frásögnin í verkinu // the narrative in the work

Í fyrri pósti nefndi ég þetta með frásögnina í verkinu. Helgi Þorgils Friðjónsson er áhrifavaldur í þá veru – og alltaf gefandi að grúska í myndunum hans með sínum mýmörgu tilvísunum í allar áttir.

Eyðilandið sem ég legg út af í yfirskrift sýningarinnar hefur einnig að geyma ótal tilvísanir. Margar eru af sérstökum toga – óræðar og sprottnar úr persónulegum reynsluheimi höfundarins, T.S. Eliot. Einhverjar þeirra má síðan ugglaust tengja við tiktúrur eða jafnvel sérvisku hans.

Það er ekki síst fyrir þessar óræðu tilvísanir og tengingar sem Eyðilandið er ævinlega nefnt til sögunnar sem eitt af meginverkum módernismans á 20. öldinni. Uppreisninni í ljóðinu er beint gegn þeirri hugmynd að listinni sé ætlað að viðhalda sammæli um það sem er satt og rétt – eða gott og fagurt. Af þeirri ástæðu andar nokkuð köldu í garð þeirrar rómantíkur sem hafði verið í hávegum fram að því að ljóðið birtist árið 1922. Réttara er þó ef til vill að draga þessi mörk nokkrum árum fyrr og miða við heimstyrjöldina miklu sem að sjálfsögðu breytti öllum mannlegum viðhorfum svo um munaði og jarðaði endanlega í hugum margra að eitthvað væri yfirhöfuð til sem teldist gott og fagurt í eðli sínu.

Í myndlist fól módernisminn meðal annars í sér uppgjör við þá hefð að myndverk hefðu að geyma frásögn. Breski myndhöggvarinn Henry Moore er þar einna fremstur í flokki með sína massívu skúlptúra, sem hvetja áhorfandann til þess að rannsaka og gefa sig á vald þess veruleika sem býr í tilbúnum hlut, fremur en að taka útgangspunkt í sögum og sögnum.

Þetta uppgjör við hefðina risti djúpt og gerir að verkum að hvers konar frásögn í myndverki vekur upp spurningar um afturhvarf. Mary Moore, dóttir Henry Moore, tók landa sinn málarann Damien Hirst nýlega á beinið í tilefni af opnun yfirlitssýningar á verkum föður hennar þar sem sjónum er beint að tengslum Moore við landið. Í viðtali kvað hún upp úr með að Hirst hefði fært sjónlistir aftur um 100 ár, og gert að engu þá uppreisn sem Moore stóð fyrir gegn frásagnarhefð og niðurnjörvuðu listformi Viktoríanska tímabilsins. Framlag föður hennar hafi falist í því að færa myndverkið út úr rammanum og á mjög sérstakan hátt. „Ég tel að Damien Hirst hafi troðið verkinu aftur inn í helv… rammann þannig að núna sé ramminn málið. Og það sem gleymist er hversu róttækt það er að listin sé ekki inni í rammanum.“

Ég skil vel sjónarmið Mary Moore en á móti kemur að ég get ekki almennilega fallist á þessar skammir í garð Damien Hirst. Skoðaði um daginn (að vísu í bók) þrykkseríuna sem Hirst gerði 2005 undir yfirskriftinni Hin nýju trúarbrögð, þar sem útgangspunkturinn er átrúnaður á vísindin sem bjargvætt fyrir gjörvalla mannkind. Þrykkin er 50 og tengja vers úr Biblíunni við ýmsa lyfjaskammta – hvort sem þeim er síðan ætlað að tryggja framhaldslíf á æðra plani til skamms tíma eða eilífðarnóns.

Mér fannst þessi sería (sem sýnd er ásamt nokkrum skúlptúrum og málverki) vera aldeilis frábær og þótt tengingarnar séu vissulega sumar aftur til listarinnar á Viktoríanska tímanum, og þótt framsetningin sé vissulega hefðbundið silkiþrykk, þá er útilokað annað en viðurkenna að hér er komin myndlist þar sem slagkraftur er settur í þá aldagömlu spurningu: Hvað er satt og rétt?

Myndirnar sem ég sýni núna í Gallerí Gróttu fela allar í sér frásögn – þannig séð; frásögn af landi og ferðlagi um það. Ég læt hjá líða að spá í hvort frásögnin sé sönn og hvort hún sé rétt, en vil meina að aðalatriðið sé kveikja spurninguna um það sem er raunverulega gott og fagurt.

Að baki Bláfjalla 32x66 2015

Að baki Bláfjalla  akvarella  32×66  2015

// In a previous post I mentioned the narrative in the work. The painter Helgi Thorgils Fridjonsson has influenced me in that direction and it is always highly giving to ponder his pictures with their numerous references to things past and present.

