Ég fór í morgun með þrykk í innrömmun til þeirra Listamanna á Skúlagötu. Þrykkin mynda seríu: 52 fjöll sem orðið hafa á vegi mínum (eða þannig – vegir liggja nú sjaldan beint yfir fjöll). Þetta er annars konar nálgun en í vatnslitamyndunum – hér snýst æfingin um form og innri línur. Útfærslan er með svokallaðri þurrnál, en þá er teikningin rist í plötu og síðan þrykkt á pappír.
Um viðfangsefnið setti ég þetta á blað:
Þegar við stöndum frammi fyrir fjalli tekur það sér stað í vitund okkar. Þetta gerist ósjálfrátt og fyrr en varir erum við farin að velta fyrir okkur samhenginu við höfuðskepnurnar: eirðarlausan skriðjökulinn, vellandi hraunelfurnar, stífum blæstrinum og beljandi vatnsföllunum. Af hverju skildi jökullinn þessa nibbu eftir? Hvers vegna er þessi dyngja ílöng? Er fjallið að skjóta upp kryppunni? Vita hnjúkar hvaðan á sig stendur veðrið?
Spurningar af þessum toga sýna fram á að fjöll breytast. Og af því við erum mannfólk dettur okkur einnig strax í hug hvort ekki megi breyta fjalli – þó ekki væri nema með því að kalla það eitthverju allt öðru nafni. Sagan segir hins vegar að fjall muni einungis breytast upp að vissu marki og einnig að sannleikurinn hafi tilhneigingu til þess að verða afstæður um leið og komið er inn í þyngdarsvið þess. En er þá hægt að finna það sem breytist síst eða jafnvel alls ekki? Hvar er þessi harði kjarni sem sjálfur ísaldarjökullinn varð að láta sér nægja að japla á eins og bolsíu?
Serían er sýnd í Menningarhúsinu Bergi á Dalvík. Opnun sýningarinnar er laugardaginn 16. maí kl. 14:00. Menningarhúsið er opið mánudaga til föstudaga frá 10:00 til 17:00 og laugardaga frá 12:00 til 17:00. Sýningunni lýkur 4. júní.
Tindastóll þurrnál 21×30 2015
// I went this morning to have a series of prints framed. The prints depict some 52 mountains I have come across (or so to speak – most of those I have only looked at from a distance). The approach is different from the aquarelles as the prints deal with form and inner lines. The technique is drypoint, where the image is scratched into a plate which is then inked and the image pressed on paper.
What is dealt with in the series I have described thus:
When we stand in front of a mountain it takes up space in our consciousness. This happens without will or reason and before we know it the interplay of the elements is being contemplated: the relentless glacier, the crunching lava flows, the whipping winds, and the surging rivers. Why did the glacier leave that edge behind? For what reason is the shield oblong? Is the mountain raising its hump? Do peaks have a notion of the weather?
From such questions it can be inferred that mountains change. And as we are human in essence the idea is instantaneous that a mountain can be changed; at the very least simply by giving it another name. History tells us on the other hand that a mountain will only change up to a certain degree. It can also be assumed that the veracity of things tends to become relative once the gravitational field of the mountain has been entered.
But then the question begs to be asked: Is it possible to find that which is last to change, or perhaps even unchangeable? Where is this hard core which even the ice age glacier himself had to be content with licking like a lollipop?
The series is exhibited in Menningarhúsið Berg – Berg Cultural House in Dalvik town. The opening is Saturday 16 May at 14:00. Berg Cultural House is open Monday through Friday from 10:00 to 17:00 og Saturdays from 12:00 to 17:00. The exhibition closes on 4 June.
Mt. Tindastoll drypoint 21×30 2015
Pingback: úrvalsfellið // mount superior | tryggvisart