had stayed in Skagafjörður during the summers of her youth. She tells how she arrived back in Reykjavík where the candy was called brjóstsykur. And it did not taste nearly as good as the bolsíur she had munched in Skagafjörður! That probably goes to show that names have consequences – and that also applies to mountains. Once you realise that a mountain goes by more than one name its appearance starts to change in a subtle and almost inexplicable manner. More on that later.

The bolsía usage is directly attributed to the Danes, who really have a sweet tooth. With them, candy is a prized commodity which has even reached the level of appearing in dedicated encyclopedias both in print and on the web. In these publications, one can see a staggering variety of forms, which I believe even tops the diversity of Icelandic mountains. At least I have not yet seen a mountain resembling a pacifier!

This resemblance to candy forms brings to mind stories from when Danish sailors navigated Icelandic waters in centuries past. They sometimes had difficulties using the Icelandic names and hence used figurative language. This led to the stately Mt. Kirkjufell to be dubbed Sukkertoppen (i.e. Sugarloaf) when the route along the northern coast of Snæfellsnes was being described. In those days, sugar was as a rule not transported in sacks but rather in those cone-shaped loaves which would have weighed some 10 to 30 lbs. Special pincers were then used to cut the loaf into smaller fragments, either by the grocer or in the pantry of the home.

Sugarloaves have disappeared from grocers in Denmark and Scandinavia, but apparently such good can still be purchased in German-speaking countries, where the loaves are called Zuckerhuts. Zuckerhut also appears as the name for Mt. Kirkjufell in the Maritime Navigation Handbook of the German Navy, issued in 1908 so one can deduct that the nickname had become quite widespread. Today Mt. Kirkjufell (literally Church Mountain) is one of the best known Icelandic mountains and the reason for its rise to fame is that photographers from all over the world are drawn to the motive where a beautiful waterfall is in the foreground with the mountain silhouetted against the sky. Thousands of such photographs have been posted on the web and nowadays tourists are reverently brought to the spot as if on a pilgrimage. I deliberately refrain from adding some further religious remarks at this point.

Nevertheless, one can imagine that it may have sounded rather disdainful to native ears to hear the lofty mountain being spoken about like a lump of sugar. Possibly some echo of this can even be discerned today; in the blog of renowned volcanologist Haraldur Sigurðsson he refers to the sugarloaf name as ‘banal’. It must be stressed that I am in no way belittling his excellent blog which I regularly read with great delight.

This issue of such less than dignified handling of Mt. Kirkjufell may have been in my mind when I during my art studies rendered the colored drawing above. This was probably in Autumn 1987, when I was wondering about all kinds of ‘cultural landscapes’ (or so to speak) where heads of men (always men) were hanging suspended over mountains and valleys. Such speculations were very much in vogue at the time.

But now different winds blow and no reason for anything else than paying the mountain its proper respects.

Mt. Kirkjufell  drypoint  21×30  2015

52 fjöll // 52 mountains

Sýningin „Kjarni fjalla“ opnaði í dag í Menningarhúsinu Bergi á Dalvík. Sólborg hafði á orði að þetta væri kjörinn staður fyrir sýninguna – frábært útsýni er úr þessu velheppnaða húsi þeirra Dalvíkinga og eins og maður sé kominn í fjallasal. Einstaklega fallegur rammi um verkin sem ég hengdi upp.

Kötlufjall1

Í sýningarskránni er þessi texti:

Það er hálfgerð tilviljun að fjöllin séu jafnmörg og í fjallaverkefni Ferðafélagsins, 52 talsins. Og staðan er alls ekki sú að þetta séu fjöll sem ég hef gengið á; ætli megi ekki telja þau á fingrum annarrar handar. Fjöllin hef ég hins vegar náð að virða fyrir mér – og sum löngum stundum eins og Baulu, sem einhvern veginn var alltaf mjög nálæg þau níu sumur sem ég var í sveit í Borgarfirðinum.

