Með vatnslitnum nota ég alls konar pappír – og alls konar í þeim skilningi að ég held mig ekki við einhvern einn framleiðanda, þykkt eða tiltekna áferð. Það er hluti af nálguninni að velja þann pappír sem hentar viðfangsefninu hverju sinni, hvort sem hann á að vera 300 eða 600 grömm, grófur eða fínn. Að öllu jöfnu er vatnslitapappírinn úr bómull fremur en öðrum sellúósa en ég hef líka náð góðum árangri með grafíkpappír (Schut Laurier 250 gramma).
Ef ég ætti að nefna einhvern einn framleiðanda vatnslitapappírs þá myndi það væntanlega vera Arches. Á sýningunni hér fyrir norðan er ég með seríu sem öll er máluð á 300 gramma Arches-pappír í litlu formati og gormablokkum. Hér er það pappírinn sem er ákveðinn samnefnari og gefur seríunni (sem í allt er með rúmlega 30 myndum) heillegt yfirbragð.
Serían fékk heitið ‘baggatellur’ sem a.m.k. í mússíkinni þýðir smáverk (t.d. serían hjá Beethoven sem reyndar eru engin smá verk!) Baggatellurnar mínar eru alltaf unnar í einum rykk og ég kem ekki aftur að þeim þegar frá líður. Fannst þetta gefa góða raun og hef yfirfært þetta á öll verkin frá þessu ári, þ.e. að klára myndina í einni setu.
Meðfylgjandi er fyrsta myndin í þessari seríu og hún er frá því síðla árs 2013. Allar hinar eru frá þessu ári (2014).
Vetrarmói – Vörðufell akvarella 15×25 2013
// With the water-colours I use all kinds of paper – all kinds being in the sense that no single producer, weight or grain is preferred. It is a part of the approach to choose the paper that suits the motive each time, be it 300 or 600 grammes, coarse or fine. As a rule though the aquarelle-paper is made of cotton rather than other cellulose) but I have also gotten good results with printmaking paper (Schut Laurier 250 grammes).
If I were obliged to name one producer of aquarelle paper it would probably be Arches. On show here in Akureyri I have a series in which all the works are done on 300 gr Arches paper in small spiral-bound format. Here it is the paper that is a certain common denominator and binds together the series (in all containing over 30 pictures).
The series received the name ‘bagatelles’ which in music at least is taken to mean small or not so significant works (cf. Beethoven’s bagatelles which incidentally are very far from being insignificant!). My bagatelles are always worked through in one go and I do not retouch them in any way. I thought this gave good results and this approach is adopted in all my works from this year, i.e. to finish the picture in one session.
Affixed is the first picture in the series, from late 2013. All the other are from 2014.
Winter moor – Mt. Vörðufell aquarelle 15×25 2013