apríl er grimmastur mánuða // April is the cruellest month

Vorstemmning í Heiðmörku 24x48 2015
Vorstemmning í Heiðmörku 24×48 2015

Tryggvi Þórhallsson sýnir ný verk í Gallerí Gróttu – sýningarsal Seltirninga 9. apríl – 6. maí 2015. ATH. sýningin er framlengd um einn dag til laugardags 6. maí.

Opnun sýningarinnar er fimmtudaginn 9. apríl, kl. 17:00. Allir velkomnir.

Að þessu sinni er viðfangsefnið birtubrigði við mörk vetrar og vors þar sem lagt er út af upphafshendingunum í Eyðilandinu; hinum þekkta ljóðabálki T.S. Eliot. Yfirbragð árstíðanna er ólíkt: Heiðamosinn sem kemur grænn undan snjókápunni kallast á við fölan, næstum litlausan móann þegar augun hvarfla niður á láglendið. Víðigreinarnar allt að því sterkrauðar búa til áberandi kontrast á móti sköflunum sem óðum láta undan síga á milli þúfna og bíða þess að vera settir á válista. Blámi himins sækir í sig veðrið en oft er stutt í éljaklakkann sem á svipstundu færir landið í ótölulegan fjölda grárra tóna.

Öll verkin eru unnin á þessu ári og efnistökin svipuð og á þeim sýningum sem Tryggvi hefur haldið á undanförnum árum. Hann hefur þó fleiri járn í eldinum því grafíkverk eru í vinnslu og verða efni sýningar í Menningarhúsinu Bergi á Dalvík sem opnar 16. maí n.k. Nánar um það síðar!

Fylgist með bloggi um verkin sem birtast mun á meðan á sýningunni stendur.

Sýningarsalurinn Gallerí Grótta er á 2. hæð við Eiðistorg og er bæði innangengt úr Bókasafni Seltjarnarness á hæðinni fyrir ofan Hagkaup og af svölum í yfirbyggða torgrýminu.

Salurinn er opinn mánudaga til fimmtudaga frá 10:00 til 19:00 og frá 10:00 til 17:00 á föstudögum. Salurinn verður ennfremur opinn frá 14:00 til 17:00 laugardaginn 11. og sunnudaginn 12. apríl. Einnig laugardaginn 9. maí frá 13:00 til 17:00.

//  New works by Tryggvi Thórhallsson – exhibition in Gallerí Grótta 9 April to 9 May 2015.

Vernissage Thursday 9 April, at 17:00. Please feel welcome to attend.

The exhibtion takes its cue from the opening passage of The Waste Land by T.S. Eliot and portrays the season change at a high latitude. Winter and spring each has its characteristics in terms of light and atmosphere: The mosses of the heath which appear almost dazzingly green from under the ‘forgetful snow’ while the pale ochre tones of the lowlands reflect the still subdued sunlight. The shrubbery branches in deep ruby make a strak contrast to the snow drifts now thoroughly endangered and red-listed as such. The blue of the skies is steadily increasing but the bursts of sleet and hail are often in the vicinity, immersing the landscape in countless shades of gray (well maybe not countless, but at least more than fifty).

All the works in the exhibition are from this year and the approach is similar to the shows Thórhallsson has held over the past few years. He is, however, about to diversify as a series of prints (drypoint) is being prepared for an exhibiton scheduled to open on 16 May in the North (Menningarhúsið Berg, Dalvík). More on that later!

Those interested can follow a blog on the works which will be posted during the exhibition.

The venue – Gallery Grótta – is on the first floor in Eiðistorg, accessible through the municipal library (Bókasafn Seltjarnaress) or from the balcony over the indoor square.

The Gallery is open Monday through Thursday from 10:00 to 19:00 and from 10:00 to 17:00 on Fridays. The Gallery will furthermore be open from 14:00 to 17:00 Saturday 11 April and Sunday 12 April. Also open Saturday 9 May from 13:00 to 17:00.

1 thought on “apríl er grimmastur mánuða // April is the cruellest month

  1. Pingback: undirbúningur // preparations | tryggvisart

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s