Í vatnslitnum er birtan yfirleitt viðfangsefnið. Áskorunin: Að grípa birtubrigðin hvort sem þau ráðast af skýjafarinu eða landslaginu, nema hvort tveggja sé. Vatnið er miðillinn og yfirleitt vinn ég mínar myndir í blautt, byrja með pappírinn hráavotan og vinn mig áfram – set síðustu atriðin inn þegar pappírinn er nánast þornaður ef ég vil fá fram skarpar brúnir eða skil.
Það flýgur oft í gegnum kollinn þegar ég vinn þessar landslagsmyndir að birtan sé eins og vatnið – og hreinlega að vatnið sé birtan – því oft koma þau „brigði“ fram á pappírnum sem voru beint fyrir augunum á mér. Með sama hætti og birtan flæðir yfir landið streymir vatnið um pappírinn og liturinn fær að fljóta með eins og ferðamaður á puttanum. Dettur i hug þegar ég skrifa þetta að vatnsliturinn sé ekki ósvipaður veiðiflugunni sem fær „far“ með línunni þegar henni er kastað.
Skemmtileg tenging það því hingað á sýninguna til mín kom Guðmundur Ármann sem einmitt sameinar fluguveiði og akvarellugerð (og er þar að auki grafíker!). Meðan veiðifélagarnir leggja sig í hléinu milli vakta fer Guðmundur út í móann með pensla og liti. Ég hef ekki enn náð þessi eðla stigi í akvarellunni en ætla svo sannarlega að spreyta mig frekar fyrr en síðar. Þá fæ ég vonandi að eiga þá félaga að: Guðmund Ármann og Ragnar Hólm – því undirbúningurinn er víst allnokkur áður en maður getur farið á stúfana.
Veit síðan ekki alveg hvort hægt er að mála undir berum himni alla mánuði ársins hér á hjara veraldar. Gæti kallað á sérstakar tilfæringar eins og að nota frostlög. Þar er þó varúðar þörf eins og austurrískir vínframleiðendur komust að hér um árið. Þá er vetrarsólin svolítið öðruvísi en sumarbirtan og annað „flæði“ í gangi því svo oft er um að ræða að vetrarsólin endurspeglast af snævi þakinni grundinni. Þau birtubrigði eru alveg sérstök.
Vetrarsól í ríki Vatnajökuls akvarella 26×45,5 2014
Efst í færslu: Af Mýrdalssandi akvarella 15×25 2014
// In aquarelles done from nature luminosity* is usually the thing. The challenge is to catch the interplay of luminosity with the clouds / skies / landscape. Water is the medium and as a rule I do my paintings wet-in-wet, beginning with the paper almost dripping. From there I work my way on, adding the last details when the paper is nearly dry if I’m seeking some sharp (or ‘found’) edges.
* The Icelandic word ‘birta’ beautifully catches the notion of naturally occurring light in a broad sense while the English language curiously enough does not have a corresponding word – luminosity will thus have to do.
When I do these landscape works it is a frequent wondering that the luminosity is like the water – indeed that the water is the luminosity (or ‘birta’) – because it so often happens that some nuances emerge on paper which I have directly observed. The ‘birta’ flows over the land and in the same manner the water streams in and through the paper, carrying the colour with it like some hitch-hiker. I speculate as this is written that the water-colour is not unlike the angler’s fly; getting a ride when the line is cast.
This is an amusing connection because to the current exhibition came Akureyri-based artist Guðmundur Ármann who combines plein-air aquarelles and fly-fishing [he is a printmaker as well]. While the rest of the angling-company takes a nap between shifts Guðmundur Ármann collects his artist things and goes out to make some aquarelles. I have not (yet) ventured into plein-air but am definitely aiming to do so rather sooner than later. Hopefully I will get some assistance from Guðmundur Ármann and his colleague Ragnar Hólm, as I understand that such out-door work-requires some serious preparations.
Moreover I do not know if you can do plein-air the whole year round here at these high latitudes. It might call for some special arrangements, such as the addition of anti-freeze to the water. This however calls for caution as Austrian wine-makers found out some years back. It should also be kept in mind that the winter-sun provides a flow different from what is experienced in summer. Often the ground is covered in snow which reflects the relatively low sun. Those nuances are quite special.
Winter sun in the realm of Vatnajökull aquarelle 26×45,5 2014
At the beginning of post: From Mýrdalssandur aquarelle 15×25 2014