






Hugmyndin að þessari seríu kviknaði einhverju sinni þegar ég í launavinnunni var að áherslumerkja skjal, gott ef það var ekki nýútgefinn ríkisstjórnarsáttmáli. Áttaði mig á því að ég hafði áður yfirstrikað þennan nákvæmlega sama texta!
Efniviðurinn hér eru textar eins og þeir sem ég vinn með dagsdaglega, brot með ýmiskonar áherslum. Þeir eru meðhöndlaðir til sérstaks viðbótaráhersluauka með yfirstrikunum sem sjónrænt mynda þéttan vefnað.Tvívíður textinn fær því ávæning af þriðju víddinni – dýptinni. Fjórða víddin – tíminn – er þarna einnig enda er hið ritaða orð sjaldnast tímalaust – eða hvað?
There's no roses in this garden No sun melting in the sea I've been over and over and over and over it You live for the final dance Take your seven veils and sail the seven seas // Engar rósir finnur í þessum garði Sól ei rennur saman við sæinn Mitt hlutskipti aftur og aftur og aftur og aftur Þú lifir fyrir lokadansinn Taktu þínar slæður sjö og leggðu á höfin sjö
Úr texta við lagið “Seven veils” af plötu hljómsveitarinnar Elbow, Giants of All Sizes útg. í október 2019 (snörun TrÞ)
Það er áhugavert viðfangsefni að koma til skila upplifun af ríki sjávar í mynd. En hvort kemur þar á undan: lína eða flötur? Og hvar er víddin sem geymir tímann?
Tengingin við slæðurnar sjö í textabrotinu hér að framan kemur upp í hugann þegar horft er til hafs. Sýnin er að sönnu dáleiðandi, hvort sem það er merlandi birtan á sléttum haffletinum eða ofsafengin óreiðan í brimöldunni.
Sjöslæðudansinn er annars þekkt minni úr menningarsögunni. Í leikriti Oscars Wilde er dansinn nokkurs konar gjörningur sem Salóme (sem leikritið er nefnt eftir) framkvæmir áður en hún smellir kossi á afhöggvið höfuð Jóhannesar skírara.
Leikritið mun hafa verið á leiðinni á fjalirnar í London árið 1892 þegar sviðsetningin var stöðvuð vegna ritskoðunar. Lagabókstaf frá árinu 1843 var beitt sem heimilaði the Lord Chamberlain að banna uppfærslur á biblíusögum sem færu gegn góðum siðum, allsherjarreglu og almannafriði.
Hjá Wilde birtist Salome sem tákn lostablandinnar girndar og táldráttar. Hlutskipti flagðsins (hvort sem við lítum á það sem sjálfvalið eða ekki) höfðaði án efa til höfundarins sem sjálfur var dæmdur flagari og sat í fangelsi þess vegna á árunum 1885-1897.
Í meðförum frönsku symbólistanna var Salomé hins vegar tákn blindrar nauðhyggju og stóð fyrir þá frumkrafta sem véla um örlög manna. Á meðan Wilde fókuseraði á tælinguna að voru Frakkarnir meira uppteknir af því að Salomé hefði lítið um hlutskipti sitt að segja og hefði ævinlega þurft að stíga dansinn – aftur og aftur ef því væri að skipta.
Um Salomé í frægri vatnslitamynd Gustave Moreau segir franski rithöfundurinn Joris-Karl Huysmans í skáldsögu sinni À rebours frá 1884:
Elle n’était plus seulement la baladine qui arrache à un vieillard, par une torsion corrompue de ses reins, un cri de désir et de rut; qui rompt l’énergie, fond la volonté d’un roi, par des remous de seins, des secousses de ventre, des frissons de cuisse; elle devenait, en quelque sorte, la déité symbolique de l’indestructible Luxure, la déesse de l’immortelle Hystérie, la Beauté maudite, élue entre toutes par la catalepsie qui lui raidit les chairs et lui durcit les muscles; la Bête monstrueuse, indifférente, irresponsable, insensible, empoisonnant … .
