Sýningin „Kjarni fjalla“ opnaði í dag í Menningarhúsinu Bergi á Dalvík. Sólborg hafði á orði að þetta væri kjörinn staður fyrir sýninguna – frábært útsýni er úr þessu velheppnaða húsi þeirra Dalvíkinga og eins og maður sé kominn í fjallasal. Einstaklega fallegur rammi um verkin sem ég hengdi upp.
Í sýningarskránni er þessi texti:
Það er hálfgerð tilviljun að fjöllin séu jafnmörg og í fjallaverkefni Ferðafélagsins, 52 talsins. Og staðan er alls ekki sú að þetta séu fjöll sem ég hef gengið á; ætli megi ekki telja þau á fingrum annarrar handar. Fjöllin hef ég hins vegar náð að virða fyrir mér – og sum löngum stundum eins og Baulu, sem einhvern veginn var alltaf mjög nálæg þau níu sumur sem ég var í sveit í Borgarfirðinum.
Nálægðin – sem var nú ekki alveg raunveruleg því fjallið var í nokkrum fjarska – kveikti alls konar hugrenningar og löngun til þess að vita meira. Af þeirri ástæðu var allt lesið af áfergju sem viðkom Baulu og öðrum nágrönnum hennar, af því mér fannst ég þekkja fjöllin svo vel. Og síðan þessi endurfundatilfinning að sjá Baulu uppi á vegg, hvort sem það var nú í málverki eftir Ásgrím eða Matthías Sig.
Þessi strengur hefur haldist og í hvert sinn sem ferðast er um landið skima ég eftir gömlum vinum og gleðst yfir því að eignast nýja kunningja. Og ef sest er niður til þess að skissa verður æfingin ekki ósvipuð módelteikningu; að rýna í anatómíu fjallsins og átta sig á því hvernig liggur í því. Þá byrja allskonar pælingar: um jarðlagahalla, ganga og sprungur, nokkuð sem ég bý að frá árinu sem ég var í jarðfræði hér í denn.
En þar sem maður situr fer hugurinn líka á kreik og spurningin vaknar um það hvernig fyrirsætan hafi það.
Hvað segja örin og lýtin um fortíðina? Um slaginn við ísaldarjökulinn, ágang straumvatnanna eða stöðugt vindgnauð í þúsund ár? Því fjöllin hafa vakað og eru til frásagnar, rétt eins og fyrirsætan í Mynd og Hand sem kvartaði yfir því í pásunni að hún væri með hryggskekkju og gæti ekki tekið aðra setu í krefjandi stellingu.
Og síðan má líka spyrja hvað ásýnd fjalla segi okkur um nútíðina, eins og þegar maður horfir á Lambafellið við Þrengslin, mergsogið af vinnuvélum. Einhvern veginn langar mig ekkert til að skissa það fjall því það væri eins og að teikna lík sem lægi sundurbútað fyrir framan mig á krufningarborði. Og ósjálfrátt dettur manni þá í hug hvenær fjall hættir að vera til frásagnar – hvenær að því kemur að lömbin þagna.
Kötlufell þurrnál 21×30 2015
// The exhibition “Mountain cores” opened today in Berg Cultural House in Dalvík. My wife Sólborg remarked that this was indeed a perfect venue. The view from the house is truly breathtaking in every direction – as if you have entered a amphitheater composed of mountains. A grand surrounding for the works on display.
This text was prepared for guests:
It is something of a coincidence that the mountains are 52, the same number as in the mountaineering project of the Icelandic Touring Association: ‘One Mount a Week’. And the indication is not that I have scaled every one of them, the fact being that those can be counted on the fingers of one hand. On the other hand I have had the opportunity to contemplate each mountain – and some over an extended period of time, for example Mt. Baula which was somehow everpresent during the nine summers I spent as a boy in Borgarfjörður.
This nearness, which is perhaps exaggerated because the mountain was in the next valley, enticed me and spurned a longing to know more. For that reason every small bit of text on Baula and neighboring mountains was avidly read, because I knew them so well! And then there was this strong feeling of reunion when I came across Mt. Baula up on a wall, be it a painting by Ásgrímur Jónsson or some other.
This relationship with mountains is persistent and whenever I travel around the country I fondly look for old friends and am glad to make some new aquaintance. If I sit down to make a sketch of a mountain the exercise is very much akin to rendering a model – where you scrutinise the anatomy and try to see the lay of the land. Once started all kinds of speculation emerge; the inclination of the strata, along with the dikes and fractures running through the rock mass. Such things I can recall from the year that was spent studying geology, way back.
As you sit there in front of the mountain, the question also arises: How is the model doing? What do the scars and amputations tell us about the past? About the fight with the ice-age glacier, the churning rivers and the constantly howling winds over a thousand years? Because we can be sure that the mountains are awake and have a tale to tell. Just as the model in art college who complained during the pause that she had a twisted spine and could not go through another sitting in a demanding pose.
Then the notion also arises, what the appearance of mountains tell us about the present, for example Mt. Lambafell in Þrengsli, which is being shredded by heavy-duty machinery. To sketch that mountain would only sadden me because that would be like rendering a corpse lying in front of me on top the dissection table. And instantly the question begs to be asked: when does a mountain cease to have a tale to tell? When will we have the silence of the lambs?
Mt. Kötlufell drypoint 21×30 2015