augnagaman // pastime for eyes

Mín eftirlætis dægrastytting er að tefla á vefnum. Stundum verða til skemmtilegar tengingar í gegnum skákina sem einnig varpa ljósi á hvað heimurinn er í raun lítill.

Bandarískur maður sem ég et kappi við tók eftir að ég væri frá Íslandi og sendi þá um hæl mynd af skúlptúr sem vinur hans hafði nýlega rekist á þegar sá var í Íslandsferð. Skúlptúrinn er í mannsmynd, eldrauður að lit og virðist við fyrstu sýn vera gerður úr málmi. Samt er engu líkara en að þessi ferðalangur hafi verði tálgaður úr birkigreinum – maður getur næstum því skynjað sveigjuna í viðnum og þennan yndisleg ilm sem kemur þegar berkinum er flett af birkigrein.

redman in Iceland

Bandaríkjamaðurinn kallaði þetta fyrirbæri „redman“ eða rauðliða og svo virðist sem þessir ferðalangar fari víða, því þeir stinga upp kollinum bæði í heimsborgum og úti í náttúrunni, hvort sem það er nú á bökkum Bodenvatns eða við Gamla Trygg í Yellowstone-garðinum.

Mér finnst skemmtilegt að vita af þessum rauðliða í íslenskri náttúru – og þetta er ekki ágengur listrænn gjörningur eins og dæmi eru um. Sending listmannsins sýnir virðingu fyrir umhverfinu og dregur fram að íslensk náttúra er býsna mögnuð sviðsmynd fyrir skilaboð um stöðu mannsins í heiminum. Sá gjörningur að setja rauðliðann niður er afturkræfur en myndirnar af honum, sem ferðast munu fram og tilbaka, halda skilaboðunum til haga.

Sú spurning vaknaði í spjalli okkar skák- (og list)áhugamannanna hvar á landinu þessi rauðliði hefði tekið sér bólfestu. Jökullinn og sérstaklega fjallið fyrir aftan skúlptúrinn hringdi bjöllu hjá mér og þegar ég rýndi í þetta fannst mér myndin geta komið heim og saman við staðsetningu á Breiðamerkursandi og að þetta myndi vera Fellsfjallið sem þarna bæri við þokubakkann. Fann síðan nýlega frétt frá Náttúrustofu Suðausturlands, þar sem greint er frá landbreytingum á Breiðamerkursandi og gott ef myndin sem fylgir fréttinni tekur ekki af skarið um staðsetninguna, sjá: http://nattsa.is/landbreytingar-a-breidamerkursandi/.

Ótrúlegt annars hvað landbreytingin er hröð á þessum slóðum eins og gamla myndin í fréttinni sýnir. Náttúrustofan vaktar þessar breytingar og skemmtileg er sú tenging við stofuna að þar starfar sem náttúrufræðingur hann Jóhann Helgi Stefánsson sonur minnar góðu vin- og samstarfskonu Sigríðar Kristinsdóttur.

Talandi um tengingar of Fellsfjalið þá er nú ekki annað hægt en að leita í smiðju til meistara Þórbergs (eins og ég hef svosem áður gert):

Suðurhlið Fellsfjalls snöri út að hafinu. Það sást aðeins austurjaðarinn á henni heiman frá Hala. En hún blasti við manni utan af fjörum og af austanverðum Breiðamerkursandi. Hún var stórkostleg klettasköpun, belti upp af belti, flug upp af flugi, ennþá mikilfenglegri og brattari en klettarnir fyrir ofan Breiðabólstaðarbæinn. Og hún var dekkri á litinn og eins og fastari í sér. Og mér sýndist hún vera unglegri svona um þrítugt, ef þeir væru um fimmtugt.

Yndisleg er skaftfellskan sbr. þetta um hlið fjallsins sem „snöri“ út að hafinu. Og fjallshlíðin sem verður að unglegri fyrirsætu, sem þeir standa og glápa á miðaldra klettakallarnir upp af bænum. Og Þórbergur heldur áfram:

 Þegar maður horfði frá Hala á suðurenda Fellsfjalls, gein við manni dimm gjá, sem byrjaði neðst í klettunum og náði langt upp eftir þeim lóðrétt og sýndist ganga djúpt inn í fjallið. Það var líkast því sem fremsti hluti þess væri klofinn frá aðalfjallinu.

