Vatnsliturinn er skemmtilegt fyrirbæri og alltaf kemur á óvart hversu áskapað það er miðlinum að fanga birtuna í öllum sínum óendanlega fjölbreytileika. Út af fyrir sig má líta á pappírinn sem birtugjafann – sem vatnsliturinn leggst síðan yfir og mótar eftir sínu eðli. En þetta er nú ekki svona einfalt því liturinn er af ólíku tagi – einn litur myndar gegnsæja filmu á pappírnum meðan annar leggst eins og teppi yfir pappírinn. Og svo er það þriðja „gráðan“ – litirnir sem bókstaflega ganga inn í pappírinn og verða eitt með honum. Þessir litir ljá birtugjafanum sérstaka eiginleika og geta jafnvel skapað þá blekkingu að sól, tungl eða einhver annar himneskur birtugjafi hafi bókstaflega tekið sér bólfestu í þessari millimetra þykkt sem pappír er yfirleitt úthlutuð.
Til viðbótar er síðan þetta „tvist“ sem ég hef unun af og það er að láta vatnið líkja eftir birtunni, sem við hér á hjara veraldar vitum að flæðir. Ekki fer framhjá neinum sem stendur á suðurströndinni (til dæmis í Selvogi) við lágnættisbil um miðjan júní að himinninn hefur góðfúslega tekið að sér miðlunarhlutverk og veitir birtunni áfram eins og kosmískt skömmtunarsýstem sem vill passa upp á að öll heimsins kvikindi fái sitt sólarvítamín á þessari furðulegu breiddargráðu. Og þá flæðir birtan nokkurn veginn nákvæmlega eins og vatnið sem er lagt er niður á pappírinn.
Stemmning af suðurströndinni akvarella 31×46 2015
// Watercolor is a really giving phenomena and it never ceases to amaze just how inherent it is for this medium to convey ‘luminosity’ in all its (earthly) cosmic spectrum. In itself – you can think of the paper as the source of luminosity (if you will) – which the watercolor then shapes according to its nature. But this is not so simple because the color is of varying attributes – one color makes a transparent film on the paper while another creates an opaque ‘carpet’ over the surface. And then we have the third degree – the color that literally enters the paper and becomes one with it. These permeating colors give the source of luminosity some special characteristics and may even create the illusion of sun, moon or some other celestial source of luminosity taking abode in the few millimeters paper is normally limited to.
An additional twist (which I really like) is to let the water on the sheet emulate the luminosity which all of us ‘Hyperboreans’ know that really flows. No one standing on the south coast (for example in Selvogur) during the small hours in mid-June can escape that the heavens have undertaken a divine allocation system guaranteeing a dose of sun vitamins to every living creature at this strange latitude. And in those moments the luminosity flows more or less as the water which is laid down on the paper.
South coast atmosphere aquarelle 31×46 2015