Hún Anna Guðrún systir mín gaf mér nýlega eftirprentun af ljósmynd úr ranni Ljósmyndasafns Íslands, sem hún sér um að forvalta Inga Lára kona Magnúsar Karels samstarfsmanns míns.
Myndin hefur tengingu við síðasta pistil því hún er af húsi Jóns Borgfirðíngs, langalangafa okkar, sem var samferðamaður Gröndals í gegnum tíðina; þeir tveir enda nánast jafngamlir uppá dag. Síðustu æviárin bjó Gröndal einnig við Vesturgötuna, síðast á Vesturgötu 16 frá 1888. Óvíst er hins vegar að Jón Borgfirðíngur hafi þá enn búið í húsinu nr. 20 því hann mun hafa brugðið búi um 1890 og flutti síðan 1894 norður til Akureyrar þar sem bjó hjá Klemensi syni sínum, langafa okkar.
Hitt má telja víst að þeir Gröndal og langalangafi hafi verið mestu mátar því eintak 2. útgáfu (1891) Sögunnar af Heljarslóðarorrustu á þjóðdeild Landsbókasafnsins mun vera áletruð svo: „Til Jóns Borgfirðings, vinsemd, höf.“
// My sister, Anna Guðrún, recently gave me a reprint of a photograph that has an association with the previous post. The very small house in the middle is that of our great-great-grandfather, who went by the name Jón Borgfirðíngur, as his roots were in Borgarfjörður. His house has now been torn down, but it stood by Vesturgata in Reykjavík, and was his humble abode from 1865 to 1890. Jón Borgfirðingur was a contemporary of Benedikt Gröndal; the two of them born within a few days of each other in 1826. They were also on amicable terms as can be seen from the fact that a copy of the 1891 edition of Sagan af Heljarslóðarorrustu, kept by the national library, is inscribed by the author with a friendly greeting addressed to our great-great-grandfather.