The poem The Waste Land, whose opening line lends the name to the current exhibition, also contains a great number of references. Many are quite specific – obscure and it seems, stemming from the personal experiences of the author, T.S. Eliot. Some may even be attributed to idiosyncrasy.

It is not least for those allusions and connections that The Waste Land is always named as a central text in 20th century modernism. Its revolutionary aspect is aimed at and intended to down the idea that any form of art is intended to maintain a consensus on what is right and true (to use a biblical phrase) – or good and fair. For that reason the tone of the poem is somewhat satirical towards the Romanticism that had been prominent for quite some time prior to its publication in 1922. On second thought, this line should probably be drawn some years earlier to emphasise that it was of course the Great War that turned every axiom of human thought on its head, and went a long way to obliterate the notion that anything can indeed be good or fair in itself.

In the visual arts modernism entailed – amongst other things – a break with the tradition that the work should have narrative. The British sculptor Henry Moore (1898 – 1986) was a prime protagonist of this break, with his massive figures which encourage the viewer to enter and probe the reality of an invented object in front of him, rather than for the object to have a point of departure in the context of tales and legends.

This modernist break with the tradition of the narrative was profound and to this day triggers the question whether any form of narrative in a work of art is reactionary or not. Henry Moore’s daugther recently lashed out at her compatriot, the painter Damien Hirst, for the narrative in his work. Speaking before a major exhibition exploring Henry Moore’s relationship with land, Mary Moore said that Hirst had set back art by 100 years, and brought to nought her father’s challenge of the narrative and formally-presented artwork of the Victorian era. “What he [Henry Moore] did was come along and take it [the work of art] out of the frame in a very weird way,” she told the Guardian in an interview. “I think Damien Hirst put it back in the bloody frame and art is all now in the frame and what you
forget is how radical it is that it’s not in the frame.”

I clearly understand Mary Moore’s words, but cannot really accept the scolding of Damien Hirst. Recently I had the opportunity to acquaint myself with a publication on Hirst’s first major print series produced in 2005 under the name New Religion. The series contains 50 silkscreen prints, linking biblical verses with various doses of medicine – whether those are intended to prolong elevated life it the short or long term. The bottom line, probably to be read, is that science has taken the role of religion providing “the glimmer of hope that maybe it will be all right in the end”.

I found Damien Hirst’s series (which is exhibited along with some paintings and a sculpure) to be art of the highest order; and although some connections may clearly be traced to the Victorian era, and even further back, and in spite of the traditional production method, there is no way to deny that the age-old question of what is right and true is here put forward with aplomb.

All the pictures in my current exhibition (Gallery Grotta 9 April – 8 May) contain narrative – in the sense that the tale of the land is told and that of a travel through it. I deliberately refrain from addressing what is right and what is true, as the issue in my mind is reserved for the question of what is really good and fair.

The backside of blue mountains  aquarelle  32×66  2015

rittiktúrur // idiosyncratically speaking

Þegar ég var að setja yfirskrift sýningarinnar á blað fannst mér endilega að hún ætti að hljóða „apríl grimmastur mánuða“. Ákveðinn galli á þessari afstöðu minni var að þessi fleirtölumynd af orðinu „mánuður“ finnst víst ekki og verður því að teljast vera einhvers konar sérviska í mér. Ástæða er til að taka þetta sérstaklega fram þar sem sýningarskrá og efni tengt sýningunni fór í gegnum prófarkalestur hjá Gallerí Gróttu þar sem spurt var „Viltu hafa þetta svona?“ Ég svaraði játandi og get því ekki annað – hér með – en leyst grandvara starfsmenn Seltjarnarnesbæjar undan því að hafa orðið á í messunni. 

Stundum er sagt að mannskepnan sé einfaldlega summan af þeim vana sem hún hefur komið sér upp. Taka má undir þá skoðun, en kryddið í þeirri jöfnu er nú samt þær tiktúrur og sérviska sem er hverjum og einum eðlislæg. Þessi sérviska skýtur iðulega upp kollinum í myndunum mínum – nefni sem dæmi að brött fjallshlíð sem ber við himinn finnst mér alltaf þurfa að enda á litlu horni áður en ávalur toppurinn tekur við. Eðli málsins samkvæmt getur það varla átt við öll sjónarhorn og þegar upp er staðið segir þetta ef til vill mest um það hvaða stað maður velur sér í tilverunni hverju sinni.

Úthagi 26x38 2015

Úthagi  akvarella  26×38  2015

//  This is a blog that has to do with the peculiarites of the Icelandic language. It deals with the fact that when the name of the exhibition was nailed down I was somewhat obsessed with the plural form of ‘month’ in Icelandic, and that – in this instance – it should sound „mánuða“ rather than „mánaða“. A very subtle difference indeed (but that is something we natives are used to).

