kyrralíf // nature morte

Undirhaumhimni10001Í verkum sem hafa náttúruna sem útgangspunkt er áskorunin oftar en ekki sú að viðhalda hinu (sí)breytilega þótt nálgunin hljóti eðli málsins samkvæmt yfirleitt að byggjast á því að „festa“ einhverja tiltekna einingu innan ákveðins ramma.

Þorra vini mínum (Þorvarði Árnasyni á Höfn í Hornafirði) tekst manna best að mínu viti að svara þessu kalli í íslenskri náttúru og ég held að við séum á einu máli um að áskorunin sé svolítið sérstök hér á „hjara veraldar“. Þar hefur hann þó betri samanburð en ég enda búið og starfað í nokkrum löndum. Við eigum hins vegar algerlega sameiginlegt að eiga fjölbreytt nesti í lífsmalnum og vera með marga hatta á hillunni.

Í listinni vinnur Þorri m.a. með það sem hann kallar h(v)ik-myndir og síðan er hann einhver albesti ljósmyndari sem ég þekki. Ekki spillir fyrir sú tenging að við Sólborg bjuggum austur á Höfn um nokkurra ára skeið og þekkjum því svolítið það umhverfi sem hann gerir skil í sínum myndum.

Mjög minnisstætt er stutt kvikmyndaverk „nature morte“ sem Þorri vann á meðan hann bjó í Kanada sennilega 1992. Kveikjan var landvarslan sem hann sinnti við Jökulsá á Fjöllum og í Ásbyrgi. Úr varð verk sem var eins konar óður til árinnar og margbreytileika hennar. Verkið er í svart/hvítu og ógleymanleg upplifun að horfa á myndskeið þar sem Þorri hafði beint kamerunni að fallandi vatnsmassanum í Dettifossi eða einhverjum af hinum stóru fossunum og beitt aðdrættinum þannig að ólgan fyllti út í tjaldið. Í endurgerðinni varð þetta að fyrirbæri sem hætti að lúta þyngdaraflinu því fyrr en varði sá maður ekki betur en að vatnsmassinn væri allur á hraðri uppleið. Þarna heppnaðist Þorra að viðhalda hinu breytilega þótt ramminn sem hann valdi geri kröfu um að hlutirnir séu býsna mikið festir niður (á filmu).

Rammi náttúru-akvarellunnar er líka fremur fastur fyrir en þegar vel gengur næst stundum að endurspegla breytileikann. Sjálfum finnst mér gaman að sjá hvernig upplifun af hrauni getur komið út. Í raun er þetta ekki svo ósvipað nature morte pælingunni hans Þorra – allavega finnst mér stundum þegar ég stend fyrir framan háan, sæmilega gróinn hraunjaðar að formin losni úr læðingi þegar ég fer að rýna í glompurnar og gjóturnar.
Svínahraun akvarella 27×44,5 2014

// In works which have nature as the point of deperture, the challenge is often to retain the quality of (ever) changing attributes while the approach usually entails to “fasten” the unity sought after, within a frame of some kind. My friend Þorri is better at this than most other pictorial workers, at least within the context of Icelandic nature. I also think that me and Þorri agree that this challenge has something extra here at these high latitudes. He is though probably in a better position to judge as he has lived and worked in many countries. But we both share to have many hats on our stand.

In his art Þorri works with time-lapses and he is also one of the very best photographers I know. In addition he lives in Höfn in Hornafjörður where Solborg and I also lived for some years, so we know a bit about the surroundings Þorri portrays in his work.

Very memorable is a short cinematic work; “nature morte” which Þorri produced during his stay in Canada, probably in 1992. The inception was the land protection or ranger job which Þorri did by Jökulsá á Fjöllum and Ásbyrgi. This led to a piece that essentially is an ode to the river and its universe. The work is in black and white and unforgetable to experience the portion where Þorri had pointed the camera on to the descending mass in one of the huge waterfalls in the river (Dettifoss, Hafragilsfoss or Selfoss). Then he zoomed in so that the swirling water filled the screen. In the rendering this became phenomena which gradually began to defy gravity because it was as if the water mass was rising with great power. Here Þorri managed to retain the quality of perpetual change while working within a strict frame.

The frame of the “from-nature” aquarelle is also quite fastidious (or so to speak) but when the going is good it sometimes manages to reflect the everchanging attributes. I myself like to see how the impression of lava fields can be rendered. In essence this is not so unlike Þorri’s nature morte speculation. At least I sometimes think, when I’m standing in front of a tall end of a lava field (preferably quite mossy), that the forms start to dissolve once I scrutinize all the crooks and nannies.
Svínahraun aquarelle 27×44,5 2014

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s