blýantsteikningar í Gallerí Laugalæk

noise and grain 002

Yfirborð þessa ‘nýfundnalands’ er heillandi með samansafni sínu af grjóti og völum – í bland við stöku hnullung. Maður veltir vöngum hversu langt litskrúðugt líparítið hefur ferðast, þar sem liggur og sker sig frá gráu basaltinu – sem nóg er af. Lögunin ber yfirleitt vitni um bæði feykilegan lóðréttan þrýsting sem og lárétta veltandi hreyfinguna í straumstefnunni. Öll formin eru síðan felld inn í eða kaffærð í þéttum vef af fremur fínthörpuðum mulningi, sem þó getur verið býsna grófur.

Fyrir mér er æfingin við að greina þetta sjónarspil í teikningu ekki ósvipað því ferli sem skapaði myndefnið til þess að byrja með. Að koma til skila höndlanlegu grjótinu innan um kliðinn í mulinni og harpaðri jökulurð. Og allt á sér þetta stað með vísan til höfuðátta, hæðar og dýptar í landslaginu.

gambra grettistök

//  grain and noise – pencil drawings in Gallerí Laugalækur

The surface of this new-found land is intriguing in its assortment of cobbles and pebbles with an occasional boulder thrown in for good measure. One can speculate how far the vivid rhyolite has traveled while recording the contrast it renders against the abundant basaltic gray. Evident in most of the discernible shapes is the combination of sheer crushing vertical pressure along with the rolling, grinding motion of the flow direction. All this more or less embedded in a matrix of finely or not so finely ground gravel.

For me the manner of depicting this relationship in a drawing takes on a semblance of the process which has rendered the motive in the first place. The grain of the intelligible set in the noise of the ground jumble. All within a frame of reference containing the points of the compass, height and depth in the landscape.

hátt í skeri

korn&kliður 08 12 2018002

urð og grjót I 20x29 2018

foss vestan

grain&noise I

foss álar 20x29 2018

noise and grain 003

korn&kliður 08 12 2018006

sjávar lag III

grain&noise X

 

 

snjóalög // snowdrifts

Skaflar á Hellisheiði 21x28 2018Á þessum tíma árs fara snjóalögin að breytast og dragast saman í fannir eða skafla, sem þegar lengra líður komast í bráða útrýmingarhættu. Þar sem land stendur lægra tolla þessar leifar vetrarins lengst í glompum og gjótum hraunbrúnanna.

Á nokkra vini í jaðri Svínahraunsbruna sem hvað úr hverju fara sennilega að vera ósköp tuskulegir enda þótt hvíti liturinn sé ennþá tiltölulega sterkur og tær. Uppi á heiðinni eru breiðurnar tiltölulega samhangandi en þess væntanlega ekki langt að bíða að sæll og þýður sunnanvindurinn hefli ofan af dýrðinni þannig að eftir sitji grómaðar ræmur þess sem var.

Snjóalög á Hellisheiði 21x28 2018

  • Tvær skissur  21×28  2018  //  Two sketches  21×28  2018

//  At this time of year the snowdrifts undertake a metamorphosis and draw themselves together in single banks or piles, which herald grave danger of extinction. In the lower reaches of the land these remnants of the winter are longest seen in nooks and crannies of the steeper lava-field edges.

I have a few friends in the perimeter of the Svínahraun lava-flow, and those are currently not in the best of health, although they still sport remarkably white and pure colours. Up on the heath (Hellisheiði) the drifts are more or less continuous but presumably we will soon have episodes of gentle and mild southerly breeze that will scrape the pristine appearances rendering sullied patches of that which was.

 

landsins lund // the inclination of land

Það hafa sagt við mig menn að í landslagsmálverki sé heldur lítil frásögn. Í besta falli megi greina af gömlum slíkum myndum hvort jöklulbungur hafi verið háreistari um aldamótin nítjánhunduð en þær eru í dag. Og á slíkri greiningu sé jafnframt og ævinlega fyrirvari sem snýr að sannferðugleika þess sem pensilinn hefur mundað hverju sinni.

