snjóalög // snowdrifts

Skaflar á Hellisheiði 21x28 2018Á þessum tíma árs fara snjóalögin að breytast og dragast saman í fannir eða skafla, sem þegar lengra líður komast í bráða útrýmingarhættu. Þar sem land stendur lægra tolla þessar leifar vetrarins lengst í glompum og gjótum hraunbrúnanna.

Á nokkra vini í jaðri Svínahraunsbruna sem hvað úr hverju fara sennilega að vera ósköp tuskulegir enda þótt hvíti liturinn sé ennþá tiltölulega sterkur og tær. Uppi á heiðinni eru breiðurnar tiltölulega samhangandi en þess væntanlega ekki langt að bíða að sæll og þýður sunnanvindurinn hefli ofan af dýrðinni þannig að eftir sitji grómaðar ræmur þess sem var.

Snjóalög á Hellisheiði 21x28 2018

  • Tvær skissur  21×28  2018  //  Two sketches  21×28  2018

//  At this time of year the snowdrifts undertake a metamorphosis and draw themselves together in single banks or piles, which herald grave danger of extinction. In the lower reaches of the land these remnants of the winter are longest seen in nooks and crannies of the steeper lava-field edges.

I have a few friends in the perimeter of the Svínahraun lava-flow, and those are currently not in the best of health, although they still sport remarkably white and pure colours. Up on the heath (Hellisheiði) the drifts are more or less continuous but presumably we will soon have episodes of gentle and mild southerly breeze that will scrape the pristine appearances rendering sullied patches of that which was.