Þessu með Búrfellin hef ég heilmikið velt fyrir mér og þær pælingar voru nokkuð áberandi á örnefna-sýningunni. Búrfellin eru mörg – ríflega 40 talsins skv. lista nafnfræðingsins Svavars Sigmundssonar sem ég hef raðað upp á nýtt hér til hliðar. Ég hef ekki barið öll Búrfellin augum og gef mér að hvert um sig hafi ákveðin sérkenni. Áhugavert er hins vegar að mjög mörg þeirra eiga ákveðinn samnefnara í forminu: brattar hlíðar neðst sem ganga upp undir hamrabelti sem gjarnan eru lungann úr hringnum í kringum háfjallið. Ofan á er síðan aflíðandi kollur.
Þetta er auðvitað stapaformið sem best þekkist í Herðubreið og Hlöðufelli, og sem Búrfellin eru hálfgerð vasaútgáfa af enda rísa þau sjaldnast meira en 3 – 400 metra yfir umhverfi sitt.
Ennú áhugaverðara er að þetta form endurspeglast sennilega í heitinu / örnefninu. Þannig telja menn að búrið, sem um ræðir, sé afhýsið sem menn til forna reistu við híbýli sín til þess að geyma mat. Þetta voru staf-búr því sjálft hýsið var reist á hallandi stöfum til þess að koma í veg fyrir að það lægi á jörðinni þar sem mýs og önnur kvikindi kæmust að því. Þannig má segja að búrformið teikni sig í fjallinu og öfugt.
Orðið stafbúr lifir að sögn enn góðu lífi í norsku (sbr. stabbur). Hins vegar litu menn búrfellsheitið hornauga til sjós þar sem það var ekki talið boða gott að nefna kennileitið því nafni, jafnvel þótt það væri notað sem mið. Var þá talað um matarfell eða annað hliðstætt. Meira um það hjá Svavari Sigmundssyni.
Á sýningunni hér á Akureyri er eitt Búrfell, það sem er efst í póstinum.
Búrfell #18 akvarella 21,5×41,5 2014
// I’ve done some thinking about the Icelandic “Búr”fells (the búr- part literally means pantry). They are quite numerous, no fewer than 40 according to a list compiled by the philolog Svavar Sigmundsson. This list is on the right, re-arranged by me.
I haven´t been to see all these Búrfells (a worthy task though) but all of them presumably have some distinguishing features. It is nonetheless interesting that many of them share a common form, with steep slopes up from the adjacent ground and almost vertical cliffs above; bordering all or most of the upper mountain perimeter. The mountain top is then relatively flat.
This mountain-form is well known as “stapi” in Icelandic with the glorious examples of Mt. Herðubreið – the queen of Icelandic mountains – and her sister Mt. Hlöðufell. The Búrfells are lesser cousins (and really pocket editions of royalty) as they seldom rise more than 3 – 400 metres over the surrounding area.
Even more interesting is the likelihood that this form is reflected in the name (or ur-name if you will). Men of learning recon that the pantry referred to is a small hut that in olden times was built outside the main dwellings to store food. The hut was erected on slanting poles to free it from the ground and possible invasions of mice and other creatures. Together the slanting poles and the rectangular structure make the form one can see in the mountain.
The word stafbúr (or pole-pantry) is still alive and kicking in Norwegian (cf. stabburet). The búrfells-name was on the other hand disliked amongst Icelandic fishermen who considered it an ill omen to utter this name while at sea, even though the ‘fell’ in question was an important point of reference when navigating fishing grounds. A possible reason for this is that the sperm-whale is named “búrhvalur” in Icelandic. Big whales coming too close to the small fishing boats posed danger which the fishermen did not want to taunt by naming the beast, albeit inadvertently. Therefore these mountains were at sea called matarfell (literally food-mounts) or some variant in that vein.
In the current exhibition in Akureyri there is one Búrfell, the one at the top of the post.
Búrfell #18 aquarelle 21,5×41,5 2014
Þessi mynd hefur mikið aðdráttarafl og maður á erfitt með að slíta sig frá henni.