sagnir af landi // of legendary lands

Í fyrri pósti nefndi ég þetta með löndin sem ekki finnast á nútímalandakortum en eru engu að síður til í hugskotinu. Ég hef haft áhuga á sögnum um þess konar lönd allt frá því ég var í Myndlista- og handíðaskólanum hér í denn. Á þeim tíma var auðvelt að tengja slíkar pælingar við myndagerð því margir af kennurunum voru þá mikið að vinna með samspil mynda og texta – og í raun hvaðeina sem hafði að gera með frásögnina í verkinu. Nefni þá hér sérstaklega til sögunnar Helga Þorgils Friðjónsson og Kristinn G. Harðarson en almennt var þessi nálgun mjög ofarlega á baugi og tengdist auðvitað konseptinu og öllu því sem á undan var komið.

Meðal þess sem ég velti fyrir mér á þessum tíma var að reyna að finna kjarnann í ýmsum gömlum sögnum. Meðal annars var ég þar undir áhrifum frá Elias Canetti sem hafði skrifað fróðlegar bækur um táknsæi í ýmsu samhengi sem spannaði í raun alla menningarsöguna – frá arfsögnum aftan úr fornöld til iðnaðarsamfélagsins. Canetti greindi m.a. þau sameiginlegu tákn sem þeir koma sér upp er ferðast saman í gegnum mannkynssöguna (hvort sem við nefnum þessa hópa „þjóðir“ eða einhverju öðru nafni). Hann komst m.a. að því að skógurinn væri djúpsálartákn Þjóðverja og talaði um marserandi tré:

The parallel rigidity of the upright trees and their density and number fill the heart of the German with a deep and mysterious delight.

Súrt regn var annars mikið í umræðunni á þessum tíma og fram kom í fréttum að það manngerða fyrirbæri væri að drepa Svartaskóg og aðra skóga í landi þýðverskra. Málarinn Anselm Kiefer (sem á þessum árum var í hálfguðatölu) kveikti á þessu og rithöfundurinn Günter Grass einnig – og báðir tengdu þeir þessa hnignun eða útrýmingu skóganna beint inn í menningarsöguna. Gaman var að fylgjast með þeim pælingum.

Eins og maður gerir gjarnan á skólabekk, fór ég að dunda við að heimfæra þessar vangaveltur upp á okkur hér á hjara veraldar – hvert væri það djúpsálartákn sem kæmi við kvikuna í mörlandanum? Svarið sem ég kom með var að mögulega mætti telja húsið vera þetta tákn – með þeim rökum að ekkert geti verið mikilvægara fyrir lífsafkomuna hér á hjara veraldar en húsaskjólið. Það myndi einnig skýra að Íslendingar – jafnskeytingarlausir og þeir eru um flest sem skiptir máli – hafa ævinlega mjög miklar skoðanir á húsum.

Man annars eftir að um þessar mundir var því slegið upp að alþjóðleg rannsókn hefði leitt í ljós að Ísland væri vindbarðasta menningarsvæði í heimi. Jú það lá að – sá sem þar býr getur ekki verið án húss sem skýlir honum fyrir norðanvindinum.

Norðanvindurinn nefnist annars Boreas, eftir gríska guðinum sem var hans persónugering og tengist gömlum arfsögnum um staðinn handan við norðanvindinn – eða Hyperboreu -sem gríski landkönnuðurinn Pytheas mun hafa nefnt eftir ferð sína um norðurálfu árið 325 f.kr. eða þar um bil. Samkvæmt Pytheasi var Hyperborea (eða Thule) land elda og ísa þar sem sólin aldrei settist.

Fleiri könnuðir og höfundar fornaldar nefna Hyperboreu (þar á meðal Pliny eldri) en mjög var á reiki hvar í álfu menn telja að það landi liggi. Þegar nær dregur miðöldum blandast þessar arfsagnir um Hyperboreu og Thule saman í kostulegan graut sem viðhaldið er í gegnum aldirnar en úrkynjast síðan endanlega hjá Nietzsche í lok nítjándu aldar.

