ríki sjávar // sea state

ríki sjávar // sea state

There's no roses in this garden
No sun melting in the sea
I've been over and over and over and over it
You live for the final dance
Take your seven veils and sail the seven seas

//

Engar rósir finnur í þessum garði 
Sól ei rennur saman við sæinn
Mitt hlutskipti aftur og aftur og aftur og aftur
Þú lifir fyrir lokadansinn
Taktu þínar slæður sjö og leggðu á höfin sjö
Úr texta við lagið “Seven veils” af plötu hljómsveitarinnar Elbow, 
Giants of All Sizes útg. í október 2019 (snörun TrÞ)

Það er áhugavert viðfangsefni að koma til skila upplifun af ríki sjávar í mynd. En hvort kemur þar á undan: lína eða flötur? Og hvar er víddin sem geymir tímann?

Tengingin við slæðurnar sjö í textabrotinu hér að framan kemur upp í hugann þegar horft er til hafs. Sýnin er að sönnu dáleiðandi, hvort sem það er merlandi birtan á sléttum haffletinum eða ofsafengin óreiðan í brimöldunni.

Sjöslæðudansinn er annars þekkt minni úr menningarsögunni. Í leikriti Oscars Wilde er dansinn nokkurs konar gjörningur sem Salóme (sem leikritið er nefnt eftir) framkvæmir áður en hún smellir kossi á afhöggvið höfuð Jóhannesar skírara.

Leikritið mun hafa verið á leiðinni á fjalirnar í London árið 1892 þegar sviðsetningin var stöðvuð  vegna ritskoðunar. Lagabókstaf frá árinu 1843 var beitt sem heimilaði the Lord Chamberlain að banna uppfærslur á biblíusögum sem færu gegn góðum siðum, allsherjarreglu og almannafriði.

Hjá Wilde birtist Salome sem tákn lostablandinnar girndar og táldráttar. Hlutskipti flagðsins (hvort sem við lítum á það sem sjálfvalið eða ekki) höfðaði án efa til höfundarins sem sjálfur var dæmdur flagari og sat í fangelsi þess vegna á árunum 1885-1897.

Í meðförum frönsku symbólistanna var Salomé hins vegar tákn blindrar nauðhyggju og stóð fyrir þá frumkrafta sem véla um örlög manna. Á meðan Wilde fókuseraði á tælinguna að voru Frakkarnir meira uppteknir af því að Salomé hefði lítið um hlutskipti sitt að segja og hefði ævinlega þurft að stíga dansinn – aftur og aftur ef því væri að skipta.

Um Salomé í frægri vatnslitamynd Gustave Moreau segir franski rithöfundurinn Joris-Karl Huysmans í skáldsögu sinni À rebours frá 1884:

Elle n’était plus seulement la baladine qui arrache à un vieillard, par une torsion corrompue de ses reins, un cri de désir et de rut; qui rompt l’énergie, fond la volonté d’un roi, par des remous de seins, des secousses de ventre, des frissons de cuisse; elle devenait, en quelque sorte, la déité symbolique de l’indestructible Luxure, la déesse de l’immortelle Hystérie, la Beauté maudite, élue entre toutes par la catalepsie qui lui raidit les chairs et lui durcit les muscles; la Bête monstrueuse, indifférente, irresponsable, insensible, empoisonnant … .

 

Ekki lengur óbreytt dansstúlka, sem dregur fram lostafull frygðaróp hjá gömlum manni […] heldur birtist hún nú sem nokkurs konar táknræn holdgerving ævagamals siðar, gyðja ódauðlegs æsings og bölvun hinnar æðstu fegurðar. Þetta kallaði hún fram með flogakenndum kippum sem hreyfa holdið og strengja vöðvana: ófresk skepna, skeytingarlaus, ábyrgðarlaus og eitrandi … .

Textabrotinu er snarað úr ensku (af Wikipedia).

