Á fjórðungamörkum // By the boundaries of farthings

Miklafell_UHH_2014Ég er ekki með margar myndir af Norðurlandi hér á sýningunni – og eiginlega enga ef ég lít svo á að Strandirnar tilheyri ekki Norðurlandi í þeirri merkingu sem á nú víst að leggja í hugtakið. En auðvitað er svolítið skrítið að vera með sýningu í höfuðstað Norðurlands og hafa ekkert myndefni úr héraði! Mér til varnar má hins vegar kannski segja að lítil þörf sé á því að bera síld til Siglufjarðar (eða þannig).

Eitt verk er hins vegar á mörkunum þar sem ég sæki myndefnið til Fjórðungsöldu á Sprengisandi og horfi í átt að breiðum jökulskildinum sem mótar útsýnið til vesturs yfir grásvarta auðnina. Um leið rifjast upp fyrir mér vangavelta sem upp kom í þeim góða hópi sem gekk um Þjórsárverin sumarið 2011: Að eiginlega væri nú lógískara að nefna jökulinn í heild sinni eftir Arnarfelli fremur en einhverjum bæ í norðlenskum afdal. Þess vegna eigi hann nú alveg að heita Arnarfellsjökull (upp á gamla mátann) og að lágmarki til jafns við Hofsjökulsnafnið.

Það er ekki við hæfi, a.m.k. meðan sýningin hangir uppi á Akureyri að ég sé að gera upp á milli fjórðunga í þessu sambandi. Þess vegna nefni ég bara Miklafellið sem ég held að menn – úr öllum fjórðungum – eigi að geta verið sammála um að beri nafn með rentu.
Miklafell akvarella 26×45 2014

// In the current exhibition in Akureyri there are very few pictures from the north – and really none if I subscribe to the view that Strandir are not to be considered part of Norðurland in the established sense. But it is of course a bit odd to have a show in the Capital of North Iceland [definately with a capital C] and no local pictures! To my defence it may be said that perhaps there is small need to carry more herring to Siglufjörður [the Icelandic idiom corresponding to the one with coal and Newcastle].

One work however can be regarded as being on the perimeter; the one where the motive is from Fjórðungsalda, a hill by the route over Sprengisandur. This hill marks the traditional division between the North farthing and the South farthing of the country. Indeed it is almost in the exact geographical middle of the country. The view is magnificent up there, especially to the west where you have the broad expanse of glacier behind the mountains closer by – with the dark gray sands in the foreground. This reminds me of a quip uttered in a fine group of hikers walking through Þjórsárver in the summer of 2011: That it is in fact more logical to name the big glacier after Mt. Arnarfell on the southern side than after a farm in a remote valley on the northern side. As a minimum the glacier should as often be named Arnarfellsjökull [which was its name in olden times] as Hofsjökull.

It is not appropriate – at least while the show is on in Akureyri – to take sides in this ‘issue of farthings’. That is why I merely mention Mt. Miklafell [literally Great Fell] which I think people from all quarters can agree is appropriately named.
Mt. Miklafell  aquarelle  26×45  2014

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s