spjallað við bændur // chatting with farmers

Heimur batnandi fer: Kúba er að ná einhvers konar sáttum við BNA og vonandi að eftirköst kalda stríðsins verði brátt að baki í Karabíska hafinu, þótt Sámur frændi verði sjálfsagt áfram sjálfum sér líkur. Við Sólborg höfum annars orðið svo fræg að koma til Kúbu. Það var í nóvember 2006 og upplifunin frábær í alla staði. Einn af hápunktunum án efa að fara á útgáfutónleika Tómasar R. Einarssonar og félaga í Casa de la Amistad í Havana.

Diskurinn sem þá var nýkominn út heitir Romm tomm tomm og er í uppáhaldi. Þar má meðal annars finna einhvern albesta ópusinn sem Tómas R. hefur samið: þann sem ber hið þjóðlega heiti Spjallað við bændur. Heitið gefur færi á útúrdúr því það rifjar upp samnefndan þátt sem var á dagskrá Ríkisútvarpsins-hljóðvarps hér á árum áður. Þegar fram liðu stundir þótti þessi ráðahagur – að setja fyrirtaks útsendingartíma undir hugleiðingar bænda og búaliðs – ekki vera alveg í takti við tímann (útvarpsráð voru nú stundum róttæk hér áður). Því varð úr að þátturinn hvarf af dagskránni en sú ákvörðun uppskar ályktun á Búnaðarþingi árið 1978, sem fylgt var úr hlaði með svohljóðandi greinargerð:

Eigi mun ofmælt, að þátturinn Spjallað við bændur, sem árum saman var fastur liður í dagskrá útvarpsins einu sinni í viku, hafi notið almennra vinsælda meðal bænda. Nú hefur útvarpsráð varpað þættinum fyrir borð, hvað sem veldur. Atvinnumálaþættir Magnúsar Bjarnfreðssonar á mánudagskvöldum eru góðra gjalda verðir, svo langt sem þeir ná. En að því, er landbúnaðinn varðar, eru þeir allt annars eðlis en bændaspjallið og geta á engan hátt komið í staðinn fyrir það.

En aftur til Havana þar sem Tómas R. hvatti áfram sína sveit sem samanstóð bæði af kúbverskum og íslenskum músíköntum, m.a. Samúel J. Samúelssyni og þeim bræðrum Óskari og Ómari Guðjónssonum. Á tónleikunum var Spjallað við bændur hraður bruni er kveikti vel í limum áheyrenda sem voru fjölmargir á þessu hlýja nóvemberkvöldi við suðræna strönd. En síðan er til önnur live útgáfa af ‘spjallinu’ á safndiskinum Reykjavík- Havana sem kom út 2009. Sú upptaka var gerð í Moskvu og hér eru engir kúbverjar með meistanum í för, heldur þríeykið Samúel, Ómar og Óskar ásamt Einari V. Scheving á slagverk. Að mínu mati er þessi tónleikaútgáfa ennú betri en sú upprunalega – takturinn er hér allur hægari og það er engu líkara en Tómas R. og félagar vilji draga seiminn á hverri nótu. Þegar ég hlusta á þessa útgáfu dettur mér ósjálfrátt í hug að þarna sé tekið hús á bændum í Skaftafellssýslum, sem margir hafa einmitt þennan háttinn á í spjallinu og taka sér jafnvel hugsunarpásu í miðri setningu!

Síðast þegar ég fór um Skaftafellssýslurnar stoppaði ég á bæjarhlaði í Nesjunum. Ekki náði ég þó neinu spjalli þar við ábúendur, enda þeir allir áreiðanlega á bólakafi í stússi við túrhestana. Náði hins vegar að spá aðeins í Viðborðsfjallið hinum megin við Hornafjarðarfljótin. Óvíst samt að fjallið geti komið í staðinn fyrir spjallið.

Horft til Viðborðsfjalls 250x370

Horft til Viðborðsfjalls  akvarella 25×37 2015

//  The world strives for embetterment; Cuba is reaching some reconciliation with the US of A and one can only hope that cold-war remnants will soon be history in the Caribbean, even though Uncle Sam will probably not change his ways.

Cuba is a wonderful place. Sólborg and I visited the island in November 2006 and had a great stay. There were many things to see but the most memorable event was probably a concert given by Icelandic jazz bassist and composer Tómas R. Einarsson. At the time he had just about issued the disc ‘Rum Tom Tom’ with a line-up comprised both of Cuban and Icelandic musicians. The concert took place in Casa de la Amistad in Havana and it turned out to be a magical evening.

One of Tómas R. Einarsson’s compositions on the disc is called ‘Chatting with farmers’ which instantly makes some associations, because its namesake was a programme, broadcast for many, many years on Icelandic national radio. In the programme farmers were interviewed in situ on all the different aspects of their farming.