As the form „mánuða“ cannot be found in dictionaries it is imperative that I hereby exonerate Gallery Grotta and its proofreaders of any blunder!

Sometimes it is said that the human creature is simply the sum of its acquired habits. I concur, but the spice in that equation is nevertheless the inherent idiosyncrasy of each and one. Such tendencies often tweak my work, for example when rendering a steep hillside, where the landmass always has to have a small promontory against the sky before levelling out. The law governing the nature of things states that this will not be found at every angle. When all is said and done it therefore boils down to the conclusion that what really matters is the place you chose to position yourself at any given moment.

Peripheral pasture  aquarelle  26×38  2015

allt er í reynd gott og fagurt, sé nógu grannt leitað // all is good and fair if you look close enough

Sýningin opnaði í dag og í samnefndri skrá segir:

Það var undir lok maí, í hæglætisveðri hér syðra, að við Soffía Karls, menningarstýra á Nesinu, bundum fastmælum að ég myndi hengja upp í sýningarsal Seltjarnarness á útmánuðum 2015. Ég sagði henni að áhugi minn stæði til þess að vera með myndir frá árstíðamörkum – nefndi vetur og vor og gott ef ekki einnig þessar hendingar úr Eyðilandinu (birtar hér í þýðingu Sverris Hólmarssonar):
Apríl er grimmastur mánaða, græðir
grös upp úr dauðri moldinni, hrærir
girndum saman við minningar, glæðir
vorregni visnaðar rætur.
Veturinn veitti okkur yl, þakti
grundina gleymskusnjó […]

Þegar við áttum okkar spjall grunti okkur lítið að í vændum væri ósvikinn vetur sem myndi ala af sér venju fremur sterka löngun eftir árstíðaskiptum. Og nú er við komin inn í apríl og áleitin spurning hvort hann meðhöndlar langanir okkar og þrár af mildi eða þeirri grimmd sem módernistinn T.S. Eliot gerði að yrkisefni í sínu fræga ljóði.

Nú er upphengið langt frá því að vera tilbrigði við einhvern módernisma – einhver myndi segja að það væri eiginlega alveg þveröfugt – og kaldhæðni í garð rómantíkur er víðsfjarri. Engu að síður vil ég trúa að sú tenging finnist að allt er í reynd gott og fagurt, sé nógu grannt leitað.

Melur á móti sólu

 Melur á móti sólu  akvarella  32×32  2015

//  My exhibition opened today and in the handout was the following text:

It was in late May, and the weather was amicable  here in the southern part of the country, when I and Soffía Karlsdóttir (who is culture supemo in Seltjarnarnes) arranged that I would have a show in the municipal exhibition venue towards the end of winter 2015.

During the conversation it was brought up that I was interested in the advent of spring after winter, and I believe that the first stanzas of the Wasteland were also mentioned:
APRIL is the cruellest month, breeding
Lilacs out of the dead land, mixing
Memory and desire, stirring
Dull roots with spring rain.
Winter kept us warm, covering 
Earth in forgetful snow  […]

When our conversation took place, little did we did know a real winter was in store – that of 2014/15. A season breeding a – more than usually profound – longing of change. And now we are approaching mid-April and it is a challenging question whether it will treat our longings mildly or with the cruelty the modernist T.S. Eliot eulogised in his famous poem.

The installation is very far from being an overture of some modernism – some might even say that it is a direct opposite – and cynicism towards the Romantic is nowhere to be found. However, I believe that the association can be forged that – in essence – all is good and fair if you look close enough.

Gravel against the Sun  aquarelle  32×32  2015

undirbúningur // preparations

Fór í dag og sótti myndirnar úr innrömmun hjá Listamönnum Skúlagötu – Kudos Guðmundur, Spútti og Helgi! Frábær vinna eins og jafnan hjá þeim félögum.

Afmælisbarn dagsins hafði stundum á orði á sínum plötuumslögum að hann ætti að „þriðja eyrað“ þ.e. Guðlaug Kristinn Óttarsson. Ég er svo yndislega heppinn að eiga sem „þriðja augað“, mína Sólborgu sem er ótrúlega nösk á það sem virkar vel og það sem virkar síður vel, hvort sem er í einstökum myndum eða í upphenginu heilt yfir. Og síðan styður hún mig með ráð og dáð. Ég hlakka svo sannarlega til að hefjast handa við upphengið í fyrramálið!

Sjá annars meira um sýninguna á þessari síðu.

Á Þjórsárbökkum 26x38 2015

Á Þjórsárbökkum  akvarella  26×38  2015