Ljósmyndir og verk // Photographs and works

Sumir af gestum mínum á sýningunni hér á Akureyri, spyrja hvort ég noti ljósmyndir í verkunum. Stundum er tvinnað við að séð utan af götu líti verkin út eins og ljósmyndir. Það sé fyrst þegar viðkomandi fer að rýna í myndirnar að mál„verkið“ komi í ljós.

Þessar vangaveltur eru jákvæðar og endurspegla vonandi að ég sé trúr því myndefni sem ég vel mér – birtunni, litbrigðum og stemmningunni í landinu. Veit hins vegar að yfirleitt tekst mér best upp þegar ég hef náð góðri skyssu af myndefninu. Ljósmyndin er síðar ómetanlegt hjálpartæki við að rifja upp minninguna um stemmninguna og aðstoða við leitina að einingunni þegar í vinnustofuna er komið.

Varðandi samspil ljósmyndar og verks kemur annars upp í hugann tilvitnun í Gerhard Richter sem sagði „Ljósmynd tekur maður sem ljósmynd – og ef maður er heppinn uppgötvar maður hana síðar sem mynd“. Og ennfremur þetta: „Ég sé allskonar landslög, en ljósmynda varla eitt af hverjum 100.000 og mála varla eitt af hverjum 100 sem ég ljósmynda. Ég leita sumsé að einhverju ákveðnu og dreg af því þá ályktun að ég viti hvað ég vil.“ [Úr: Atlas, 2006]
Horft til Keilis og Trölladyngju  skyssa  09.07.2011
Keilir og fjallahringurinn  22×56 akvarella 2012

// Some of the guests on the current exhibition here in Akureyri, ask me if I use photographs in the works. Added now and again is that seen from the street the works look like photos. One guest said that it was first when the work was scrutinised up close that the painting became evident.

Such wonderings are positive and one can hope that it reflects that I am truthful to subjects I choose – the luminance, colour nuances and the atmosphere of the land. I know that the best results are gained when I have obtained a good sketch of the motive. Photos are then sine qua non as an aide-mémoire to recall the impression and assist in the search for unity when I´m back by my table.

When contemplating the interplay of photos and pictures a quote comes to mind from Gerhard Richter who said: „Ein Foto macht man für ein Foto, und wenn man Glück hat, entdeckt man es später für ein Bild.“ The reference follows: „Ich sehe unzählige Landschaften, fotografiere kaum eine von 100 000, male kaum eine von 100 fotografierten, – ich suche also etwas ganz Bestimmtes; ich kann daraus schliessen, dass ich weiss, was ich will.“ [From: Atlas, 2006]
View towards Mts. Keilir and Trölladyngja  sketch  09.07.2011
Mt. Keilir and the ring of fells  22×56 aquarelle 2012

Horft_til_Keilis_skyssur

Keilir

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s