Then there came a time when it was thought to be somewhat anachronistic to take prime time on a nationwide broadcast to air some nitty-gritty probes into rural life. In 1977 ‘Chatting with farmers’ was discontinued by the broadcasting service with reference to other programmes that were intended to take its place. That decision, however, earned a rather stiff resolution from the 1978 Farmers’ National Congress which deemed the programme ‘irreplacable’.

The Icelandic traditon is for farmhouses to be built where you have a good view of the surroundings. And when you arrive at these vantage points you may of course chance to meet the farmer and have a chat. The last time I was in the South-east there were some views I wanted to catch, for example the Mt. Viðborðsfjall near Höfn in Hornafjörður. I didn’t, however, meet any farmers to chat with the theory being that all of them are now very much occupied with serving the tourists.

A view of Mt. Viðborðsfjall  aquarelle 25×37 2015

geispi í hugsuninni // a yawn in the train of thought

Vísunin í síðasta pósti til bernskuminninga Þórbergs rifjar upp þegar við fengum gestakennara í grafíkdeildinni. Kennarinn var Pieter Holstein og tengingin við Mynd- og hand var sennilega í gegnum það að margir þaðan höfðu farið til Hollands í framhaldsnám og komist þar í kynni við list Pieters, einkum grafíkverkin sem hann er þekktastur fyrir.

Íslandstengingunni hefur síðan verið viðhaldið því á umliðnum árum hefur Pieter gefið eintök af grafíkverkum sínum til Safnasafnsins: 24 komu 2012, 14 í byrjun árs 2014 og þrjú verk á liðnu hausti (sjá nánar á bls. 14 og 15 í sýningarskrá 2014). Enginn ætti nokkru sinni að ferðast um Eyjafjörðinn án þess að koma við í Safnasafninu og nú er komin þessi líka litla rúsína í pylsuendann ef maður gerist svo heppinn að þrykkin hans Pieters séu uppi á vegg þegar litið er í heimsókn!

Eitt af verkefnunum sem Pieter lagði fyrir okkur grafíknemana vorið 1987 var að gera nokkrum bernskuminningum skil bæði í teikningu og texta. Ein af minningunum sem ég lagði út af var úr ferð um hálendið – ég sat aftur í bíl foreldra minna á leið suður yfir Kaldadal og skimaði til fjalla út um bakgluggann. Sennilega orðinn lúinn af að hristast í bílnum á malarveginum og mögulega hálfsofandi þar sem ég lá með höfuðið á aftursætisbakinu (engin bílbelti í þá daga!). Og síðan allt í einu varð fjallið að baki bílnum að höfði á sofandi yrðlingi sem lá fram á fætur sína. Sofandi

Það var að sjálfsögðu bernskuleikur að sjá alls kyns form í fjöllunum, en í textanum sem fylgdi myndinni velti ég því fyrir mér að svona líkingar yrðu helst til ef það sem maður væri að virða fyrir sér hitti á „geispa í hugsuninni“. Má vera að þetta sé rétt en merkilegt er þá að líkingin skuli hafa fest sig svo rækilega í minni að ég get auðveldlega framkallað hana enn þann dag í dag.

Stöku sinnum lendi ég í svona „geispa“. Síðast gerðist það er við Sólborg vorum á leið austan úr Skaftafellssýslu á fallegu sumarkvöldi nú fyrr í júlí. Þegar við ókum yfir flatirnar vestan Markarfljóts varð mér litið yfir Fljótshlíðina. Ég var í hálfgerðu móki í farþegasætinu – seinna kom á daginn að ég var um það bil að veikjast – og þá gerðist það óforvarandis að Þríhyrningurinn tók á sig mynd af veru sem vakti yfir hlíðarendanum, og ég sá ekki betur en um væri að ræða býsna stórgert hrognkelsi (eða hrokkelsi eins og Kiljan myndi hafa sagt).

Þríhyrningur

//  The reference to Þórbergur’s recollections in the previous post reminds me of when we had a visiting teacher in the printmaking department of college. Pieter Holstein was this teacher and the connection to the Icelandic art college was probably through some of the many art college graduates who went on to the Netherlands for further studies. Holstein’s art, especially the prints, were already at this time held in high esteem and his influence can be traced in the works of many contemporary Icelandic artists.

The Icelandic connection has since been maintained as the Icelandic art museum Safnasafnið has over the past few years received generous gifts from Holstein; 24 prints were given in 2012, 14 at the beginning of 2014 and three last autumn (see page 15 in the museum catalogue for 2014). A visit to Safnasafnið is very highly recommended when travelling in the northern part of Iceland, and you are in for a treat if given the opportunity to view Holstein’s work!

