í kyrrðinni er andinn // the sanctified calm

Um þessar mundir hanga myndir eftir mig uppi í skrifstofum sambandsins.

„í kyrrðinni er andinn“ er yfirskriftin sem ég valdi. Hún vísar einkum til sérlega sterkrar upplifunar úr Víknaslóðaferðinni á liðnu sumri (sjá fyrri póst) þegar ég gekk ásamt hópnum góða í gegnum þétta en alveg stillta þokuna. Þá framkallaði staður og stund svolítið upphafið ástand sem helst minnti á það þegar maður kemur inn í kunnuglegt hús en upplifun af öllum hlutföllum – hæð, breidd og dýpt – er framandi og ný. Ef til vill nokkuð svipað því sem stundum hendir þegar komið er á stað sem ekki hefur verið heimsóttur frá því í bernsku, nema í hina áttina ef svo má að orði komast.

skriðu bali 20x29 2018

skriðu  bali blýantsteikning 20×29 2017  //  gravel  hillside pencil drawing 20×29 2017

Þessi teikning er annars spes því í henni bregður fyrir mannsmynd þar sem fjarskinn rennur saman við þokuna. Nú hafa bæði persónur og leikendur verið kyrfilega útlægar úr landslagsskileríinu hjá mér hingað til og þess vegna er ég kannski að komast á eitthvert annað ról. Fór allavega á módelteikningarnámskeið hjá Jóni Axeli í haust og er því búinn að rifja upp hvernig eigi að bregða blýanti á mannsformið. Meira um það síðar.

víkna slóðir I 20x29 2018

víkna slóðir I blýantsteikning 20×29 2017  //  trail of inlets I pencil drawing 20×29 2017

//  Some of my work adorns for the time being the office space where I work, meaning the premises of the Icelandic Association of Local Authorities.

the sanctified calm is the tag line I chose because a number of pictures derive from hiking the trails of the Inlets mentioned in an earlier post. The reference here is to a particularily strong notion of space and occasion, when when group walked through quite dense but absolutely still fog. This evoked an elevated sense of dimensions not entirely unlike the feeling when you enter a familiar house but the perception of height, width and depth is new and alien in a subtle way. This may well be associated with entering a place you haven’t visited since you were a child, but works in the opposite direction if you will.

hlíða læða í hólunum 20x29 2018

hlíða  læða blýantsteikning 20×29 2017  //  skulking  fog pencil drawing 20×29 2017

 

 

 

 

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s