Það hvarflaði aldrei að mér að hugsa út í, hvernig þessu væri farið. Fellsfjall var listaverk og þessi gjá var nauðsynlegt atriði í listaverkinu, sem maður átti að hafa augnagaman af, en ætti ekki að reyna að skilja.
Þórbergur Þórðarson: Í Suðursveit, bls. 164.

Þetta með augnagamanið verður hver að skilja á sinn hátt. Fyrir mína parta á ég Fellsfjallið í skyssu frá því í fyrra, sem bíður nánari úrvinnslu.

Fell við sand // Fell by sand  15x25  2014

Fell við sand // Fell by sand 15×25 2014

//  My favorite pastime is playing chess over the internet. Sometimes the games create interesting connections and even go to show how small this world of ours really is.

An American I am playing noticed that I am from Iceland and sent a message with a photo of a sculpture a friend of his had seen while travelling in the country. The sculpture is in the form of a man, stark red in colour and possibly made from metal. Nonetheless the immediate impression is that this traveller has been carefully whittled from birch branches, you can almost sense a supple, yew like quality, and the sweet aroma you get when debarking birch.

The American called this phenomenon “a redman” and it seems that he has brethren in many corners of the world, both in metropolitan cities and out in nature, be it on the shores of Lake Constance or by Old Faithful in the Yellowstone Park.

I am happy with the thought of having one of the redmen in the Icelandic outdoors – and this is certainly not an invasive artistic performance such as there have been some instances of in recent years. The dispatch of the sculptor indicates respect for the environment and indeed shows the potent scenery of Icelandic nature when it comes to art’s message on the place of man in this world. It is also fitting that the photos of the redman have now travelled back and forth – another reminder of how the global village works.

When we chess (and art) enthusiasts were exchanging messages, the question arose as to the location of this Icelandic redman. The glacier, and, in particular, the mountain in the background, rang a certain bell in my mind and as I scrutinized the photo I felt that the location might be in Breiðamerkursandur, South-East Iceland. The promontory feature jutting into the fog would be Mt. Fellsfjall (literally Mountmountain!). I then found a piece of news from the South East Iceland Nature Research Center on the Breiðamerkur-glacier than once covered most of the sand but is now retreating. Pictures accompanying the news seem to validate that the location is indeed somewhere on the eastern part of Breiðamerkursandur.

If you compare the old picture with the new one it is incredible to see the how much the landscape has changed. These changes are monitored by the Research Center and there you have one more of those Icelandic connections as the son of my friend and colleague Sigríður Kristinsdóttir works there as a naturalist.

Speaking of connections in relation to Mt. Fellsfjall it is of course highly appropriate to quote the author Þórbergur Þórðarson, as I have done before.

The south slope of Fellsfjall faced the shore. From Hali [the farm] you could just about manage to see its easternmost part. The slope is a spectacular cliff-form, with its sheer and hanging rock layers, even more impressive and steeper than the cliffs above our farm. And the slope was darker in colour and in some way firmer. To my eye, the slope was younger as if she was around thirty while the other cliffs above the farm were more like around fifty.

It should be pointed out that this is not a proper translation, but it includes something which can be seen in some instances in Þórbergur’s childhood recollections, where he subtly personifies the mountains. The slope, therefore, becomes a young ‘she’ whereas the other cliffs are portrayed somewhat like middle age men. And the passage from the recollections goes on:

When you viewed the southernmost part of Fellsfjall from the farm, there was a very prominent, dark cleft that began at the lowest point of the cliffs and traversed them a long way vertically, and seemed to run deep into the mountain. It was almost as if its closest part was separated from the main mount.
It never occurred to me to think about the circumstances. Fellsfjall was a piece of art and the cleft was as essential part of the work – a piece to have as a pastime for eyes, but not as a venture for understanding.

This relation to a pastime for eyes is up to each and one to understand. For my part, I have a sketch of Fellsfjall from last year which awaits further work.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s