Ekki lengur óbreytt dansstúlka, sem dregur fram lostafull frygðaróp hjá gömlum manni […] heldur birtist hún nú sem nokkurs konar táknræn holdgerving ævagamals siðar, gyðja ódauðlegs æsings og bölvun hinnar æðstu fegurðar. Þetta kallaði hún fram með flogakenndum kippum sem hreyfa holdið og strengja vöðvana: ófresk skepna, skeytingarlaus, ábyrgðarlaus og eitrandi … .
Textabrotinu er snarað úr ensku (af Wikipedia).
Upplifunin af ríki sjávar færir mér heim sanninn um að Wilde og frönsku symbólistarnir voru örugglega að tala um sama hlutinn. Leiðslumátturinn er sá sami hvort sem frumkraftar eiga í hlut eða sjálfvalið hlutskipti flagarans. Og staðreyndin er sú að sjórinn tælir mannskepnuna. Minnisstæðar eru myndirnar af flóðbylgjunni sem er við það að skella á strönd Aceh-héraðs í Indónesíu á jóladag 2004. Í forgrunni eru túristarnir sem höfðu hópast niður að fjörunni til þess að fylgjast með. Á myndunum sjást hvergi dýr, enda höfðu þau forðað sér upp í hæðirnar.
Ég er teiknari í grunninn og lýsi efnistökum mínum gjarnan þannig að þau felist í sígildri leit að einingu milli teikningar og málverks – línu og flatar.
Ég hef stundum spreytt mig á því að skissa öldur og sjólag. Þetta voru venjulegar blýantsteikningar sem mig langaði síðan til þess að færa yfir í lit.
Þá varð ég þess var að fátt handfast var í stóra litaboxinu sem keypt hafði verið á Spáni. Þar voru engir litblýantar með þeim tónum sem ég var á höttunum eftir. Það vantaði hreinlega alla bláu og grænu tónana! Enginn hörgull var hins vegar á bleiku teikniblýi í þessum spánska kassa (¡Puaf!) – á þeim enda var pallettan fullsetin og lítið notuð.
Frekar en að deyja ráðalaus tók ég til bragðs að nýta það sem til var, skanna síðan teikninguna og gera tilraun með myndvinnslu þar sem myndinni er snúið við. Það er gaman að þessu því hér er kominn kjarninn í hinni klassísku grafísku aðferð sem öll snýr að vinnu með pósitíft og negatíft, speglanir og snúninga.
Til urðu litblýantsteikningar, skannaðar í hárri upplausn og meðhöndlaðar í myndvinnsluforritinu GIMP. Fyrir utan togstreituna á milli teikningar og eiginleika málverks er slagurinn sá sami og var hér áður, þ.e. að leyfa ekki tækninni að ráða för. Ég einsetti mér því að músarklikkin væru ekki nema tvö eða þrjú eftir að teikningin hafði verið skönnuð inn.
Verkin urðu til á tímabilinu frá því í byrjun mars og út apríl á því skrítna herrans ári 2020. Sjógangur, brimskaflar, öldurót og flóð töluðu þá sterkt til mín en ég hlustaði einnig út í eitt á bresku hljómsveitina Elbow. Nýjasta hljómplatan þeirra, Giants of All Sizes, var gefin út í október 2019 en datt af einhverjum ástæðum ekki inn á radarinn fyrr en á útmánuðum. Áhugaverðar tengingar, því leiðarstef Guy Garveys og félaga er uppgjörið við Brexit; einangrun, missir, fjarlægð og fjarvera.
Er hlutskipti eyjarskeggjans sjálfvalið? Og getur hann eitthvað gert en taka slæðurnar og leggja á höfin sjö?
This gallery contains 8 photos.
Sýning í Gallerí Klaustri – Gunnarsstofnun Skriðuklaustri
Opnun sunnudag 8. september 2019 kl. 14:00.
