tengingar // associations

Hún Anna Guðrún systir mín gaf mér nýlega eftirprentun af ljósmynd úr ranni Ljósmyndasafns Íslands, sem hún sér um að forvalta Inga Lára kona Magnúsar Karels samstarfsmanns míns.

Úr: Mýrargötusvæði húsakönnun og fornleifaskráning, Minjastofnun Reykjavíkur 2003.

Myndin hefur tengingu við síðasta pistil því hún er af húsi Jóns Borgfirðíngs, langalangafa okkar, sem var samferðamaður Gröndals í gegnum tíðina; þeir tveir enda nánast jafngamlir uppá dag. Síðustu æviárin bjó Gröndal einnig við Vesturgötuna, síðast á Vesturgötu 16 frá 1888. Óvíst er hins vegar að Jón Borgfirðíngur hafi þá enn búið í húsinu nr. 20 því hann mun hafa brugðið búi um 1890 og flutti síðan 1894 norður til Akureyrar þar sem bjó hjá Klemensi syni sínum, langafa okkar.

Hitt má telja víst að þeir Gröndal og langalangafi hafi verið mestu mátar því eintak 2. útgáfu (1891) Sögunnar af Heljarslóðarorrustu á þjóðdeild Landsbókasafnsins mun vera áletruð svo: „Til Jóns Borgfirðings, vinsemd, höf.“

//  My sister, Anna Guðrún, recently gave me a reprint of a photograph that has an association with the previous post. The very small house in the middle is that of our great-great-grandfather, who went by the name Jón Borgfirðíngur, as his roots were in Borgarfjörður. His house has now been torn down, but it stood by Vesturgata in Reykjavík, and was his humble abode from 1865 to 1890. Jón Borgfirðingur was a contemporary of Benedikt Gröndal; the two of them born within a few days of each other in 1826. They were also on amicable terms as can be seen from the fact that a copy of the 1891 edition of Sagan af Heljarslóðarorrustu, kept by the national library, is inscribed by the author with a friendly greeting addressed to our great-great-grandfather.

af ýkjusögum // of tall tales

Úr Öræfum  26x55 2015Hef nýlokið við Öræfi eftir Ófeig Sigurðsson, mér til óblandinnar ánægju. Við lesturinn flugu oft í gegnum hugann ýmsar tengingar við Söguna af Heljarslóðarorrustu eftir Benedikt Gröndal – og er það síst leiðri að líkjast. Í útgáfu þeirrar sögu frá 1921 er frásögnin af atburðum í „norðrhálfu“ spyrt við Þórðar sögu Geirmundarsonar undir heitinu Gamansögur. Óvíst er hvort það heiti hafi verið að skapi Gröndals (sem dó 1907) en útgefandinn Ársæll Árnason var a.m.k. með það á hreinu að þessar sögur væru „hvorki dægurflugur né vísindarit; þeirra ódauðlegur máttur liggur í því að við lestur þeirra hlægja menn jafn hjartanlega nú sem fyrst þegar þær komu út, og munu gera um ókomnar aldir á hverju sem veltur um smekk og tízku í bókmenntum.“

Nú má vera að Ófeigur taki því fálega að skáldverk hans sé sett í slíkt samhengi gamansögunnar en eitt er víst að ég hef sjaldan hlegið jafnmikið og jafninnilega að nokkrum texta. Kostulegar ýkjurnar eru óborganlegar og einnig skensið um örnefnin sem skemmtir vel hverjum þeim sem eitthvað þekkir til í Öræfunum.

Að einu leyti sker þó bók Ófeigs sig frá sögunum um Heljarslóðarorrustu og Þórð Geirmundsson og það er í náttúrulýsingunum. Þær eru kostulegar hjá Gröndal samanber lýsingin á því þegar samferðamaður Þórðar Geirmundssonar tók á sig arnarham og flaug yfir á Snæfellsjökul hvar hann hlassaðist niður – „er þar skál í jöklinum síðan og sést hún vel frá Reykjavík“.

Á hinn bóginn er engu líkara en Ófeigur beri allt að því óttablandna virðingu fyrir því leiksviði sem hann valdi sinni sögu. Mögulegt er einnig að hann telji að stórbrotið umhverfið í Öræfunum þurfi engar ýkjur – að bæta í lýsinguna myndi ekki skila neinu. Uppfærsla Ófeigs á sér þess vegna stað í býsna realistískri leikmynd.

Viðkvæðið í mínum myndum er svosem alltaf um realisma og ýkjur – með einum eða öðrum hætti. Sumar ýkjurnar koma af nauðsyn – aðrar af hendingu – og síðan kemur tilviljunin oft inn í myndina eins og goðin í gangverkinu.

