allt er í reynd gott og fagurt, sé nógu grannt leitað // all is good and fair if you look close enough

Sýningin opnaði í dag og í samnefndri skrá segir:

Það var undir lok maí, í hæglætisveðri hér syðra, að við Soffía Karls, menningarstýra á Nesinu, bundum fastmælum að ég myndi hengja upp í sýningarsal Seltjarnarness á útmánuðum 2015. Ég sagði henni að áhugi minn stæði til þess að vera með myndir frá árstíðamörkum – nefndi vetur og vor og gott ef ekki einnig þessar hendingar úr Eyðilandinu (birtar hér í þýðingu Sverris Hólmarssonar):
Apríl er grimmastur mánaða, græðir
grös upp úr dauðri moldinni, hrærir
girndum saman við minningar, glæðir
vorregni visnaðar rætur.
Veturinn veitti okkur yl, þakti
grundina gleymskusnjó […]

Þegar við áttum okkar spjall grunti okkur lítið að í vændum væri ósvikinn vetur sem myndi ala af sér venju fremur sterka löngun eftir árstíðaskiptum. Og nú er við komin inn í apríl og áleitin spurning hvort hann meðhöndlar langanir okkar og þrár af mildi eða þeirri grimmd sem módernistinn T.S. Eliot gerði að yrkisefni í sínu fræga ljóði.

Nú er upphengið langt frá því að vera tilbrigði við einhvern módernisma – einhver myndi segja að það væri eiginlega alveg þveröfugt – og kaldhæðni í garð rómantíkur er víðsfjarri. Engu að síður vil ég trúa að sú tenging finnist að allt er í reynd gott og fagurt, sé nógu grannt leitað.

Melur á móti sólu

 Melur á móti sólu  akvarella  32×32  2015

//  My exhibition opened today and in the handout was the following text:

It was in late May, and the weather was amicable  here in the southern part of the country, when I and Soffía Karlsdóttir (who is culture supemo in Seltjarnarnes) arranged that I would have a show in the municipal exhibition venue towards the end of winter 2015.

During the conversation it was brought up that I was interested in the advent of spring after winter, and I believe that the first stanzas of the Wasteland were also mentioned:
APRIL is the cruellest month, breeding
Lilacs out of the dead land, mixing
Memory and desire, stirring
Dull roots with spring rain.
Winter kept us warm, covering 
Earth in forgetful snow  […]

When our conversation took place, little did we did know a real winter was in store – that of 2014/15. A season breeding a – more than usually profound – longing of change. And now we are approaching mid-April and it is a challenging question whether it will treat our longings mildly or with the cruelty the modernist T.S. Eliot eulogised in his famous poem.

The installation is very far from being an overture of some modernism – some might even say that it is a direct opposite – and cynicism towards the Romantic is nowhere to be found. However, I believe that the association can be forged that – in essence – all is good and fair if you look close enough.

Gravel against the Sun  aquarelle  32×32  2015

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s