Yfirborð þessa ‘nýfundnalands’ er heillandi með samansafni sínu af grjóti og völum – í bland við stöku hnullung. Maður veltir vöngum hversu langt litskrúðugt líparítið hefur ferðast, þar sem liggur og sker sig frá gráu basaltinu – sem nóg er af. Lögunin ber yfirleitt vitni um bæði feykilegan lóðréttan þrýsting sem og lárétta veltandi hreyfinguna í straumstefnunni. Öll formin eru síðan felld inn í eða kaffærð í þéttum vef af fremur fínthörpuðum mulningi, sem þó getur verið býsna grófur.
Fyrir mér er æfingin við að greina þetta sjónarspil í teikningu ekki ósvipað því ferli sem skapaði myndefnið til þess að byrja með. Að koma til skila höndlanlegu grjótinu innan um kliðinn í mulinni og harpaðri jökulurð. Og allt á sér þetta stað með vísan til höfuðátta, hæðar og dýptar í landslaginu.
// grain and noise – pencil drawings in Gallerí Laugalækur
The surface of this new-found land is intriguing in its assortment of cobbles and pebbles with an occasional boulder thrown in for good measure. One can speculate how far the vivid rhyolite has traveled while recording the contrast it renders against the abundant basaltic gray. Evident in most of the discernible shapes is the combination of sheer crushing vertical pressure along with the rolling, grinding motion of the flow direction. All this more or less embedded in a matrix of finely or not so finely ground gravel.
For me the manner of depicting this relationship in a drawing takes on a semblance of the process which has rendered the motive in the first place. The grain of the intelligible set in the noise of the ground jumble. All within a frame of reference containing the points of the compass, height and depth in the landscape.
jökulkriki 30×40 2018
Á þessum tíma árs fara snjóalögin að breytast og dragast saman í fannir eða skafla, sem þegar lengra líður komast í bráða útrýmingarhættu. Þar sem land stendur lægra tolla þessar leifar vetrarins lengst í glompum og gjótum hraunbrúnanna.
Á nokkra vini í jaðri Svínahraunsbruna sem hvað úr hverju fara sennilega að vera ósköp tuskulegir enda þótt hvíti liturinn sé ennþá tiltölulega sterkur og tær. Uppi á heiðinni eru breiðurnar tiltölulega samhangandi en þess væntanlega ekki langt að bíða að sæll og þýður sunnanvindurinn hefli ofan af dýrðinni þannig að eftir sitji grómaðar ræmur þess sem var.
// At this time of year the snowdrifts undertake a metamorphosis and draw themselves together in single banks or piles, which herald grave danger of extinction. In the lower reaches of the land these remnants of the winter are longest seen in nooks and crannies of the steeper lava-field edges.
I have a few friends in the perimeter of the Svínahraun lava-flow, and those are currently not in the best of health, although they still sport remarkably white and pure colours. Up on the heath (Hellisheiði) the drifts are more or less continuous but presumably we will soon have episodes of gentle and mild southerly breeze that will scrape the pristine appearances rendering sullied patches of that which was.
Það hafa sagt við mig menn að í landslagsmálverki sé heldur lítil frásögn. Í besta falli megi greina af gömlum slíkum myndum hvort jöklulbungur hafi verið háreistari um aldamótin nítjánhunduð en þær eru í dag. Og á slíkri greiningu sé jafnframt og ævinlega fyrirvari sem snýr að sannferðugleika þess sem pensilinn hefur mundað hverju sinni.
Ég er sammála því upp að vissu marki að klassísk landslagsmynd eigi að vera sannferðug – í þeim skilningi að í myndinni megi greina stund, stað og tíma. Stundin er hvenær dagsins, tíminn er hvenær ársins og staðurinn er … ja þar á landi sem þér finnst þú vera niður kominn. Sú forsenda gefur vissulega til kynna að staður geti afstæður og jafnvel eingöngu til í hugskotinu. Ég hef minnst á þetta í fyrri póstum um sagnir af landi og frásögnina í verkinu. Tengist því að sjálfsögðu að stundum er heiti myndar nauðsynleg tilvísun til sagnar eða þess staðar sem lagt er út frá.