Úr Öræfum  akvarella  26×55  2015

//  I’ve just finished reading the novel “Öræfi” by Ófeigur Sigurðsson to my intense enjoyment. The book – a prime candidate for the annual Icelandic literature prize which will be awarded in the coming week – is essentially a tall tale of people living in and travelling through Öræfasveit. In many aspects the tale is reminiscent of Sagan af Heljarslóðarorrustu by Benedikt Sveinbjarnarson Gröndal, a tale first published in 1861 reciting in a fabulous fashion the Battle of Solferino in 1859 and other associated events. The style is that of the old Icelandic sagas (and medieval romances) sometimes adopting influences from Rabelais and Swift, but the book is nonetheless truly unique in the whole canon of Icelandic literature.

When I read “Öræfi” such associations with Gröndal often came to mind in particular with regard to the characterisation of persons, many of which are people living in Öræfasveit. There is however a difference when it comes to the portrayal of nature and environment in the two tales. While Gröndal exaggerates most of such settings Ófeigur seems highly reluctant to do so. It is as if one can sense some deep-rooted respect for the elements that Ófeigur has chosen as the scenery/backdrop for his novel. It can also be that he does not regard the surroundings in Öræfasveit as in need of some exaggeration – that it would be pointless to add something extra to the realism.

In my works the deal is often that of realism vs. exaggerations. Some of the exaggerations are indeed necessary – while other are more of a happening. Then there is coincidence that often can appear like the dei ex machina.

From Öræfasveit  aquarelle  26×55  2015

 

landnyrðingur // the landward northerner

Hver vindátt hefur sín einkenni og hér sunnanlands fer það vart framhjá neinum þegar hann leggst í „landnyrðing“ en svo nefnist andstæða útsynningsins sem ég nefndi í síðasta pistli. Aftur er heitið næsta auðrekjanlegt til Víkinganna í Vestur-Noregi og aukin sönnun fyrir upprunanum er að frændur okkar Færeyingar tala um landnyrðing og aðrar slíkar austrænar áttir. Er þó engu „landi“ fyrir að fara á þeirra slóðum.

Hér sunnanlands stendur landnyrðingur bæði fyrir vindátt og ákveðnu veðurlagi, þar sem gjarnan er bjart yfir samfara þurrakulda í nokkuð stífum blæstri. Ólíkt byljóttum útsynningnum er landnyrðingurinn þéttur og stöðugur eða eins og segir í vísu er Þórður Tómasson frá Vallnatúni, safnvörður í Skógum, birtir í bók sinni Veðurfræði Eyfellings:

Útsynningur grettinn, grár,
grimmur í éljaróti.
Landnyrðingur þybbinn, þrár
þessum blæs á móti.

Ég hef áður vitnað í fjórðu bók Þórbergs með upprifjunum úr Suðursveit en þar hefur hann eftir Þórarni föðurbróður sínum, sem þótti hafa takmarkalausa orðamergð og orðatilbreytingar um skuggalegt veðurútlit:

Nú strúar hann andskotans landnyrðinginn upp í Hornið … [og] farinn að forskyggna fram af Borgarhafnarfjallinu.

Þrátt fyrir fornt yfirbragð er þetta býsna lýsandi og ég sé fyrir mér hvernig hvít skýjahulan skríður einsog ullarlagður undan stífum vindinum, framaf fjallsbrúnunum og niður hvilftir og dali allt frá Suðursveitinni austur í Almannaskarð. Og fyrirbærið er vissulega myndrænt – ekki síður en éljaklakkarnir í útsynningnum.

Leggst í landnyrðing  30x40 2015

Um leið og ég pósta þessa mynd dettur mér í hug að landnyrðingurinn hafi framkallað eitt og annað örnefnið. Til dæmis ekki ólíklegt að örnefnið Hekla vísi til þess að norðaustanstengurinn (sem svo oft liggur ofan af landmannaafréttunum) skreyti fjallið með þykku skýjasjali. Allavega finnst mér sú tilgáta skemmtileg.

Leggst í landnyrðing  akvarella 30×40  2015

//  Every wind direction has its characteristics and here in the south part of the country you never miss it when the wind turns to the north-east. In the post before this one I mentioned the turbulent Southwester but its counterpart has also a name for itself – “landnyrðingur” (literally landward Northerner).

The ‘land’ in the name means east and has its origins in the language of the seafarers of West Norway. This ancestry can also be seen in that the Faroe Islanders use landnyrðingur and other such terms for the main wind directions. There is however scant “land” to designate in those parts.

Here in the southern part of Iceland “landnyrðingur” is both a wind direction and a type of weather, often quite bright but dry and cold and usually coupled with a stiff, relentless wind. It is not uncommon to see thick shawls of cloud travelling with the wind over mountain edges and down into the valleys. This can often be picturesque.

Going over to landward north  aquarelle  30×40  2015

útsynningur // bursts of the Southwester

Eins og ég nefndi í síðsta pisli þá hefur lægðagangurinn í haust og vetur fært okkur ríflegan skerf af útsynningi. Það er bara skemmtilegt því birtubrigðin eru oft sérlega áhugaverð þegar élja- eða slyddubakkinn er nýfarinn yfir og aftur sést í bláan himinn.

