spjallað við bændur // chatting with farmers

Heimur batnandi fer: Kúba er að ná einhvers konar sáttum við BNA og vonandi að eftirköst kalda stríðsins verði brátt að baki í Karabíska hafinu, þótt Sámur frændi verði sjálfsagt áfram sjálfum sér líkur. Við Sólborg höfum annars orðið svo fræg að koma til Kúbu. Það var í nóvember 2006 og upplifunin frábær í alla staði. Einn af hápunktunum án efa að fara á útgáfutónleika Tómasar R. Einarssonar og félaga í Casa de la Amistad í Havana.

Diskurinn sem þá var nýkominn út heitir Romm tomm tomm og er í uppáhaldi. Þar má meðal annars finna einhvern albesta ópusinn sem Tómas R. hefur samið: þann sem ber hið þjóðlega heiti Spjallað við bændur. Heitið gefur færi á útúrdúr því það rifjar upp samnefndan þátt sem var á dagskrá Ríkisútvarpsins-hljóðvarps hér á árum áður. Þegar fram liðu stundir þótti þessi ráðahagur – að setja fyrirtaks útsendingartíma undir hugleiðingar bænda og búaliðs – ekki vera alveg í takti við tímann (útvarpsráð voru nú stundum róttæk hér áður). Því varð úr að þátturinn hvarf af dagskránni en sú ákvörðun uppskar ályktun á Búnaðarþingi árið 1978, sem fylgt var úr hlaði með svohljóðandi greinargerð:

Eigi mun ofmælt, að þátturinn Spjallað við bændur, sem árum saman var fastur liður í dagskrá útvarpsins einu sinni í viku, hafi notið almennra vinsælda meðal bænda. Nú hefur útvarpsráð varpað þættinum fyrir borð, hvað sem veldur. Atvinnumálaþættir Magnúsar Bjarnfreðssonar á mánudagskvöldum eru góðra gjalda verðir, svo langt sem þeir ná. En að því, er landbúnaðinn varðar, eru þeir allt annars eðlis en bændaspjallið og geta á engan hátt komið í staðinn fyrir það.

En aftur til Havana þar sem Tómas R. hvatti áfram sína sveit sem samanstóð bæði af kúbverskum og íslenskum músíköntum, m.a. Samúel J. Samúelssyni og þeim bræðrum Óskari og Ómari Guðjónssonum. Á tónleikunum var Spjallað við bændur hraður bruni er kveikti vel í limum áheyrenda sem voru fjölmargir á þessu hlýja nóvemberkvöldi við suðræna strönd. En síðan er til önnur live útgáfa af ‘spjallinu’ á safndiskinum Reykjavík- Havana sem kom út 2009. Sú upptaka var gerð í Moskvu og hér eru engir kúbverjar með meistanum í för, heldur þríeykið Samúel, Ómar og Óskar ásamt Einari V. Scheving á slagverk. Að mínu mati er þessi tónleikaútgáfa ennú betri en sú upprunalega – takturinn er hér allur hægari og það er engu líkara en Tómas R. og félagar vilji draga seiminn á hverri nótu. Þegar ég hlusta á þessa útgáfu dettur mér ósjálfrátt í hug að þarna sé tekið hús á bændum í Skaftafellssýslum, sem margir hafa einmitt þennan háttinn á í spjallinu og taka sér jafnvel hugsunarpásu í miðri setningu!

Síðast þegar ég fór um Skaftafellssýslurnar stoppaði ég á bæjarhlaði í Nesjunum. Ekki náði ég þó neinu spjalli þar við ábúendur, enda þeir allir áreiðanlega á bólakafi í stússi við túrhestana. Náði hins vegar að spá aðeins í Viðborðsfjallið hinum megin við Hornafjarðarfljótin. Óvíst samt að fjallið geti komið í staðinn fyrir spjallið.

Horft til Viðborðsfjalls 250x370

Horft til Viðborðsfjalls  akvarella 25×37 2015

//  The world strives for embetterment; Cuba is reaching some reconciliation with the US of A and one can only hope that cold-war remnants will soon be history in the Caribbean, even though Uncle Sam will probably not change his ways.

Cuba is a wonderful place. Sólborg and I visited the island in November 2006 and had a great stay. There were many things to see but the most memorable event was probably a concert given by Icelandic jazz bassist and composer Tómas R. Einarsson. At the time he had just about issued the disc ‘Rum Tom Tom’ with a line-up comprised both of Cuban and Icelandic musicians. The concert took place in Casa de la Amistad in Havana and it turned out to be a magical evening.

One of Tómas R. Einarsson’s compositions on the disc is called ‘Chatting with farmers’ which instantly makes some associations, because its namesake was a programme, broadcast for many, many years on Icelandic national radio. In the programme farmers were interviewed in situ on all the different aspects of their farming.

Then there came a time when it was thought to be somewhat anachronistic to take prime time on a nationwide broadcast to air some nitty-gritty probes into rural life. In 1977 ‘Chatting with farmers’ was discontinued by the broadcasting service with reference to other programmes that were intended to take its place. That decision, however, earned a rather stiff resolution from the 1978 Farmers’ National Congress which deemed the programme ‘irreplacable’.

The Icelandic traditon is for farmhouses to be built where you have a good view of the surroundings. And when you arrive at these vantage points you may of course chance to meet the farmer and have a chat. The last time I was in the South-east there were some views I wanted to catch, for example the Mt. Viðborðsfjall near Höfn in Hornafjörður. I didn’t, however, meet any farmers to chat with the theory being that all of them are now very much occupied with serving the tourists.

A view of Mt. Viðborðsfjall  aquarelle 25×37 2015

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s