Nálægðin – sem var nú ekki alveg raunveruleg því fjallið var í nokkrum fjarska – kveikti alls konar hugrenningar og löngun til þess að vita meira. Af þeirri ástæðu var allt lesið af áfergju sem viðkom Baulu og öðrum nágrönnum hennar, af því mér fannst ég þekkja fjöllin svo vel. Og síðan þessi endurfundatilfinning að sjá Baulu uppi á vegg, hvort sem það var nú í málverki eftir Ásgrím eða Matthías Sig.

Þessi strengur hefur haldist og í hvert sinn sem ferðast er um landið skima ég eftir gömlum vinum og gleðst yfir því að eignast nýja kunningja. Og ef sest er niður til þess að skissa verður æfingin ekki ósvipuð módelteikningu; að rýna í anatómíu fjallsins og átta sig á því hvernig liggur í því. Þá byrja allskonar pælingar: um jarðlagahalla, ganga og sprungur, nokkuð sem ég bý að frá árinu sem ég var í jarðfræði hér í denn.

En þar sem maður situr fer hugurinn líka á kreik og spurningin vaknar um það hvernig fyrirsætan hafi það.

Hvað segja örin og lýtin um fortíðina? Um slaginn við ísaldarjökulinn, ágang straumvatnanna eða stöðugt vindgnauð í þúsund ár? Því fjöllin hafa vakað og eru til frásagnar, rétt eins og fyrirsætan í Mynd og Hand sem kvartaði yfir því í pásunni að hún væri með hryggskekkju og gæti ekki tekið aðra setu í krefjandi stellingu.

Og síðan má líka spyrja hvað ásýnd fjalla segi okkur um nútíðina, eins og þegar maður horfir á Lambafellið við Þrengslin, mergsogið af vinnuvélum. Einhvern veginn langar mig ekkert til að skissa það fjall því það væri eins og að teikna lík sem lægi sundurbútað fyrir framan mig á krufningarborði. Og ósjálfrátt dettur manni þá í hug hvenær fjall hættir að vera til frásagnar – hvenær að því kemur að lömbin þagna.

Lambafell

Kötlufell  þurrnál  21×30  2015

// The exhibition “Mountain cores” opened today in Berg Cultural House in Dalvík. My wife Sólborg remarked that this was indeed a perfect venue. The view from the house is truly breathtaking in every direction – as if you have entered a amphitheater composed of mountains. A grand surrounding for the works on display.

This text was prepared for guests:

It is something of a coincidence that the mountains are 52, the same number as in the mountaineering project of the Icelandic Touring Association: ‘One Mount a Week’. And the indication is not that I have scaled every one of them, the fact being that those can be counted on the fingers of one hand. On the other hand I have had the opportunity to contemplate each mountain – and some over an extended period of time, for example Mt. Baula which was somehow everpresent during the nine summers I spent as a boy in Borgarfjörður.

This nearness, which is perhaps exaggerated because the mountain was in the next valley, enticed me and spurned a longing to know more. For that reason every small bit of text on Baula and neighboring mountains was avidly read, because I knew them so well! And then there was this strong feeling of reunion when I came across Mt. Baula up on a wall, be it a painting by Ásgrímur Jónsson or some other.

This relationship with mountains is persistent and whenever I travel around the country I fondly look for old friends and am glad to make some new aquaintance. If I sit down to make a sketch of a mountain the exercise is very much akin to rendering a model – where you scrutinise the anatomy and try to see the lay of the land. Once started all kinds of speculation emerge; the inclination of the strata, along with the dikes and fractures running through the rock mass. Such things I can recall from the year that was spent studying geology, way back.

As you sit there in front of the mountain, the question also arises: How is the model doing? What do the scars and amputations tell us about the past? About the fight with the ice-age glacier, the churning rivers and the constantly howling winds over a thousand years? Because we can be sure that the mountains are awake and have a tale to tell. Just as the model in art college who complained during the pause that she had a twisted spine and could not go through another sitting in a demanding pose.