Ég er sammála því upp að vissu marki að klassísk landslagsmynd eigi að vera sannferðug – í þeim skilningi að í myndinni megi greina stund, stað og tíma. Stundin er hvenær dagsins, tíminn er hvenær ársins og staðurinn er … ja þar á landi sem þér finnst þú vera niður kominn. Sú forsenda gefur vissulega til kynna að staður geti afstæður og jafnvel eingöngu til í hugskotinu. Ég hef minnst á þetta í fyrri póstum um sagnir af landi og frásögnina í verkinu. Tengist því að sjálfsögðu að stundum er heiti myndar nauðsynleg tilvísun til sagnar eða þess staðar sem lagt er út frá.

Með þetta hugfast er ég þeirrar skoðunar að teiknuð eða máluð mynd af landi geti sagt töluverða sögu. Og ég fer ekki ofan af því að sú saga geti meðal annars verið um landsins lund og líðan. Er til dæmis alveg handviss um að birkihlíð sem er undirlögð af „feta“ einhverrar tegundar hefur það tiltölulega skítt. Og þar segir liturinn eiginlega alla þá sögu sem segja þarf.

birki(feta)hlíð 39X20 2018

birkihlíð akvarella 20×29 2018  //   birch-slope aquarelle 20×29 2018

//  I am sometimes told that there is very little narrative in landscape paintings. At best such pictures can be used to derive how a given glacier was shaped at turn of an earlier century. And it always follows that such use hinges on the truthfulness of whoever it was that was responsible for operating the brush.

I concur that a ‘classic’ landscape picture should be truthful – in the sense that it should be possible to gather a notion of circumstances in terms of when and where, including the season and time of day.

As to the locality the references become – for me – a bit fuzzy. As to where; this is wherever it seems to you to be the place. This premiss indicates of course that the locality may be an abstraction and perhaps only existing in the mindset. I have mentioned this in earlier posts on legendary lands and the narrative in the work. Obvious furthermore that sometimes the name given to a picture is a necessary reference to a story or given place.

Bearing this in mind I think that a narrative may be included when drawing or painting land. And I firmly believe that the story may reflect how the land is ‘inclined’ (and not in the geological sense). Likely for example that a birch-slope festered by moths is not having the best of days. And the colour really says it all.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

í kyrrðinni er andinn // the sanctified calm

Um þessar mundir hanga myndir eftir mig uppi í skrifstofum sambandsins.

„í kyrrðinni er andinn“ er yfirskriftin sem ég valdi. Hún vísar einkum til sérlega sterkrar upplifunar úr Víknaslóðaferðinni á liðnu sumri (sjá fyrri póst) þegar ég gekk ásamt hópnum góða í gegnum þétta en alveg stillta þokuna. Þá framkallaði staður og stund svolítið upphafið ástand sem helst minnti á það þegar maður kemur inn í kunnuglegt hús en upplifun af öllum hlutföllum – hæð, breidd og dýpt – er framandi og ný. Ef til vill nokkuð svipað því sem stundum hendir þegar komið er á stað sem ekki hefur verið heimsóttur frá því í bernsku, nema í hina áttina ef svo má að orði komast.

skriðu bali 20x29 2018

skriðu  bali blýantsteikning 20×29 2017  //  gravel  hillside pencil drawing 20×29 2017

Þessi teikning er annars spes því í henni bregður fyrir mannsmynd þar sem fjarskinn rennur saman við þokuna. Nú hafa bæði persónur og leikendur verið kyrfilega útlægar úr landslagsskileríinu hjá mér hingað til og þess vegna er ég kannski að komast á eitthvert annað ról. Fór allavega á módelteikningarnámskeið hjá Jóni Axeli í haust og er því búinn að rifja upp hvernig eigi að bregða blýanti á mannsformið. Meira um það síðar.

víkna slóðir I 20x29 2018

víkna slóðir I blýantsteikning 20×29 2017  //  trail of inlets I pencil drawing 20×29 2017

//  Some of my work adorns for the time being the office space where I work, meaning the premises of the Icelandic Association of Local Authorities.

the sanctified calm is the tag line I chose because a number of pictures derive from hiking the trails of the Inlets mentioned in an earlier post. The reference here is to a particularily strong notion of space and occasion, when when group walked through quite dense but absolutely still fog. This evoked an elevated sense of dimensions not entirely unlike the feeling when you enter a familiar house but the perception of height, width and depth is new and alien in a subtle way. This may well be associated with entering a place you haven’t visited since you were a child, but works in the opposite direction if you will.