Með þetta hugfast er ég þeirrar skoðunar að teiknuð eða máluð mynd af landi geti sagt töluverða sögu. Og ég fer ekki ofan af því að sú saga geti meðal annars verið um landsins lund og líðan. Er til dæmis alveg handviss um að birkihlíð sem er undirlögð af „feta“ einhverrar tegundar hefur það tiltölulega skítt. Og þar segir liturinn eiginlega alla þá sögu sem segja þarf.
birkihlíð akvarella 20×29 2018 // birch-slope aquarelle 20×29 2018
// I am sometimes told that there is very little narrative in landscape paintings. At best such pictures can be used to derive how a given glacier was shaped at turn of an earlier century. And it always follows that such use hinges on the truthfulness of whoever it was that was responsible for operating the brush.
I concur that a ‘classic’ landscape picture should be truthful – in the sense that it should be possible to gather a notion of circumstances in terms of when and where, including the season and time of day.
As to the locality the references become – for me – a bit fuzzy. As to where; this is wherever it seems to you to be the place. This premiss indicates of course that the locality may be an abstraction and perhaps only existing in the mindset. I have mentioned this in earlier posts on legendary lands and the narrative in the work. Obvious furthermore that sometimes the name given to a picture is a necessary reference to a story or given place.
Bearing this in mind I think that a narrative may be included when drawing or painting land. And I firmly believe that the story may reflect how the land is ‘inclined’ (and not in the geological sense). Likely for example that a birch-slope festered by moths is not having the best of days. And the colour really says it all.
Um þessar mundir hanga myndir eftir mig uppi í skrifstofum sambandsins.
„í kyrrðinni er andinn“ er yfirskriftin sem ég valdi. Hún vísar einkum til sérlega sterkrar upplifunar úr Víknaslóðaferðinni á liðnu sumri (sjá fyrri póst) þegar ég gekk ásamt hópnum góða í gegnum þétta en alveg stillta þokuna. Þá framkallaði staður og stund svolítið upphafið ástand sem helst minnti á það þegar maður kemur inn í kunnuglegt hús en upplifun af öllum hlutföllum – hæð, breidd og dýpt – er framandi og ný. Ef til vill nokkuð svipað því sem stundum hendir þegar komið er á stað sem ekki hefur verið heimsóttur frá því í bernsku, nema í hina áttina ef svo má að orði komast.
skriðu bali blýantsteikning 20×29 2017 // gravel hillside pencil drawing 20×29 2017
Þessi teikning er annars spes því í henni bregður fyrir mannsmynd þar sem fjarskinn rennur saman við þokuna. Nú hafa bæði persónur og leikendur verið kyrfilega útlægar úr landslagsskileríinu hjá mér hingað til og þess vegna er ég kannski að komast á eitthvert annað ról. Fór allavega á módelteikningarnámskeið hjá Jóni Axeli í haust og er því búinn að rifja upp hvernig eigi að bregða blýanti á mannsformið. Meira um það síðar.
víkna slóðir I blýantsteikning 20×29 2017 // trail of inlets I pencil drawing 20×29 2017
// Some of my work adorns for the time being the office space where I work, meaning the premises of the Icelandic Association of Local Authorities.
the sanctified calm is the tag line I chose because a number of pictures derive from hiking the trails of the Inlets mentioned in an earlier post. The reference here is to a particularily strong notion of space and occasion, when when group walked through quite dense but absolutely still fog. This evoked an elevated sense of dimensions not entirely unlike the feeling when you enter a familiar house but the perception of height, width and depth is new and alien in a subtle way. This may well be associated with entering a place you haven’t visited since you were a child, but works in the opposite direction if you will.
hlíða læða blýantsteikning 20×29 2017 // skulking fog pencil drawing 20×29 2017