Allt þetta – og raunar fleira – kom saman í kolli mínum þegar ég var að vinna lokaverkefnið mitt í MHÍ veturinn 1987 – 1988. Inn á eina myndina skrifaði ég einfaldlega „Hyper – borea“ til þess að koma boðunum til skila – skemmstu leið. Eins og sjá má er húsið á sínum stað og yfirskriftin svolítið neon-leg eins og til þess að undirstrika meðvitund um hvað við erum nú hipp og kúl. Þetta er samt löngu áður en menn fara að tala á þeim nótum.

hyperborea1

Hyper – borea  æting og þurrnál  36×49  1988

//  In the preceding post I mentioned lands that are nowhere to be found on the modern world map but are nonetheless alive and kicking in the mindset. I’ve always been interested in legends of such lands, and this was not the least reason why I applied for (and attended) the Icelandic College of Arts and Crafts from 1984 to 1988.

In those years, it was easy to connect such speculations with picture-making as many of my teachers were then employed in the interplay of texts and pictorial work. I mention two in particular; Helgi Þorgils Friðjónsson and Kristinn G. Harðarson, but the approach was very much ‘on’ and of course that was because of influences from conceptual art and such.

A part of the (scholarly) wonderings of the time were those of discerning the core of old legends. There I was influenced by the writings of Elias Canetti, who had written some very illuminating books on the semiotics that can be traced through the entirety of humanity – from the legends of antiquity to industrial society. Canetti for example scrutinised the overarching symbols adopted by crowds travelling together through the ages (whether we speak of those crowds as nations or in other contexts). He found that the forest was the deep set symbol of the Germans and wrote on marching forest:

The parallel rigidity of the upright trees and their density and number fill the heart of the German with a deep and mysterious delight.

Acid rain was was very much discussed at the time and the news told that this man-made phenomenon was killing Schwartzwald and other German forests. The painter Anselm Kiefer (who was a near deity at the time) reacted to this and so did writer Günter Grass – both seemingly thought the decline or extermination of the German forest had cultural implications. It was fun to follow the discourse.

Such ideas are apt to appeal to your imagination as a student and you are tempted to align them with what is at hand – what was the deep-set symbol of the remote island crowd that I was part of? The answer I brought up was that of the house, that in all reality you could view the house as the essence of being at these high latitudes. It would also serve to explain the curious fixation of Icelanders on architecture. Everybody (and I mean everybody) has a strong opinion on houses whether they being built or torn down or simply staying in their place – but then remain indifferent to oh so many other vital questions.

I recall from this time an international survey which seemed to confirm that our island was the most intensely wind-battered populated area in the whole world. For me this went to show that anyone living there had to have some house to shelter him from the north wind.

The north wind is also called Boreas, after the Greek god who personified it, and then we have all those legends of the place beyond the north wind – or Hyperborea, which the Greek explorer Pytheas presumably mentioned after his voyage of the north hemisphere around 325 B.C. In Pytheas’ writings Hyperborea (or Thule) was the land of fires and ice where the sun never set. Other explorers and writers of antiquity also name Hyperborea (including Pliny the elder) but it is increasingly ambiguous where this land is supposed to lie. When we get to the middle ages the legend of Hyperborea becomes quite fantastical until it reaches its ultimate degeneration in the writings of Nietzsche by the end of the nineteenth century.

These wonderings – and other besides – went through my mind as I was preparing the final (or graduation) project in art school during the winter of 1987 to 1988. Onto one of the pictures I simply wrote “Hyperborea” to convey the message as directly as possible. As you can see the house is there as well and the lettering has some neon qualities, like to emphasise a feeling of being “hip and cool” – but it should be noted that this was before people started to use those terms.

Hyper – borea  etching and drypoint  36×49  1988

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s