geispi í hugsuninni // a yawn in the train of thought

Vísunin í síðasta pósti til bernskuminninga Þórbergs rifjar upp þegar við fengum gestakennara í grafíkdeildinni. Kennarinn var Pieter Holstein og tengingin við Mynd- og hand var sennilega í gegnum það að margir þaðan höfðu farið til Hollands í framhaldsnám og komist þar í kynni við list Pieters, einkum grafíkverkin sem hann er þekktastur fyrir.

Íslandstengingunni hefur síðan verið viðhaldið því á umliðnum árum hefur Pieter gefið eintök af grafíkverkum sínum til Safnasafnsins: 24 komu 2012, 14 í byrjun árs 2014 og þrjú verk á liðnu hausti (sjá nánar á bls. 14 og 15 í sýningarskrá 2014). Enginn ætti nokkru sinni að ferðast um Eyjafjörðinn án þess að koma við í Safnasafninu og nú er komin þessi líka litla rúsína í pylsuendann ef maður gerist svo heppinn að þrykkin hans Pieters séu uppi á vegg þegar litið er í heimsókn!

Eitt af verkefnunum sem Pieter lagði fyrir okkur grafíknemana vorið 1987 var að gera nokkrum bernskuminningum skil bæði í teikningu og texta. Ein af minningunum sem ég lagði út af var úr ferð um hálendið – ég sat aftur í bíl foreldra minna á leið suður yfir Kaldadal og skimaði til fjalla út um bakgluggann. Sennilega orðinn lúinn af að hristast í bílnum á malarveginum og mögulega hálfsofandi þar sem ég lá með höfuðið á aftursætisbakinu (engin bílbelti í þá daga!). Og síðan allt í einu varð fjallið að baki bílnum að höfði á sofandi yrðlingi sem lá fram á fætur sína. Sofandi

Það var að sjálfsögðu bernskuleikur að sjá alls kyns form í fjöllunum, en í textanum sem fylgdi myndinni velti ég því fyrir mér að svona líkingar yrðu helst til ef það sem maður væri að virða fyrir sér hitti á „geispa í hugsuninni“. Má vera að þetta sé rétt en merkilegt er þá að líkingin skuli hafa fest sig svo rækilega í minni að ég get auðveldlega framkallað hana enn þann dag í dag.

Stöku sinnum lendi ég í svona „geispa“. Síðast gerðist það er við Sólborg vorum á leið austan úr Skaftafellssýslu á fallegu sumarkvöldi nú fyrr í júlí. Þegar við ókum yfir flatirnar vestan Markarfljóts varð mér litið yfir Fljótshlíðina. Ég var í hálfgerðu móki í farþegasætinu – seinna kom á daginn að ég var um það bil að veikjast – og þá gerðist það óforvarandis að Þríhyrningurinn tók á sig mynd af veru sem vakti yfir hlíðarendanum, og ég sá ekki betur en um væri að ræða býsna stórgert hrognkelsi (eða hrokkelsi eins og Kiljan myndi hafa sagt).

Þríhyrningur

//  The reference to Þórbergur’s recollections in the previous post reminds me of when we had a visiting teacher in the printmaking department of college. Pieter Holstein was this teacher and the connection to the Icelandic art college was probably through some of the many art college graduates who went on to the Netherlands for further studies. Holstein’s art, especially the prints, were already at this time held in high esteem and his influence can be traced in the works of many contemporary Icelandic artists.

The Icelandic connection has since been maintained as the Icelandic art museum Safnasafnið has over the past few years received generous gifts from Holstein; 24 prints were given in 2012, 14 at the beginning of 2014 and three last autumn (see page 15 in the museum catalogue for 2014). A visit to Safnasafnið is very highly recommended when travelling in the northern part of Iceland, and you are in for a treat if given the opportunity to view Holstein’s work!

One of the tasks Holstein wanted us printmaking students to perform was to take some childhood recollections and render them both in drawing and text. One of the recollections I worked from is from a trip in the highlands. I was in the rear seat of my parents car going south over the mountain route Kaldidalur and taking in the view of the mountains through the rear window. I was probably getting tired of the trip on the gravel road, and possibly half-asleep where I lay with my head on the back of the rear seat (there were no safety belts in those days!) Then, suddenly, the mountain we were driving away from became a fox puppy, lying asleep on his front paws.

Seeing all kinds of forms in mountains is of course a childhood game but in the accompanying text I wondered if such semblances were more likely to be encountered if the view hit upon „a yawn in the train of thought“. This may well be and noteworthy that the image should have grafted itself so thoroughly on my mind that I can easily recall it to this day.

I have these „yawns“ now and again. The last occurrence was when Sólborg and I were driving through the flats west of river Markarfljót. It was beautiful summer evening earlier in July and my gaze wandered over the slopes of Fljótshlíð. I was drowsy in the passenger seat (it turned out that I was being stricken by flu) and then out of the blue Mt. Þríhyrningur took on the semblance of a rather huge lumpfish, squatting over the end of the hill.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s