Þráin eftir veröld sem var (eða ef-til-vill var) er máttugt hreyfiafl. Þegar þráin lætur á sér kræla innra með okkur nefnist það nostalgía (eða þá-þrá einsog segir á mjólkurfernunum): löngun eftir að vera aftur (og á ný) staddur á einhverjum punkti í tíma og rúmi – einhverjum samastað sem tekið hefur sér bólfestu í hugskoti manns í gegnum upplifanir á lífsleiðinni.
En löngunin á einnig til að rista dýpra og hjá þeim sem þannig er ástatt um er þráin ekki einungis bundin því sem áður var á æviskeiðinu heldur getur hún einnig náð til löngu liðins tíma. Þá felst aflvaki þrárinnar í ímyndun um kringumstæður sem oft eru tengdar sögum og sögnum af fjarlægum löndum, og þá jafnt þeim sem ekki finnast á landakortinu eða eru fyrst og fremst til á landakorti hugans. Þessi lönd eru mörgum afar kunnugleg engu að síður og jafnvel að því marki að vera heimilisleg – sá sem hverfur að slíkum lendum í hugskotinu er kominn „heim“.
Þessi dýpri þrá greinir sig ennfremur frá nostalgíunni (sem alltaf er bundin fortíðinni) með því að hún getur jafnt beinst að fortíð, nútíð og framtíð og jafnvel þeirri tíð sem hefði getað orðið. Íslenskunni er ekki mjög tamt að gera þennan greinarmun í sínum orðum en þýskan lýsir því ágætlega að um er að ræða tvö ólík en skyld fyrirbæri með því að bjóða upp á orðið „sehnsucht“ til hliðar við „nostalgie“. Sérstaklega er undirstrikað í merkingunni að viðfang sehnsucht-þrárinnar sé ævinlega utan seilingar og jafnvel ónálganlegt. Iðulega skapar það sára (eða ljúfsára) tilfinningu missis og söknuðar.
Ég tek fram að þýsk tunga er mér ekki töm en orðið „sehnsucht“ hefur ákveðna list- og menningarsögulega skírskotun (sérstaklega til rómantíkurinnar) auk þess sem Rammstein nefndu plötu þessu nafni á sínum tíma. Það gat nú ekki annað en vakið áhuga á fyrirbærinu!
Um daginn varð mér hugsað eftir þessum brautum þegar ég passaði strákana hennar Önnu minnar kvöldpart og gat gluggað í þá prýðisgóðu bók „Reykjavík sem ekki varð“ eftir sagnfræðinginn Önnu Dröfn Ágústsdóttur og arkitektinn Guðna Valberg. Þótt bókin sé þannig séð fræðileg úttekt á því sem gæti hafa verið fannst mér ég líka greina ákveðinn söknuð. Það birtist m.a. í því að jafnvel kím þeirrar „Reykjavíkur sem ekki varð“ látið víkja eins og tilfellið er með gasstöðina (gömlu) við Hlemm. Það flaug í gegnum hugann við lesturinn að kórusinn úr laginu hans Megasar væri mögulega um byggingarlist sem væri þeirrar náttúru að eldast illa; um það gráa – grátlega marklausa og smáa – sem komið hafi í stað hins sem gæti hafa verið – hefði því verið leyft að standa.

Gasstöðin við Hlemm, af bloggi Egils Helgasonar, en hann mun hafa bísað myndinni af Facebook síðunni Reykjavík101.
Er síðan á því að Ófeigur Sigurðsson feti einnig slóðir þess „sem ekki varð“ í skáldsögu sinni um Öræfin sem gerð var að umtalsefni í fyrri pistli. Hlustaði af athygli þegar Ófeigur vék að undirvitundunni í ávarpi sínu á Bessastöðum sl. föstudag og setti hana óðara í samhengi við þrána eftir því sem gæti (hafa) verið. Hló síðan upphátt þegar öflugur selbiti fylgdi á eftir um geðheilsu þjóðarinnar
sem helst stafar hætta af framsókn í nafni þjóðmenningar; framkvæmdum, framleiðslu og öllu sem byrjar á fram-.