Án þess að vita það finnst mér líklegt að gamla skrýtlan um að útlendingar upplifi allar tegundir veðurs á einum íslenskum formiðdegi vísi í útsynninginn – það er allavega einkenni hans að skjótt skipist veður í lofti!

Í humátt 23x37 2015

Í humátt á eftir élinu  akvarella  23×37  2015

//  As I mentioned in before there has been an abundance of of low-pressure areas coming over the North-Atlantic from autumn onwards. Whenever an area crosses our island we have what is called “útsynningur” – unstable south-westerly winds with accompanying (during winter) bursts of hail or sleet. “Útsynningur” therefore denotes both a wind direction and a specific type of weather observed in the south of the country.

In direct translation “útsynningur” would yield something like “the out-southerly”. The meaning becomes transparent once you add a pinch of historical knowledge, as many Icelandic terms for wind directions can be traced all the way back to the Vikings of West-Norway. In their mind the direction “out” was to sail away from the shore, i.e. go west. Hence out-south meant south-west. The opposite direction was “land” because that would take them inland: “landsynningur” therefore being land-south = south-east.

“Útsynningur” is a shifty type of weather but visually interesting for example when the clear sky can be seen again after an intense shower of rain or sleet. In a matter of minutes you go from gale force winds with to the sun shining in relative calm. Calls to mind an old anecdote about tourists experiencing every type of weather in a single Icelandic afternoon. I suspect that the “útsynningur” was there at work.

In the wake of the cloudburst  aquarelle  23×37  2015

Þríhyrningur // Mt. Þríhyrningur

Þríhyrningur er áberandi í fjallahringnum umhverfis Grámosa og skemmtilega rammaður inn af Eyjafjallajökli.

Útsýni til Eyjafjallajökuls og Þríhyrnings frá Grámosum

Útsýni til Eyjafjallajökuls og Þríhyrnings frá Grámosum


 

Þegar hann gengur á með suðvestan skúrum eða éljum (eins og gjarnan hefur verið frá því í haust) þá hverfur stundum jökullinn og hyrningurinn reisir sig. Sé sól lágt á lofti í suðri sést oft vel hvernig liggur í fjallinu, sérstaklega þegar hún nær að skína inn á milli éljaklakkana.

Þríhyrningur 21x29,7 2015

Þríhyrningur 21×29,7 2015

Við Sólborg höfum ekki orðið svo fræg að labba þarna upp en kannski verður það bráðum (Þríhyrningur er inni í fjallaverkefnum Ferðafélagsins á nýbyrjuðu ári). Á meðan verð ég (eins og stundum áður) að gerast fingralangur og seilast í myndasafnið hans Huga Ólafssonar sem er með nokkrar góðar myndir ofan af Þríhyrningi.

Ekki spillir fyrir að örnefnið gefur færi á allskyns útleggingum. Skemmtilegt finnst mér erindið hans Þórðar Helgasonar (úr bókinni Þar var ég frá 1989):

SANNINDI

Eftir öll þessi ár

frétta þá að
Þríhyrningur
var ekki þríhyrningur

heldur þríhyrningur.

Erindin í bókinni rifja upp sveitardvöl Þórðar þegar hann er á svipuðu aldursbili og ég í Norðtungu.

//  Mt. Þríhyrningur is part of the mountain circle seen from our house in Grámosar, flanked by the considerably larger expanse of Mt. Eyjafjallajökull.

We have had an unusally big dose of south-westerly winds this autumn and winter (so far) and the accompanying cloudbursts often hide the glacier so the mountain in front becomes quite prominent. If the sun is also low in the southern sky her rays often illuminate the anatomy of the mountain.

Solborg and I have not yet scaled the mountain but we have hopes for this spring (Mt. Þríhyrningur is part of this year’s Mountain sequence offered the Icelandic Touring Association). Will see, but in the meantime I’m (again) going to pick Hugi Ólafsson’s pockets and refer to his fine photos from the top of Mt. Þríhyrningur.

An additional twist is that the name Þríhyrningur lends itself to wordplay as it can both refer to a triangle and  three pinnacled phenomena. The Icelandic poet Þórður Helgason makes amusing use of this in his book Ég var þar [I was there] from 1989, where is says (liberally translated):

FACTUALITY

After all these years

to receive news that
Mt. Þríhyrningur
was not a “þríhyrningur”

but a “þríhyrningur”.

The poems in this book all reflect on Þórður’s stay during summers as a young boy in a farm in Fljótshlíð, south of the Mt. Þríhyrningur. Not dissimilar to my stay in Norðtunga. It probably goes without saying that from vantage points in Fljótshlíð the mountain is almost triangular to behold.