frosið brim // frozen breakers

BrimBrim og sjógangur er klassískt viðfangsefni í vatnslitnum sem ég reyndi mikið og alllengi að ná tökum á. Var með eina þannig mynd á landslaga-sýningunni 2012 (sjá að ofan). Myndin fékk síðan að hanga uppi um stund hjá okkur í Drápuhlíðinni en stemmningin sem hún útvarpaði var róleg fremur en að bera með sér kröftugustu öldur sem mælast í Norður-Atlantshafinu. Þetta var sumsé ekki að virka hjá mér og síðasta árið í það minnsta hef ég ekki verið að spá í öldugang sjávar.

Dyngjuhraunin hafa hins vegar verið að koma sterk inn og sérstaklega eftir að við Sólborg gengum á Skjaldbreið á sínum tíma og maður áttaði sig á anatómíunni; hvernig hraunið hefur runnið í bylgjum eins og flot á bútungi og síðan storknað með hömsunum og öllu.

Með finnast lágreistu dyngjurnar eiginlega vera skemmtilegastar viðureignar, meðal annars heiðarnar tvær Lyngdals- og Selvogs-. Sérstaklega er gaman að sjá við rætur þeirra hvernig bylgjuhreyfingin í hrauninu teiknar sig. Þetta er í raun sama viðfangsefnið og ég bisaði við að ná við ströndina en munurinn er sá að í hrauninu er hreyfingin frosin og því miklu auðveldari viðureignar. HraunborgirAð ofan: Brim akvarella 31,5×76 2012
Að neðan: Hraunborgir [af Selvogsheiði] akvarella  31,5×46  2014

// Breakers coming in to the shore are a classic subject in watercolours, and an atmosphere which I have tried to capture. In my landscapes exhibition of 2012 there was one picture (see top of post) with that motive. Later on it found its way on to a wall in Drápuhlíð where it hung for some time afterwards. It was deemed to exude tranquillity rather than the roaring of the most powerful waves observed in the North Atlantic. So this was not working for me and for the past year at least I’ve not been doing any “surfing”.

All the more I have been looking to the shield volcanoes and the associated lava fields, which are often vast in the extreme. I first understood the anatomy of these mountains when Solborg and I hiked Skjaldbreiður, probably the best known of the so-called ‘dyngjur’. Then I realised how the lava had gushed in waves down the mountain sides with the last wave apparently solidifying quite abruptly. When scaling the mountain you almost needed something for sea-sickness!

Personally the low ‘dyngjur’ are my favourites, for example Lyngdalsheiði and Selvogsheiði. I really like to see by the roots of these shields how the wave movement is apparent in the lava field. This is essentially the same subject as I tried so hard to master by the shore. The only difference is that in the lava the movement is frozen in its step and therefore much easier to tackle.

Above: Breakers aquarelle 31,5×76 2012
Below: Citadels of lava [from Selvogsheiði] aquarelle  31,5×46  2014

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s