One of the tasks Holstein wanted us printmaking students to perform was to take some childhood recollections and render them both in drawing and text. One of the recollections I worked from is from a trip in the highlands. I was in the rear seat of my parents car going south over the mountain route Kaldidalur and taking in the view of the mountains through the rear window. I was probably getting tired of the trip on the gravel road, and possibly half-asleep where I lay with my head on the back of the rear seat (there were no safety belts in those days!) Then, suddenly, the mountain we were driving away from became a fox puppy, lying asleep on his front paws.

Seeing all kinds of forms in mountains is of course a childhood game but in the accompanying text I wondered if such semblances were more likely to be encountered if the view hit upon „a yawn in the train of thought“. This may well be and noteworthy that the image should have grafted itself so thoroughly on my mind that I can easily recall it to this day.

I have these „yawns“ now and again. The last occurrence was when Sólborg and I were driving through the flats west of river Markarfljót. It was beautiful summer evening earlier in July and my gaze wandered over the slopes of Fljótshlíð. I was drowsy in the passenger seat (it turned out that I was being stricken by flu) and then out of the blue Mt. Þríhyrningur took on the semblance of a rather huge lumpfish, squatting over the end of the hill.

augnagaman // pastime for eyes

Mín eftirlætis dægrastytting er að tefla á vefnum. Stundum verða til skemmtilegar tengingar í gegnum skákina sem einnig varpa ljósi á hvað heimurinn er í raun lítill.

Bandarískur maður sem ég et kappi við tók eftir að ég væri frá Íslandi og sendi þá um hæl mynd af skúlptúr sem vinur hans hafði nýlega rekist á þegar sá var í Íslandsferð. Skúlptúrinn er í mannsmynd, eldrauður að lit og virðist við fyrstu sýn vera gerður úr málmi. Samt er engu líkara en að þessi ferðalangur hafi verði tálgaður úr birkigreinum – maður getur næstum því skynjað sveigjuna í viðnum og þennan yndisleg ilm sem kemur þegar berkinum er flett af birkigrein.

redman in Iceland

Bandaríkjamaðurinn kallaði þetta fyrirbæri „redman“ eða rauðliða og svo virðist sem þessir ferðalangar fari víða, því þeir stinga upp kollinum bæði í heimsborgum og úti í náttúrunni, hvort sem það er nú á bökkum Bodenvatns eða við Gamla Trygg í Yellowstone-garðinum.

Mér finnst skemmtilegt að vita af þessum rauðliða í íslenskri náttúru – og þetta er ekki ágengur listrænn gjörningur eins og dæmi eru um. Sending listmannsins sýnir virðingu fyrir umhverfinu og dregur fram að íslensk náttúra er býsna mögnuð sviðsmynd fyrir skilaboð um stöðu mannsins í heiminum. Sá gjörningur að setja rauðliðann niður er afturkræfur en myndirnar af honum, sem ferðast munu fram og tilbaka, halda skilaboðunum til haga.

Sú spurning vaknaði í spjalli okkar skák- (og list)áhugamannanna hvar á landinu þessi rauðliði hefði tekið sér bólfestu. Jökullinn og sérstaklega fjallið fyrir aftan skúlptúrinn hringdi bjöllu hjá mér og þegar ég rýndi í þetta fannst mér myndin geta komið heim og saman við staðsetningu á Breiðamerkursandi og að þetta myndi vera Fellsfjallið sem þarna bæri við þokubakkann. Fann síðan nýlega frétt frá Náttúrustofu Suðausturlands, þar sem greint er frá landbreytingum á Breiðamerkursandi og gott ef myndin sem fylgir fréttinni tekur ekki af skarið um staðsetninguna, sjá: http://nattsa.is/landbreytingar-a-breidamerkursandi/.

Ótrúlegt annars hvað landbreytingin er hröð á þessum slóðum eins og gamla myndin í fréttinni sýnir. Náttúrustofan vaktar þessar breytingar og skemmtileg er sú tenging við stofuna að þar starfar sem náttúrufræðingur hann Jóhann Helgi Stefánsson sonur minnar góðu vin- og samstarfskonu Sigríðar Kristinsdóttur.

Talandi um tengingar of Fellsfjalið þá er nú ekki annað hægt en að leita í smiðju til meistara Þórbergs (eins og ég hef svosem áður gert):

Suðurhlið Fellsfjalls snöri út að hafinu. Það sást aðeins austurjaðarinn á henni heiman frá Hala. En hún blasti við manni utan af fjörum og af austanverðum Breiðamerkursandi. Hún var stórkostleg klettasköpun, belti upp af belti, flug upp af flugi, ennþá mikilfenglegri og brattari en klettarnir fyrir ofan Breiðabólstaðarbæinn. Og hún var dekkri á litinn og eins og fastari í sér. Og mér sýndist hún vera unglegri svona um þrítugt, ef þeir væru um fimmtugt.