Ég gengst fúslega við því að vera haldinn þrá eftir veröld sem (kannski) var og í mínu sinni er sú þrá nátengd tilfinningu um missi og leitun eftir hinu fagra. Þegar mér tekst vel upp í leitinni segir Sólborg mín stundum að andblærinn minni hana á Þórarinn B. Það samhengi getur passað því sannfæring mín er sú að það hefði þjónað minni lund að vera vera uppi á nítjándu öldinni eða kringum aldamótin 1900 og mega sinna hinu og þessu; vera generalisti og þess vegna grúska í jarðsögunni samhliða því að búa til rómantískar myndir af landi sem bælir sig undir himni að áliðnum síðsumardegi.
Súlnatindar akvarella ca. 23×55 2015
// The yearning for the world that was (or may have been) is a powerful force. When the yearning takes hold of our inner self we call it nostalgia; a longing to find ourselves (again) at a more or less specific point in time and space – a place that we have fostered within us through experiences encountered.
But the longing can also go deeper and for those beset the yearning is not only bound to the experiences of his/her lifetime but can encompass the distant past. Then the yearning is driven by imaginings often associated with circumstances in legendary lands. Nevertheless these lands become very familiar and indeed someone arriving at such a land in his mind will feel like coming “home”.
This deeper yearning is also different from nostalgia (which is always bound to the past) in that it can be for the past, present and future, and even that which might have been. This difference is not so transparent in English (or in Icelandic which only very recently acquired an ‘indigenous’ word for nostalgia) but the German language has a way of interpreting two related but distinctive concepts; that of sehnsucht vs. nostalgia.
It should be noted that I have only rudimentary knowledge of German so this distinction would be lost on me if it were not for the fact that sehnsucht is a term used in art history and cultural studies especially when dealing with the romantic era. Rammstein also issued a record by this name in 1997 and that was bound to elicit some interest!
In German the meaning of sehnsucht is taken to mean thoughts and feelings about all facets of life that are unfinished or imperfect, paired with a yearning for ideal alternative experiences.The object of this yearning is often out of reach and at times unattainable. That is apt to cause a harsh (sometimes ambivalent or bitter-sweet) feeling of loss and longing.
The other day my thoughts strayed along those tracks when I leafed through an excellent book on the Reykjavík that never was to be, written by the historian Anna Dröfn Ágústsdóttir and the architect Guðni Valberg, and published in 2014. The subject is the never (fully) realised plans and construction projects which were on the drawing board in the capital from the late 19th century until the 1980s. A prime feature of the book is a number of computer generated images depicting how familiar surroundings would look had the plans gone ahead. I have taken the liberty of including one of those images.

“The Reykjavík that was not to be”: The Citadel of Icelandic Culture (where Hallgrímskirkja now stands) with the railway station in the background.
Although this book is mainly a scholarly work it is nevertheless permeated by a sense of longing and even loss – sehnsucht if you will. In my mind this sense is associated with the fact that even the some sprouts of the city-to-be were brutally quashed and demolished, such as the old gas-station by Hlemmur which music-legend Megas eulogised in 1976 (see picture in the Icelandic text above).
I’m furthermore of the opinion that writer Ófeigur Sigurðsson, who I mentioned in a previous post, is in fact dealing with what was not-to-be in his book Öræfi.
I readily profess to a longing for a world that (perhaps) was and in my mind this yearning is closely associated to a feeling of loss and the search for the sublime. Sometimes when I make some headway in that quest my Sólborg says that the atmosphere reminds her of Þórarinn B. Þorláksson.That connection is probably fitting because I have always been convinced that it would have suited me perfectly to ‘bunbury’ through the late nineteenth century, and the years around the turn of century; to be a generalist and sit down to make some geological observations while at the same time sketching romantic pictures of a land that goes to rest under a still late-summer evening sky.
Mts. Súlnatindar aquarelle ca. 23×55 2015