Heiðarstemmningar // Moor(ish) atmospheres

Utsyni_af_heidinni_UHHÍ fyrri pósti var minnst á hefðina með býsna jákvæðum hætti. Það líta hins vegar ekki allir svo á og landslagsmyndir, unnar innan hefðarinnar, eru oft taldar tilheyra liðinni tíð. Ég fer hins vegar ekki ofan af því að þetta form býður upp á ákaflega mikla möguleika en gerir vissulega miklar kröfur á móti – og þá sérstaklega um heiðarleg vinnubrögð.

Það fylgdi mínum verkum, allt frá námsárum, að teljast fremur heiðarleg þannig að það er ekki eitthvað sem til kom með landslagsverkunum. Dettur í hug að ég geti sagt eins og Jack í lok “The Importance of Being Earnest” (eftir Oscar Wilde) að ég hafi áttað mig á mikilvægi þess að vera beinn og Hreinn (tilvitnunin hér er til íslenskrar útgáfu á leikritinu hvers heiti var þýtt: „Um mikilvægi þess að vera Hreinn“).

Þetta með að vera Hreinn tengist líka mótívunum sem ég vel. Held að það sé ástæða fyrir því að heiðarstemmningar höfða til mín og þá sérstaklega sú tilfinning að vera – gjarnan í svolitlum gusti – uppi á sléttu og hafa útsýni niður í dalskorningana. Í dalbotninum fær maður vissulega góða tilfinningu fyrir því hvernig jöklarnar hafa unnið sitt starf en sú mynd er að mörgu leyti skýrari uppi á heiðinni þegar maður getur horft eftir straumstefnunni sem skriðjökullinn tók á sínum tíma. Síðan er heiðargróðurinn yfirleitt ákaflega fallegur í einfaldleika sínum. Hengi við mynd vestan af Þorskafjarðarheiði. Lúðvík vinur minn og samstarfsmaður falaði þá mynd af mér og það er gott því hann er jarðfræðingur og skilur þetta með skriðjöklana.
Útsýni af heiðinni akvarella 19×38 2014 (í einkaeigu)

// In an earlier post tradition was mentioned, quite favourably. That position is on the other hand not shared by all and traditional landscape painting is often regarded as a thing of the past. I nevertheless strongly maintain that this form offers a great variety of possibilities while making stringent demands in return – in particular of unadulterated approaches.

It seemed to follow my works from the study years and on that they were considered ‘honest’ so that is nothing new to me regarding the landscapes. Perhaps I can say like Jack in the closing sentence of Wilde’s priceless play that I have discovered the importance of being Earnest.

This quality of being Earnest also has something to do with the motives I choose. There is probably a reason for the fact that moor atmospheres attract me and specially the feeling of being – preferably in some gust – up on the plateau with the view down into the beginnings of the valleys. When at the bottom of the valley you certainly get the feeling how the glaciers did their work but when you are up on the plateau the view is along the direction the glacier took those eons ago. In addition the vegetation up on the moors is usually very beautiful in its low-keyed existence. I’m hanging a work on this post, from the Þorskafjarðarheiði moor in the West Fjords. My friend and colleague Lúðvík bought this work and that is good because he is a geologist and understands these things with the glaciers.
View from the moor aquarelle 19×38 2014 (privately owned)

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s