Yndisleg er skaftfellskan sbr. þetta um hlið fjallsins sem „snöri“ út að hafinu. Og fjallshlíðin sem verður að unglegri fyrirsætu, sem þeir standa og glápa á miðaldra klettakallarnir upp af bænum. Og Þórbergur heldur áfram:

 Þegar maður horfði frá Hala á suðurenda Fellsfjalls, gein við manni dimm gjá, sem byrjaði neðst í klettunum og náði langt upp eftir þeim lóðrétt og sýndist ganga djúpt inn í fjallið. Það var líkast því sem fremsti hluti þess væri klofinn frá aðalfjallinu.

Það hvarflaði aldrei að mér að hugsa út í, hvernig þessu væri farið. Fellsfjall var listaverk og þessi gjá var nauðsynlegt atriði í listaverkinu, sem maður átti að hafa augnagaman af, en ætti ekki að reyna að skilja.
Þórbergur Þórðarson: Í Suðursveit, bls. 164.

Þetta með augnagamanið verður hver að skilja á sinn hátt. Fyrir mína parta á ég Fellsfjallið í skyssu frá því í fyrra, sem bíður nánari úrvinnslu.

Fell við sand // Fell by sand  15x25  2014

Fell við sand // Fell by sand 15×25 2014

//  My favorite pastime is playing chess over the internet. Sometimes the games create interesting connections and even go to show how small this world of ours really is.

An American I am playing noticed that I am from Iceland and sent a message with a photo of a sculpture a friend of his had seen while travelling in the country. The sculpture is in the form of a man, stark red in colour and possibly made from metal. Nonetheless the immediate impression is that this traveller has been carefully whittled from birch branches, you can almost sense a supple, yew like quality, and the sweet aroma you get when debarking birch.

The American called this phenomenon “a redman” and it seems that he has brethren in many corners of the world, both in metropolitan cities and out in nature, be it on the shores of Lake Constance or by Old Faithful in the Yellowstone Park.

I am happy with the thought of having one of the redmen in the Icelandic outdoors – and this is certainly not an invasive artistic performance such as there have been some instances of in recent years. The dispatch of the sculptor indicates respect for the environment and indeed shows the potent scenery of Icelandic nature when it comes to art’s message on the place of man in this world. It is also fitting that the photos of the redman have now travelled back and forth – another reminder of how the global village works.

When we chess (and art) enthusiasts were exchanging messages, the question arose as to the location of this Icelandic redman. The glacier, and, in particular, the mountain in the background, rang a certain bell in my mind and as I scrutinized the photo I felt that the location might be in Breiðamerkursandur, South-East Iceland. The promontory feature jutting into the fog would be Mt. Fellsfjall (literally Mountmountain!). I then found a piece of news from the South East Iceland Nature Research Center on the Breiðamerkur-glacier than once covered most of the sand but is now retreating. Pictures accompanying the news seem to validate that the location is indeed somewhere on the eastern part of Breiðamerkursandur.

If you compare the old picture with the new one it is incredible to see the how much the landscape has changed. These changes are monitored by the Research Center and there you have one more of those Icelandic connections as the son of my friend and colleague Sigríður Kristinsdóttir works there as a naturalist.

Speaking of connections in relation to Mt. Fellsfjall it is of course highly appropriate to quote the author Þórbergur Þórðarson, as I have done before.

The south slope of Fellsfjall faced the shore. From Hali [the farm] you could just about manage to see its easternmost part. The slope is a spectacular cliff-form, with its sheer and hanging rock layers, even more impressive and steeper than the cliffs above our farm. And the slope was darker in colour and in some way firmer. To my eye, the slope was younger as if she was around thirty while the other cliffs above the farm were more like around fifty.

It should be pointed out that this is not a proper translation, but it includes something which can be seen in some instances in Þórbergur’s childhood recollections, where he subtly personifies the mountains. The slope, therefore, becomes a young ‘she’ whereas the other cliffs are portrayed somewhat like middle age men. And the passage from the recollections goes on:

When you viewed the southernmost part of Fellsfjall from the farm, there was a very prominent, dark cleft that began at the lowest point of the cliffs and traversed them a long way vertically, and seemed to run deep into the mountain. It was almost as if its closest part was separated from the main mount.
It never occurred to me to think about the circumstances. Fellsfjall was a piece of art and the cleft was as essential part of the work – a piece to have as a pastime for eyes, but not as a venture for understanding.

This relation to a pastime for eyes is up to each and one to understand. For my part, I have a sketch of Fellsfjall from last year which awaits further work.