Upplifunin af ríki sjávar færir mér heim sanninn um að Wilde og frönsku symbólistarnir voru örugglega að tala um sama hlutinn. Leiðslumátturinn er sá sami hvort sem frumkraftar eiga í hlut eða sjálfvalið hlutskipti flagarans. Og staðreyndin er sú að sjórinn tælir mannskepnuna. Minnisstæðar eru myndirnar af flóðbylgjunni sem er við það að skella á strönd Aceh-héraðs í Indónesíu á jóladag 2004. Í forgrunni eru túristarnir sem höfðu hópast niður að fjörunni til þess að fylgjast með. Á myndunum sjást hvergi dýr, enda höfðu þau forðað sér upp í hæðirnar.

brimskafl // swell

Ég er teiknari í grunninn og lýsi efnistökum mínum gjarnan þannig að þau felist í sígildri leit að einingu milli teikningar og málverks – línu og flatar.

Ég hef stundum spreytt mig á því að skissa öldur og sjólag. Þetta voru venjulegar blýantsteikningar sem mig langaði síðan til þess að færa yfir í lit.

Þá varð ég þess var að fátt handfast var í stóra litaboxinu sem keypt hafði verið á Spáni. Þar voru engir litblýantar með þeim tónum sem ég var á höttunum eftir. Það vantaði hreinlega alla bláu og grænu tónana! Enginn hörgull var hins vegar á bleiku teikniblýi í þessum spánska kassa (¡Puaf!) – á þeim enda var pallettan fullsetin og lítið notuð.

Frekar en að deyja ráðalaus tók ég til bragðs að nýta það sem til var, skanna síðan teikninguna og gera tilraun með myndvinnslu þar sem myndinni er snúið við. Það er gaman að þessu því hér er kominn kjarninn í  hinni klassísku grafísku aðferð sem öll snýr að vinnu með pósitíft og negatíft, speglanir og snúninga.

Til urðu litblýantsteikningar, skannaðar í hárri upplausn og meðhöndlaðar í myndvinnsluforritinu GIMP. Fyrir utan togstreituna á milli teikningar og eiginleika málverks er slagurinn sá sami og var hér áður, þ.e. að leyfa ekki tækninni að ráða för. Ég einsetti mér því að músarklikkin væru ekki nema tvö eða þrjú eftir að teikningin hafði verið skönnuð inn.

Verkin urðu til á tímabilinu frá því í byrjun mars og út apríl á því skrítna herrans ári 2020. Sjógangur, brimskaflar, öldurót og flóð töluðu þá sterkt til mín en ég hlustaði einnig út í eitt á bresku hljómsveitina Elbow. Nýjasta hljómplatan þeirra, Giants of All Sizes, var gefin út í október 2019 en datt af einhverjum ástæðum ekki inn á radarinn fyrr en á útmánuðum. Áhugaverðar tengingar, því leiðarstef Guy Garveys og félaga er uppgjörið við Brexit; einangrun, missir, fjarlægð og fjarvera.

flóð // deluge

Er hlutskipti eyjarskeggjans sjálfvalið? Og getur hann eitthvað gert en taka slæðurnar og leggja á höfin sjö?

mangað við ölduna // courting the swell
með fjöll og dal og bláan sand  //  with mounts and valleys and blue sand
gutlar við útnára // wavelets on a barren shore
krappur sjór // choppy sea
alda við höfða // wave by the headland
af löngum sandi // from a long beach
brot á landi // breaker on land
kjalsog // wake
bárur við breiða vík // wavelets in a broad bay
særok // cross swells
á liggjandanum // tide turning
röst // sea torrent
fellur að
djúpsjávarríki // deep sea state
brimgarðar // breakers
alda // wave
heimsendaskeytið // the end of the world news
við svaltanga // by the foreland
við selavog // by the seal bay
flóðbylgja // tsunami
standandi alda // standing wave
brimurð

1 thought on “ríki sjávar // sea state

  1. Hi Tryggvi, I think your new paintings are amazing. Really fresh and put you in the mood of the sea. Such nice different new work. I will try and send them via Whats App to Ida, who is ok still. Ida and I did a painting class for a few weeks till all this happened, and I enjoyed copying Chinese paitings, which I put on vases. Best wishes to all, Thora

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s