Í fyrri færslu sagði frá því þegar ég var í sveit í Borgarfirði. Sumurin voru níu hjá þeim Magnúsi bónda og Öddu konu hans í Norðtungu í Þverárhlíð en landslögin þar eru afar sterk í endurminningunni. Þannig get ég leikandi kallað fram í hugann hvernig landið liggur, þótt varla geti heitið að ég hafi komið í Þverárhlíðina á fullorðinsárum. Fjöllin yfir í Norðurárdal svipmest: Baula og Litla-Baula ljósar yfirlitum handan við Grjóthálsinn en Vikrafellið koldökkt og ásýndar eins og tveir pýramídar mjög þétt saman þegar horft er af hlaðinu. Væri gengið norður um Gamla túnið kom maður að ákveðnum stað þar sem pýramídarnir féllu saman og úr varð fullkominn þríhyrningur sem engu var líkara en sæti beint ofan á Grjóthálsinum.
Norðtunga er gegnsætt örnefni því jörðin er í tungunni milli Litlu-Þverár og Kjarrár. Á tungubroddinum koma árnar saman og mynda Þverá. Tungan sést best þegar horft er í norður frá ármótunum.
Til þess að sjá loftmynd af tungunni fór ég inn á geographic.org (sem haldið er úti af hinum réttsýna Bandaríkjaher sbr. yfirlitið um Búrfellin 42) og fann fljótt ‘Nordhtunga’. Heitið „Novotunga“ kom hins vegar einnig fyrir á loftmyndinni og olli mér nokkrum heilabrotum.
Fyrst hélt ég að þetta hlyti að vera einhvert seinni tíma nýbýli út úr Norðtungu (því örin vísar þangað beint heim á hlað) en við nánari umhugsun sá ég að heitið hlyti að vera afleiðing af hrakförum hinna séríslensku stafa þegar þeir leggja af stað út í heim. Okkar ástkæra ylhýra ‘ð’ hafði sumsé orðið að ‘o’ og stafurinn ‘r’ að ‘v’. Hér er að verki hliðstætt ferli og gerir Vöndugil að vondum giljum eins og áður er rakið.
Ég prófaði að gamni að gúgla ‘Novotunga’ og fékk upp u.þ.b. 5.600 færslur sem allar ganga út á það sem er að gerast í “Novotunga, populated place in Myrasysla, Iceland”. Meðal þess er:
Hér er fátt eitt nefnt en Norðtunga hefur greinilega forframast síðan ég var þar. En ætli þau í Framsóknarflokknum viti af þessu?
Minning af hlaðinu í Norðtungu skyssa 17.07.2014
// In a prior post my youth summers in the country were mentioned. These summers numbered nine and I stayed with farmer Magnús and his wife Adda in Norðtunga in Þverárhlíð, West Iceland. The landscapes there are very strong in my recollections, and I can easily call to mind the lay of the land even though decades have passed since I last came there.The mountains over in the adjacent valley Norðurárdalur very prominent; Mt. Baula and Litla-Baula light-coloured on the other side of Grjótháls but Mt. Vikrafell very dark and shaped like two pyramids huddled close together when viewed from the farmyard. If you took the walk north through the Old hayfield you came to a point where symmetry was attained, and the two pyramids fell together to form a perfect triangle which seemed to sit upon Grjótháls.
As an ur-name Norðtunga is transparent because the farm is situated on a tongue between two rivers, Litla-Þverá and Kjarrá. The rivers come together at the tip of the tongue forming the river Þverá. This lay of the land is evident when looking north, hence the literal name ‘North tongue’.
To get an aerial photo of the place I visited geographic.org (mentioned in an earlier post). I quickly found ‘Nordhtunga’ but all of a sudden the name “Novotunga” had also appeared in the photo to my considerable astonishment. Was this some newly established farm (the name could indicate that) or a part of the old farm (the arrow points straight to the old farmyard)? I soon, however, realized that this name had to be a sad misfortune of the Icelandic special characters when tossed out into the wide world. The Icelandic ‘ð’ had thus become ‘o’ and the ‘r’ turned into ‘v’ (no doubt because the prefix ‘novo’ was something that the recognition software could recognise). This process is akin to what was posted earlier on Wanda’s gullies.
I tried to google ‘Novotunga’ and got – to my amusement – approx. 5,600 hits which all relate to this recognition glitch as there is no other known occurence of the word. These hits illustrate what is going on in ‘Novotunga, populated place in Myrasysla, Iceland’ and with this long list you can:
plus much more. My old farm has really come up in this world!
From the farmyard In Norðtunga (recollection) sketch 17.07.2014