Fór í dag og sótti myndirnar úr innrömmun hjá Listamönnum Skúlagötu – Kudos Guðmundur, Spútti og Helgi! Frábær vinna eins og jafnan hjá þeim félögum.
Afmælisbarn dagsins hafði stundum á orði á sínum plötuumslögum að hann ætti að „þriðja eyrað“ þ.e. Guðlaug Kristinn Óttarsson. Ég er svo yndislega heppinn að eiga sem „þriðja augað“, mína Sólborgu sem er ótrúlega nösk á það sem virkar vel og það sem virkar síður vel, hvort sem er í einstökum myndum eða í upphenginu heilt yfir. Og síðan styður hún mig með ráð og dáð. Ég hlakka svo sannarlega til að hefjast handa við upphengið í fyrramálið!
Sjá annars meira um sýninguna á þessari síðu.
Á Þjórsárbökkum akvarella 26×38 2015