symmetríu náð // symmetry attained

Eins og sagði í síðasta pósti var sport hjá mér að finna punktinn í Gamla túninu í Norðtungu þar sem Vikrafellið væri symmetrískt. Þetta var bernskuleikur en hann hefur fylgt mér og þegar fer út að skyssa geri ég stundum svona æfingar, t.d. með heiðaborgirnar. Seinnitíma viðbót er síðan að draga fram það sem uppá vantar til þess að fjallið sé symmetrískt. Þann leik stunda ég oft þegar ég virði fyrir mér Hestfjallið í Grímsnesi. Ekki spillir fyrir að örnefnið er dásamlega gegnsætt og fangar formið af hesti sem liggur fram á fætur sína með bæði Snoppu og Hestseyru (örnefni).

Hestsfjall_1

Hestfjallið er annars grjótmerkilegt. Öll anatómían er eins og í dyngju eins og best sést úr suðri (sbr. hér að ofan). Séð úr austri eða vestri er engu líkara en stórt stykki vanti úr fjallinu norðanmegin. Jarðfræðingar hafa að sjálfsögðu gefið þessu gaum og mótað a.m.k. tvær tilgátur um hvernig á þessu stendur. Önnur er sú að grágrýtishluti fjallsins hafi orðið til í útjaðri ísaldarjökulsins sem hafi myndað fyrirstöðu til norðurs. Hin er sú að landsig hafi orðið undir norðurhlutanum.

Ég ætla að bæta við þriðju tilgátunni – án ábyrgðar – og slá því fram að ástæðan fyrir þessu lagi á Hestfjallinu sé ágangur jökulvatna ofan af hálendinu, sem hafi komist í móbergið undir grágrýtisskildinum og molað þannig undirstöðu dyngjunnar langleiðina inn undir háfjallið. Út frá anatómíunni finnst mér þetta skemmtilegasta tilgátan og að skyssa Hestfjall á hlið verður þá svolítið eins og teikna rómversku stytturnar sem á vantar svo og svo marga útlimi.

Efri: Við Hestfjall  akvarella  24×36,5  2014
Neðri: Þjórsá/Hestfjall I akvarella 15×25 2014

// In the previous post I mentioned running through the Old hayfield in Norðtunga to find the point where Vikrafell would appear completely symmetrical. This was a childhood game but it has followed me since and I often do such exercises when sketching, for example the prominences on the moors. A later pastime is to find out what is missing from the anatomy / symmetry. A favourite subject for that exercise is Mt. Hestfjall (literally Horse Mount) in Grímsnes, which also boasts a wonderfully transparent ur-name enveloping the form of a laying horse resting its head on the front feet.

The form of Mt. Hestfjall is also quite interesting from other viewpoints. Its anatomy is that of a shield volcano, as can clearly be seen from the south (as in the upper of the two pictures above). Viewed from the West or East shows however that is as if a big chunk is missing from the northern side of the mountain. Geologists have of course noticed this and two hypotheses have been formed. One is that the shield part of the mountain was formed by the edge of the ice age glacier which diverted all of the lava to the south. The other is that the land under the northern part somehow dropped.

I’m going to add a third proposition and theorize that the reason for this form of Mt. Hestfjall is the carving of glacial rivers from the highlands, that managed to get to the soft tuff under the shield lava. This carving would have taken away the foundation of the shield and left the ‘cut’ form visible today. I believe in this third theory because then sketching Mt. Hestfjall becomes a little like drawing the old Roman statues which are missing so and so many limbs.

Upper: By Mt. Hestfjall  aquarelle  24×36,5  2014
Lower: Þjórsá/Hestfjall II aquarelle 15×25 2014

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s