Yfirborð þessa ‘nýfundnalands’ er heillandi með samansafni sínu af grjóti og völum – í bland við stöku hnullung. Maður veltir vöngum hversu langt litskrúðugt líparítið hefur ferðast, þar sem liggur og sker sig frá gráu basaltinu – sem nóg er af. Lögunin ber yfirleitt vitni um bæði feykilegan lóðréttan þrýsting sem og lárétta veltandi hreyfinguna í straumstefnunni. Öll formin eru síðan felld inn í eða kaffærð í þéttum vef af fremur fínthörpuðum mulningi, sem þó getur verið býsna grófur.
Fyrir mér er æfingin við að greina þetta sjónarspil í teikningu ekki ósvipað því ferli sem skapaði myndefnið til þess að byrja með. Að koma til skila höndlanlegu grjótinu innan um kliðinn í mulinni og harpaðri jökulurð. Og allt á sér þetta stað með vísan til höfuðátta, hæðar og dýptar í landslaginu.
// grain and noise – pencil drawings in Gallerí Laugalækur
The surface of this new-found land is intriguing in its assortment of cobbles and pebbles with an occasional boulder thrown in for good measure. One can speculate how far the vivid rhyolite has traveled while recording the contrast it renders against the abundant basaltic gray. Evident in most of the discernible shapes is the combination of sheer crushing vertical pressure along with the rolling, grinding motion of the flow direction. All this more or less embedded in a matrix of finely or not so finely ground gravel.
For me the manner of depicting this relationship in a drawing takes on a semblance of the process which has rendered the motive in the first place. The grain of the intelligible set in the noise of the ground jumble. All within a frame of reference containing the points of the compass, height and depth in the landscape.