hlíða læða í hólunum 20x29 2018

hlíða  læða blýantsteikning 20×29 2017  //  skulking  fog pencil drawing 20×29 2017

 

 

 

 

úrvalsfellið // mount superior

Í flestu tilliti er Úlfarsfellið okkar hér á suðvesturhorninu mikið ‘úrvals’fell. Fá fjöll eru aðgengilegri og síðan er það mín reynsla að maður hafi yfirleitt vindinn í bakið á leiðinni upp. Og skýjafarið er alltaf sérlega áhugavert og dregur fram jökulmótað ‘kollalandslagið’ upp af Hafursvatninu og þar austur af í áttina að Þingvöllum.

Við Sólborg fórum á Úlfarsfellið í gær í litlum en kröftugum hópi samstarfsfólks míns hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Lánasjóði sveitarfélaga. Það gekk á með skúrum og svolítill strekkingur þegar upp var komið. Ekki gafst færi á að taka skissu en í handraðanum á ég hins vegar mynd af þrykki úr seríunni um kjarna fjalla þar sem Úlfarsfellið er í þristinum „innansveitarkrónikka“ (ásamt Lágafelli og Mosfelli).

Úlfarsfell á vef II

Úlfarsfell þurrnál 21×30  2015  //  Mount Úlfarsfell drypoint 21×30 2015

Þórdís lánastjóri hjá Lánasjóði sveitarfélaga var ein af göngufélögunum. Átti líka afmæli og þess vegna lauk förinni í kaffi heima hjá þeim Dagbjarti í höfðahverfinu í Mosó. Fannst það svolítið eins og að bera síld til Siglufjarðar að færa þeim – í tilefni dagsins – mynd af Úlfarsfelli (sem þau hafa jú fyrir augunum alla daga). Í staðinn er myndefnið sótt austur á land en þar var ísaldarjökullinn ennú atkvæðameiri við landmótunina en hér á suðvesturhorninu. Til hamingju með daginn Þórdís!

Heiðarendi (skissa) 20x29 2017

Heiðarendi akvarella 20×29  2017  //  Heath’s end aquarelle 20×29 2017

//  In terms of access there is no mount in my vicinity that is superior to Úlfarsfell. Although the elevation is not spectacular (a mere 307 m) the view from the top is excellent, giving a panorama of the glacier carved promontories above lake Hafravatn and to the east in the direction of Þingvellir. It is also my experience that you frequently have the wind int the back going up and often enjoy a really interesting setting of clouds which allow for bursts of sunshine and ‘sunspots’ moving through the landscape.

Yesterday Solborg and I took the trail in company with my colleagues from work (and spouses). There were more bursts of showers than sunshine and a rather stiff wind when we got to the top. No sketches were made but I have a print from the series I made in 2015 called the core of mountains. The series is arranged in groups of three where Úlfarsfell is portrayed along with two other nearby mounts (Mosfell and Lágafell). The name given refers to the title of Halldór Laxness’ novel Innansveitarkronika. 

When the hike was concluded we were invited to coffee and waffles in the home of my colleague Þórdís (whose birthday it was) and her husband Dagbjartur. They live in Mosfellsbær and have a great view of Úlfarsfell out of their living room window. It was therefore like carrying coal to Newcastle to make a birthday present of Úlfarsfell. Instead the motive is from the east where the ice-age glacier was even more industrious than here in the southwest, carving out heaths and promontories.

 

 

á Víknaslóðum // on the trails of the Inlets

Við Sólborg gengum Víknaslóðir í sumar í afar skemmtilegum hópi. Aðstæður leyfðu ekki mikla skissuvinnu en upplifunin var sterk í þokunni og auðvelt að framkalla stemmninguna að nýju.

Víknaslóðir (útmeð hlíðinni í Loðmundarfirði, við Karlfell og í Húsavík).

//  This summer me and Solborg took the trails of the Inlets on the eastern shore-board. Circumstances did not allow for much sketching. The impression of travelling in the fog was nevertheless quite strong and easy to recall the atmosphere.