Heiðaborgir – Holtsborgin // Citadels on the moor

HoltsborginHeiðarnar eru margar en það er eins og hver þeirra hafi eina eða fleiri heiðaborgir. Formið á þessum borgum er að sjálfsögðu fjölbreytt en ótrúlega oft er nú samt eins og smá strýta eða nabbur standi upp úr henni nálægt miðju. Fyrir áhugamenn um symmetríu er áskorunin að sjálfsögðu að finna sjónarhornið þar sem hlutirnir koma saman og útlínan gengur eins upp undir nabbann. Hitt er síðan líka að finna hitt sjónarhornið þar sem engu líkara en að skriðjökull eða eitthvert annað máttarvald hafi skorið af borginni stóran hluta. Leik mér stundum með þessi tvenns konar sjónarhorn í Hestsfjallinu (meira um það síðar).

Uppáhaldsborgin mín er Holtsborgin á Síðunni rétt fyrir vestan Kirkjubæjarklaustur. Allt er þar með nokkrum ólíkindum í umhverfinu, frá eldhrauninu fyrir framan að ávölum, grónum heiðaflákunum sundurskornum af Fjaðránni og öðru straumvatni. Hengi við verk sem var á örnefna-sýningunni enda Holtsborgin sterk í allri merkingu. Svavar Knútur tónlistarmaður og vinur okkar Sólborgar fékk þessa mynd og það samhengi hlutanna finnst mér aldeilis frábært.
Holtsborgin akvarella 35×22 2013 (í einkaeigu)

// The moors are many in this country and it is really like every one of those has one or more ‘citadels’; rocky prominences with silouettes tha easily can be mistaken for structures in the fog or dusk. The form of these prominences is of course very diverse but it is incredibly often that you find a small peak or outcrop near its centre. For any symmetry-enthusiast the challenge is of course to find the point where things come together and the outline goes from the peak in the same manner. You can also go by it the other way and find the point where a glacier or some other earthly power has shorn off a big chunk of the prominence. I sometimes do this exercise of two vantage points with Mt. Hestsfjall (more on that in a later post).

My favourite citadel is Holtsborgin near Kirkjubæjarklaustur. In the surroundings everything is fantastical; from the lava field below to the undulating lush moor flanks, criss-crossed by canyons made by the Fjaðrá river and other streamwater. I’m affixing a work from the ur-names exhibition where Holtsborgin was a central piece because she is so strong in every sense [and her name does not require translation]. The musician Svavar Knútur, a friend of Solborg and me, got this picture and I’m very happy with that context, him being a firm favorite of ours.
Holtsborgin aquarelle 35×22 2013 (privately owned)

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s