Then the notion also arises, what the appearance of mountains tell us about the present, for example Mt. Lambafell in Þrengsli, which is being shredded by heavy-duty machinery. To sketch that mountain would only sadden me because that would be like rendering a corpse lying in front of me on top the dissection table. And instantly the question begs to be asked: when does a mountain cease to have a tale to tell? When will we have the silence of the lambs?

Mt. Kötlufell  drypoint  21×30  2015

kjarni fjalla // mountain cores

Ég fór í morgun með þrykk í innrömmun til þeirra Listamanna á Skúlagötu. Þrykkin mynda seríu: 52 fjöll sem orðið hafa á vegi mínum (eða þannig – vegir liggja nú sjaldan beint yfir fjöll). Þetta er annars konar nálgun en í vatnslitamyndunum – hér snýst æfingin um form og innri línur. Útfærslan er með svokallaðri þurrnál, en þá er teikningin rist í plötu og síðan þrykkt á pappír.

Um viðfangsefnið setti ég þetta á blað:

Þegar við stöndum frammi fyrir fjalli tekur það sér stað í vitund okkar. Þetta gerist ósjálfrátt og fyrr en varir erum við farin að velta fyrir okkur samhenginu við höfuðskepnurnar: eirðarlausan skriðjökulinn, vellandi hraunelfurnar, stífum blæstrinum og beljandi vatnsföllunum. Af hverju skildi jökullinn þessa nibbu eftir? Hvers vegna er þessi dyngja ílöng? Er fjallið að skjóta upp kryppunni? Vita hnjúkar hvaðan á sig stendur veðrið?

Spurningar af þessum toga sýna fram á að fjöll breytast. Og af því við erum mannfólk dettur okkur einnig strax í hug hvort ekki megi breyta fjalli – þó ekki væri nema með því að kalla það eitthverju allt öðru nafni. Sagan segir hins vegar að fjall muni einungis breytast upp að vissu marki og einnig að sannleikurinn hafi tilhneigingu til þess að verða afstæður um leið og komið er inn í þyngdarsvið þess. En er þá hægt að finna það sem breytist síst eða jafnvel alls ekki? Hvar er þessi harði kjarni sem sjálfur ísaldarjökullinn varð að láta sér nægja að japla á eins og bolsíu?

Serían er sýnd í Menningarhúsinu Bergi á Dalvík. Opnun sýningarinnar er laugardaginn 16. maí kl. 14:00. Menningarhúsið er opið mánudaga til föstudaga frá 10:00 til 17:00 og laugardaga frá 12:00 til 17:00. Sýningunni lýkur 4. júní.

Tindastóll1

Tindastóll  þurrnál  21×30  2015

//  I went this morning to have a series of prints framed. The prints depict some 52 mountains I have come across (or so to speak – most of those I have only looked at from a distance). The approach is different from the aquarelles as the prints deal with form and inner lines. The technique is drypoint, where the image is scratched into a plate which is then inked and the image pressed on paper.

What is dealt with in the series I have described thus:

When we stand in front of a mountain it takes up space in our consciousness. This happens without will or reason and before we know it the interplay of the elements is being contemplated: the relentless glacier, the crunching lava flows, the whipping winds, and the surging rivers. Why did the glacier leave that edge behind? For what reason is the shield oblong? Is the mountain raising its hump? Do peaks have a notion of the weather?

From such questions it can be inferred that mountains change. And as we are human in essence the idea is instantaneous that a mountain can be changed; at the very least simply by giving it another name. History tells us on the other hand that a mountain will only change up to a certain degree. It can also be assumed that the veracity of things tends to become relative once the gravitational field of the mountain has been entered.

But then the question begs to be asked: Is it possible to find that which is last to change, or perhaps even unchangeable? Where is this hard core which even the ice age glacier himself had to be content with licking like a lollipop?

The series is exhibited in Menningarhúsið Berg – Berg Cultural House in Dalvik town. The opening is Saturday 16 May at 14:00. Berg Cultural House is open Monday through Friday from 10:00 to 17:00 og Saturdays from 12:00 to 17:00. The exhibition closes on 4 June.

Mt. Tindastoll  drypoint  21×30  2015