örnefni // ur-names

VondugilÁ sýningunni í fyrra lagði ég út af „örnefnum“ í ýmsum skilningi. Í sýningarskránni sagði:

Upphafleg merking orðsins „örnefni“ er líklega ‚nafn sem dregið er af  öðru nafni‘ eða úrnafn. Orðið á sérstaklega við samsett nöfn sem kunna að bera með sér að hafa mótast yfir langan tíma. Hefðin mótar örnefnið og því má jafnvel líta svo á að örnefnið lýsi ákveðnum sáttmála milli landsins  og þeirra sem „ílendast“ þar um lengri eða skemmri tíma.
Allar myndirnar á sýningunni eru tilbrigði við ákveðin örnefni og lýsa leiðangri þar sem ferðamaðurinn gengur „ör-inda“ sinna í náttúrunni. Þetta er leikur í hefðinni – og með hefðina – þar sem því er þó alltaf haldið til haga og upplifun stundarinnar endurtekur sig sjaldnast í hinni síbreytilegu norrænu birtu og hver staður er hvort tveggja í senn: út af fyrir sig einstakur og einstakur út af fyrir sig.

Mikið af myndefni sýningarinnar var sótt til leiðarinnar milli Landmannalauga og Þórsmerkur sem við Sólborg höfðum gengið í afskaplega góðum félagsskap árið áður. Við vorum líka svo heppin að vera með góða leiðsögumenn sem sögðu okkur deili á landinu. Á leiðinni uppúr Laugahrauninu var okkur m.a. bent á að á hægri hönd væru svokölluð Vondugil. Nafnið gæti hins vegar varla staðist því þetta væru eiginlega mjög góð gil til allra þarfa, bæði manna og skepna. Líklegra væri að gilin hétu í raun Vöndugil (í höfuðuð á henni Vöndu) en að eitthvað hefði skolast til í gps-kortagerðinni (sem ekki styddi íslenska stafi). Horft til Vondugilja (Vöndugilja?)  akvarella  21×38 2013

// The exhibition last year was all about topography toponymy as stated in the catalogue:

The initial meaning of the Icelandic word örnefni is thought to be ‘a name drawn from another name’. It is probable that the prefix ör- corresponds to the ancient Germanic stem ur-, lending itself to the construction ur-name, if you will. The Icelandic word is particularly linked with compound place-names, which may have taken many centuries to assume their current form. Tradition thus shapes the örnefni and one may even speculate that the name reflects a certain convention between the land and those that are ‘landed’ therein for longer or shorter periods of time.
All the works exhibited are variations on certain örnefni and describe a topographic / toponymic journey, where the man of journey (or ‘journeyman’) goes outdoors and takes in the natural phenomena he encounters. This is an exercise in tradition and a play with tradition, yet always bearing in mind that the experience of the moment seldom repeats itself under ever-changing Nordic skies. It also iterates that each place is at the same time unique in its own right, and in its own right – unique.

Many of the motives covered were picked up on the hiking trail from Landmannalaugar to Thórsmörk (the so-called Laugavegur) which Solborg and I had trod the year before, in excellent company. We were also so lucky to have great guides with us who could elaborate on the land and surroundings. On our way up from the Laugahraun lava field our attention was drawn to some gullies on the right hand side: the so-called Vondugil (literal translation: evil gullies). It was maintained, however, that this name should be disputed as these gullies were in fact very good in every respect, both for hikers and animals. Most likely the name was Vöndugil (or Wanda’s gullies), to honor Wanda (any relation to the fish?) but that something had gone amiss in the gps-mapping which did not support Icelandic characters.
A view towards Vondugil (Wanda’s gullies?)  aquarelle  21×38 2013

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s