landslög // landscapes

NauthagiAthugull kann að hafa tekið eftir fleirtölumyndinni „landslög“ í síðasta pósti en ég hef svolítið verið að halda henni á lofti allt frá því að ég datt niðrá að kalla sýninguna mína árið 2012 því nafni. Í sýningarskránni lagði ég út af meistara Þórbergi:

„Við fengum indælt veður á leiðinni austur. Þessi nýju landslög verkuðu sterkt á mig. Í þá tíð var ekki farið að geisa um óskaplega fegurð af einhverju fjalli eða tindi. Þess vegna tók ég ekki eftir neinni fegurð af Almannaskarði.“

Síðan sagði í sýningarskránni:

Mér finnst gaman að sjá hvernig Þórbergur notar fleirtöluna – landslög – í þessari tilvitnun úr fjórðu bók, þegar hann lýsir því þegar hann fer í fyrsta sinn austur um í gegnum Lónssveit og áfram. Þetta er eftir „konfirmasjónina“ þannig að ferðin er sennilega farin 1902. Landslög koma síðan víðar fyrir í upprifjunum hans. Meðal annars segir af því í Rökkuróperunni að faðir Þórbergs hafi spurt mann austan úr Héraði „mikið um landslög og vatnsföll og afstöður bæja“. 
Fyrir mína parta man ég vel þegar ég kom í fyrsta sinn í Almannaskarð og sá útsýnið opnast yfir Skarðsfjörðinn, Nesin og Höfn. Það var árið 1987 og á þeim tíma var vissulega búið að tala lengi og mikið um fjöll og tinda. Íslendingar voru einnig svo heppnir á þeim tíma að þá höfðu lifað og starfað fólk með hæfileika til þess að segja frá því í myndum – fremur en tali – hvernig landslögin verkuðu á það. Þjóðin hefur síðan verið tiltölulega óheppin og ekki síst í því að nú er búið að bora gat í gegnum Almannaskarðið þannig að ferðalangurinn verður að leggja á sig krók til þess að sjá útsýnið opnast fyrir augunum, án þess að það hafi áður verið rammað inn af gangnamunnanum. 
Það hefur líka lengi loðað við íslenska þjóðarsál að orð væru til alls fyrst – eins og segir í máltækinu. Og sumir hafa áttað sig helsti seint á þessari tilhneigingu og hætt að búa til myndir og einbeitt sér að tali og orðasmíð. Fyrir vikið eigum við orðagnótt og getum sótt líkingar og stemmningar í djúpan brunn. 
Þetta rann upp fyrir mér þegar var að nálgast tind Arnarfells mikla um mitt sumar í fyrra [2011] og horfði á langan skafl hlykkjast um gilbarminn beint fyrir neðan mig. Það var engu líkara en hér væri komin rönd af hvítum glassúr úr sprautu einhvers himnesks bakara. Skyggingin í röndinni undirstrikaði hvað hún var þykk og meira segja var hægt að sjá hvernig glúkósinn hafði aðeins skriðið til undan þyngdaraflinu. Maður fékk bókstaflega vatn í munninn. 
Það er miklu síður að gamansöm líking – eða orð yfirleitt – nái að lýsa því sem fyrir augun bar þegar þau hvörfluðu að sjóndeildarhringnum og tóku inn fjarskann sem af þessum sjónarhóli virtist nærri óendanlegur. Í nálægð við slíka víðáttu reyndist mér erfitt „að hugsa órökrétt“ eins og Þórbergur sagði  um Steinafjallið.

Nauthagi (úr Þjórsárverum) 13×18  2012 [ljósmynd Vigfús Birgisson]

// This post relates to my 2012 exhibition which I named „ “landscapes”. There was a pun intended as in Icelandic the plural form „landslög“ almost exclusively refers to the laws and statutes from the legislator. This ambiguity served my purpose being a trained lawyer in addition to an artistic background!

There are very few instances in Icelandic texts where the plural form „landslög“ occur meaning landscapes. One is in book four of the childhood recollections of Þórbergur Þórðarson, the greatest (in my opinion) Icelandic writer of the twentieth century. The quotation at the beginning of the post is one such instance which may be translated thus:

“We got lovely weather on the way east. The new landscapes influenced me strongly. In those days you didn´t ramble on about the beauty of some mountain or peak. That is why I didn´t notice any special beauty in the view from the Almannaskarð mountain pass.”

The extended quotation in the post is from the 2012 exhibition catalogue where I ramble on about landscape and beauty with reference to the landscapes being shown. This text, however, does not lend itself well to translation.

Nauthagi (in Þjórsárver Nature Reserve) 13×18  2012 [photo Vigfús Birgisson]

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s