Þríhyrningur // Mt. Þríhyrningur

Þríhyrningur er áberandi í fjallahringnum umhverfis Grámosa og skemmtilega rammaður inn af Eyjafjallajökli.

Útsýni til Eyjafjallajökuls og Þríhyrnings frá Grámosum

Útsýni til Eyjafjallajökuls og Þríhyrnings frá Grámosum


 

Þegar hann gengur á með suðvestan skúrum eða éljum (eins og gjarnan hefur verið frá því í haust) þá hverfur stundum jökullinn og hyrningurinn reisir sig. Sé sól lágt á lofti í suðri sést oft vel hvernig liggur í fjallinu, sérstaklega þegar hún nær að skína inn á milli éljaklakkana.

Þríhyrningur 21x29,7 2015

Þríhyrningur 21×29,7 2015

Við Sólborg höfum ekki orðið svo fræg að labba þarna upp en kannski verður það bráðum (Þríhyrningur er inni í fjallaverkefnum Ferðafélagsins á nýbyrjuðu ári). Á meðan verð ég (eins og stundum áður) að gerast fingralangur og seilast í myndasafnið hans Huga Ólafssonar sem er með nokkrar góðar myndir ofan af Þríhyrningi.

Ekki spillir fyrir að örnefnið gefur færi á allskyns útleggingum. Skemmtilegt finnst mér erindið hans Þórðar Helgasonar (úr bókinni Þar var ég frá 1989):

SANNINDI

Eftir öll þessi ár

frétta þá að
Þríhyrningur
var ekki þríhyrningur

heldur þríhyrningur.

Erindin í bókinni rifja upp sveitardvöl Þórðar þegar hann er á svipuðu aldursbili og ég í Norðtungu.

//  Mt. Þríhyrningur is part of the mountain circle seen from our house in Grámosar, flanked by the considerably larger expanse of Mt. Eyjafjallajökull.

We have had an unusally big dose of south-westerly winds this autumn and winter (so far) and the accompanying cloudbursts often hide the glacier so the mountain in front becomes quite prominent. If the sun is also low in the southern sky her rays often illuminate the anatomy of the mountain.

Solborg and I have not yet scaled the mountain but we have hopes for this spring (Mt. Þríhyrningur is part of this year’s Mountain sequence offered the Icelandic Touring Association). Will see, but in the meantime I’m (again) going to pick Hugi Ólafsson’s pockets and refer to his fine photos from the top of Mt. Þríhyrningur.

An additional twist is that the name Þríhyrningur lends itself to wordplay as it can both refer to a triangle and  three pinnacled phenomena. The Icelandic poet Þórður Helgason makes amusing use of this in his book Ég var þar [I was there] from 1989, where is says (liberally translated):

FACTUALITY

After all these years

to receive news that
Mt. Þríhyrningur
was not a “þríhyrningur”

but a “þríhyrningur”.

The poems in this book all reflect on Þórður’s stay during summers as a young boy in a farm in Fljótshlíð, south of the Mt. Þríhyrningur. Not dissimilar to my stay in Norðtunga. It probably goes without saying that from vantage points in Fljótshlíð the mountain is almost triangular to behold.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s