af ýkjusögum // of tall tales

Úr Öræfum  26x55 2015Hef nýlokið við Öræfi eftir Ófeig Sigurðsson, mér til óblandinnar ánægju. Við lesturinn flugu oft í gegnum hugann ýmsar tengingar við Söguna af Heljarslóðarorrustu eftir Benedikt Gröndal – og er það síst leiðri að líkjast. Í útgáfu þeirrar sögu frá 1921 er frásögnin af atburðum í „norðrhálfu“ spyrt við Þórðar sögu Geirmundarsonar undir heitinu Gamansögur. Óvíst er hvort það heiti hafi verið að skapi Gröndals (sem dó 1907) en útgefandinn Ársæll Árnason var a.m.k. með það á hreinu að þessar sögur væru „hvorki dægurflugur né vísindarit; þeirra ódauðlegur máttur liggur í því að við lestur þeirra hlægja menn jafn hjartanlega nú sem fyrst þegar þær komu út, og munu gera um ókomnar aldir á hverju sem veltur um smekk og tízku í bókmenntum.“

Nú má vera að Ófeigur taki því fálega að skáldverk hans sé sett í slíkt samhengi gamansögunnar en eitt er víst að ég hef sjaldan hlegið jafnmikið og jafninnilega að nokkrum texta. Kostulegar ýkjurnar eru óborganlegar og einnig skensið um örnefnin sem skemmtir vel hverjum þeim sem eitthvað þekkir til í Öræfunum.

Að einu leyti sker þó bók Ófeigs sig frá sögunum um Heljarslóðarorrustu og Þórð Geirmundsson og það er í náttúrulýsingunum. Þær eru kostulegar hjá Gröndal samanber lýsingin á því þegar samferðamaður Þórðar Geirmundssonar tók á sig arnarham og flaug yfir á Snæfellsjökul hvar hann hlassaðist niður – „er þar skál í jöklinum síðan og sést hún vel frá Reykjavík“.

Á hinn bóginn er engu líkara en Ófeigur beri allt að því óttablandna virðingu fyrir því leiksviði sem hann valdi sinni sögu. Mögulegt er einnig að hann telji að stórbrotið umhverfið í Öræfunum þurfi engar ýkjur – að bæta í lýsinguna myndi ekki skila neinu. Uppfærsla Ófeigs á sér þess vegna stað í býsna realistískri leikmynd.

Viðkvæðið í mínum myndum er svosem alltaf um realisma og ýkjur – með einum eða öðrum hætti. Sumar ýkjurnar koma af nauðsyn – aðrar af hendingu – og síðan kemur tilviljunin oft inn í myndina eins og goðin í gangverkinu.

Úr Öræfum  akvarella  26×55  2015

//  I’ve just finished reading the novel “Öræfi” by Ófeigur Sigurðsson to my intense enjoyment. The book – a prime candidate for the annual Icelandic literature prize which will be awarded in the coming week – is essentially a tall tale of people living in and travelling through Öræfasveit. In many aspects the tale is reminiscent of Sagan af Heljarslóðarorrustu by Benedikt Sveinbjarnarson Gröndal, a tale first published in 1861 reciting in a fabulous fashion the Battle of Solferino in 1859 and other associated events. The style is that of the old Icelandic sagas (and medieval romances) sometimes adopting influences from Rabelais and Swift, but the book is nonetheless truly unique in the whole canon of Icelandic literature.

When I read “Öræfi” such associations with Gröndal often came to mind in particular with regard to the characterisation of persons, many of which are people living in Öræfasveit. There is however a difference when it comes to the portrayal of nature and environment in the two tales. While Gröndal exaggerates most of such settings Ófeigur seems highly reluctant to do so. It is as if one can sense some deep-rooted respect for the elements that Ófeigur has chosen as the scenery/backdrop for his novel. It can also be that he does not regard the surroundings in Öræfasveit as in need of some exaggeration – that it would be pointless to add something extra to the realism.

In my works the deal is often that of realism vs. exaggerations. Some of the exaggerations are indeed necessary – while other are more of a happening. Then there is coincidence that often can appear like the dei ex machina.

From Öræfasveit  aquarelle  26×55  2015

 

1 thought on “af ýkjusögum // of tall tales

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s