líkamspartaþema // a theme of body parts

Mörg fjallanöfn vísa í líkamsparta og verða lýsandi fyrir bragðið. Þá er eins og örnefnið leiði mann inn að kjarna fjallsins.

Þrykk af þremur fjöllum fóru saman í ramma út frá þessari hugdettu en þau eiga líka sameiginlegt að lína á milli þeirra teiknar nánast kortarétta norðurpílu sem liggur frá utanverðu Snæfellsnesi yfir á Barðaströndina. Á spíssinum eru Hornatær en það er ekki langt síðan ég náði fyrst að virða þær almennilega fyrir mér. Var þá á fundi í Vesturbyggð um þetta leyti í fyrra (í hin skiptin sem ég fór um þessar slóðir var því miður ausandi rigning og ekki fjallasýn). Tærnar eru upp af botni Trostansfjarðar (áhugaverð þessi vestfirsku örnefni!) og eru áberandi frá Bíldudal, en einnig sjást þær vel úr Flatey á Breiðafirði.

Snæfellsku fjöllin tvö, Enni og Axlarhyrna, eru síðan mjög vel þekkt; það síðara sér í lagi vegna tengingar við Axlar-Björn og son hans Svein „skottu“ sem meistari Megas nefnir þjóðardýrlinga okkar Íslendinga. Eins og dýrlingum sæmir máttu þeir þola ýmsar píslir. Þannig segir Skarðsárannáll frá því að Axlar-Björn hafi fyrst verið marinn á útlimum með sleggjum áður en hann var tekinn af lífi dæmdur fyrir fjöldamorð árið 1596. Og þegar síðan búið var að hálshöggva hann var líkið bútað sundur og stykkin fest upp á stengur. Þannig að þetta með líkamspartana kemur víða við sögu.

HornatærIIAxlarhyrnaIIIEnniIHöfuð, herðar … [Hornatær, Axlarhyrna, Enni]  þurrnál  hvert blað 21×30  2015

//  Many Icelandic mountain names refer to some part of the (human) body. Such a name can be quite illuminating and an indication of the core of mountain in question.

From this speculation came that prints of three specific mountains were arranged together. They also share a certain geography; if a line is drawn between those three on a map it plots an almost correct north arrow from the outer reaches of the Snæfellsnes peninsula over to the Barðaströnd.

On the tip of the arrow is Mt. Hornatær (literally jagged toes) which I only recently had a good view of. This was in spring last year when I was attending a meeting in Vesturbyggð. The other times I had been travelling in the region the weather did not allow any kind of view! The ‘toes’ are up from the bottom of one of the southern Westfjords called Trostansfjörður and are quite prominent on the skyline seen from Bíldudalur. The mountain is also easily recognised from the south when viewed from island Flatey in Breiðafjörður.

The two mountains on the Snæfellsnes peninsula are well-known; one being named Mt. Enni (literally Forehead) and the other Mt. Axlarhyrna (literally Shoulder peak). The latter is especially associated with Axlar-Björn who lived on the farm Öxl (or Shoulder) under the peak. Björn was suspected of killing travellers on their way past the farm and his son who went by the name Sveinn “skotta” was a condemned rapist. While most regard the pair as notorious (Björn is included in the Wikipedia-list of serial killers before 1900) Megas calls them Icelandic national saints probably for the sufferings inflicted upon them. The annals of the time recite that Axlar-Björn’s limbs were mutilated with a sledge-hammer before he was executed in 1596 for his deeds. Once he had been decapitated the corpse was cut into pieces which were fastened on poles. From this you can clearly see that the theme of body-parts is a recurring one.

Head, shoulder … [Mts. Hornatær, Axlarhyrna, Enni]  drypoint  each print 21×30  2015

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s