Hver vindátt hefur sín einkenni og hér sunnanlands fer það vart framhjá neinum þegar hann leggst í „landnyrðing“ en svo nefnist andstæða útsynningsins sem ég nefndi í síðasta pistli. Aftur er heitið næsta auðrekjanlegt til Víkinganna í Vestur-Noregi og aukin sönnun fyrir upprunanum er að frændur okkar Færeyingar tala um landnyrðing og aðrar slíkar austrænar áttir. Er þó engu „landi“ fyrir að fara á þeirra slóðum.
Hér sunnanlands stendur landnyrðingur bæði fyrir vindátt og ákveðnu veðurlagi, þar sem gjarnan er bjart yfir samfara þurrakulda í nokkuð stífum blæstri. Ólíkt byljóttum útsynningnum er landnyrðingurinn þéttur og stöðugur eða eins og segir í vísu er Þórður Tómasson frá Vallnatúni, safnvörður í Skógum, birtir í bók sinni Veðurfræði Eyfellings:
Útsynningur grettinn, grár,
grimmur í éljaróti.
Landnyrðingur þybbinn, þrár
þessum blæs á móti.
Ég hef áður vitnað í fjórðu bók Þórbergs með upprifjunum úr Suðursveit en þar hefur hann eftir Þórarni föðurbróður sínum, sem þótti hafa takmarkalausa orðamergð og orðatilbreytingar um skuggalegt veðurútlit:
Nú strúar hann andskotans landnyrðinginn upp í Hornið … [og] farinn að forskyggna fram af Borgarhafnarfjallinu.
Þrátt fyrir fornt yfirbragð er þetta býsna lýsandi og ég sé fyrir mér hvernig hvít skýjahulan skríður einsog ullarlagður undan stífum vindinum, framaf fjallsbrúnunum og niður hvilftir og dali allt frá Suðursveitinni austur í Almannaskarð. Og fyrirbærið er vissulega myndrænt – ekki síður en éljaklakkarnir í útsynningnum.
Um leið og ég pósta þessa mynd dettur mér í hug að landnyrðingurinn hafi framkallað eitt og annað örnefnið. Til dæmis ekki ólíklegt að örnefnið Hekla vísi til þess að norðaustanstengurinn (sem svo oft liggur ofan af landmannaafréttunum) skreyti fjallið með þykku skýjasjali. Allavega finnst mér sú tilgáta skemmtileg.
Leggst í landnyrðing akvarella 30×40 2015
// Every wind direction has its characteristics and here in the south part of the country you never miss it when the wind turns to the north-east. In the post before this one I mentioned the turbulent Southwester but its counterpart has also a name for itself – “landnyrðingur” (literally landward Northerner).
The ‘land’ in the name means east and has its origins in the language of the seafarers of West Norway. This ancestry can also be seen in that the Faroe Islanders use landnyrðingur and other such terms for the main wind directions. There is however scant “land” to designate in those parts.
Here in the southern part of Iceland “landnyrðingur” is both a wind direction and a type of weather, often quite bright but dry and cold and usually coupled with a stiff, relentless wind. It is not uncommon to see thick shawls of cloud travelling with the wind over mountain edges and down into the valleys. This can often be picturesque.
Going over to landward north aquarelle 30×40 2015