úrvalsfellið // mount superior

Í flestu tilliti er Úlfarsfellið okkar hér á suðvesturhorninu mikið ‘úrvals’fell. Fá fjöll eru aðgengilegri og síðan er það mín reynsla að maður hafi yfirleitt vindinn í bakið á leiðinni upp. Og skýjafarið er alltaf sérlega áhugavert og dregur fram jökulmótað ‘kollalandslagið’ upp af Hafursvatninu og þar austur af í áttina að Þingvöllum.

Við Sólborg fórum á Úlfarsfellið í gær í litlum en kröftugum hópi samstarfsfólks míns hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Lánasjóði sveitarfélaga. Það gekk á með skúrum og svolítill strekkingur þegar upp var komið. Ekki gafst færi á að taka skissu en í handraðanum á ég hins vegar mynd af þrykki úr seríunni um kjarna fjalla þar sem Úlfarsfellið er í þristinum „innansveitarkrónikka“ (ásamt Lágafelli og Mosfelli).

Úlfarsfell á vef II

Úlfarsfell þurrnál 21×30  2015  //  Mount Úlfarsfell drypoint 21×30 2015

Þórdís lánastjóri hjá Lánasjóði sveitarfélaga var ein af göngufélögunum. Átti líka afmæli og þess vegna lauk förinni í kaffi heima hjá þeim Dagbjarti í höfðahverfinu í Mosó. Fannst það svolítið eins og að bera síld til Siglufjarðar að færa þeim – í tilefni dagsins – mynd af Úlfarsfelli (sem þau hafa jú fyrir augunum alla daga). Í staðinn er myndefnið sótt austur á land en þar var ísaldarjökullinn ennú atkvæðameiri við landmótunina en hér á suðvesturhorninu. Til hamingju með daginn Þórdís!

Heiðarendi (skissa) 20x29 2017

Heiðarendi akvarella 20×29  2017  //  Heath’s end aquarelle 20×29 2017

//  In terms of access there is no mount in my vicinity that is superior to Úlfarsfell. Although the elevation is not spectacular (a mere 307 m) the view from the top is excellent, giving a panorama of the glacier carved promontories above lake Hafravatn and to the east in the direction of Þingvellir. It is also my experience that you frequently have the wind int the back going up and often enjoy a really interesting setting of clouds which allow for bursts of sunshine and ‘sunspots’ moving through the landscape.

Yesterday Solborg and I took the trail in company with my colleagues from work (and spouses). There were more bursts of showers than sunshine and a rather stiff wind when we got to the top. No sketches were made but I have a print from the series I made in 2015 called the core of mountains. The series is arranged in groups of three where Úlfarsfell is portrayed along with two other nearby mounts (Mosfell and Lágafell). The name given refers to the title of Halldór Laxness’ novel Innansveitarkronika. 

When the hike was concluded we were invited to coffee and waffles in the home of my colleague Þórdís (whose birthday it was) and her husband Dagbjartur. They live in Mosfellsbær and have a great view of Úlfarsfell out of their living room window. It was therefore like carrying coal to Newcastle to make a birthday present of Úlfarsfell. Instead the motive is from the east where the ice-age glacier was even more industrious than here in the southwest, carving out heaths and promontories.

 

 

á Víknaslóðum // on the trails of the Inlets

Við Sólborg gengum Víknaslóðir í sumar í afar skemmtilegum hópi. Aðstæður leyfðu ekki mikla skissuvinnu en upplifunin var sterk í þokunni og auðvelt að framkalla stemmninguna að nýju.

Víknaslóðir (útmeð hlíðinni í Loðmundarfirði, við Karlfell og í Húsavík).

//  This summer me and Solborg took the trails of the Inlets on the eastern shore-board. Circumstances did not allow for much sketching. The impression of travelling in the fog was nevertheless quite strong and easy to recall the atmosphere.