Meira af heiðum // More of moors

Af_thorskafjardarheidi_170x320_2014_1Í fyrri færslu nefndi ég þetta með heiðarnar og það tengdist nú eiginlega einnig vangaveltunni um ljósmyndir og verk. Tek fram að þótt myndavélin sé með í för er ég alls ekki góður ljósmyndari. Skyssurnar eru skárri.

Þekki hins vegar nokkra fína ljósmyndara sem hafa þjálfað augað til þess að greina – í gegnum linsuna – nákvæmlega það sem máli skiptir í umhverfinu. Einn þessara er Hugi Ólafsson sem að mínu mati er sérstaklega góður í því að búa til ‘kompósisjónir’ í sínum myndum. Fékk leyfi hjá honum til þess að birta hér ljósmynd af Vaðalfjöllum sem er í raun sama mótívið og ég er með í annarri af tveimur af Þorskafjarðarheiðinni. Sjónarhornið er hins vegar aðeins annað.

Það er skemmtileg tilviljun að ég nefndi jarðfræðinginn Lúðvík E. Gústafsson í færslunni um hina myndina því við Hugi vorum saman á fyrsta ári í jarðfræði í HÍ hér fyrir margt löngu. Hugi hélt áfram og kláraði jarðfræðina en í mínu lífi gerðist það að ég tók inntökuprófið í Mynd og hand þarna um vorið 1984 – og komst inn! Ef það hefði ekki gerst væri þessi bloggfærsla ekki hér.
Af Þorskafjarðarheiði  akvarella  17×32  2014

Vaðalfjöllin Hugi Olafs// In an earlier post I mentioned the moors and then there is also the connection to photographs and works. Please note that although I take the camera along I´m not a good photographer. Better at sketching.

But I know some excellent photographers who have a hightly trained eye when it comes to finding – through the lens – what exactly matters in the surroundings. One of those is Hugi Ólafsson, who in my opinion is very good at making compositions with his photos. He allowed me to post this photo of Mts. Vaðalfjöll which is the same motive as in one of two works from the Þorskafjarðarheiði moor. The location is however not exactly the same.

It is an amusing coincidence that I mentioned the geologist Lúðvík E. Gústafsson in the blog about the other moor(ish) work because Hugi Ólafsson and I were in the same group doing the first year in geology at the University of Iceland many years back. Hugi continued and finished his degree but in my life it so happened that in this spring of 1984 I took the admission exam in the Icelandic College of Arts and Crafts (later Iceland Academy of the Arts) and got in! If that hadn’t happened this blog would not be here.
From Þorskafjarðarheiði  aquarelle  17×32  2014

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s