Hvernig liggur í landinu? // What is the lay of the land?

Af FimmvörðuhálsiÞeir sem skoða þessar færslur sjá fljótt að verkin eru langflest á breiddina. Ástæðan fyrir því er einfaldlega sú að þau mótív sem ég er mest á höttunum eftir gera sig best þannig. Einingin milli himins og jarðar útheimtir hreinlega fremur lengri en skemmri sjóndeildarhring. Þannig bara liggur í landinu.

Ég hef stöku sinnum valið mótív sem ekki kalla á þennan sjóndeildarhring. Stundum er hreinlega svo mikil þoka að sjóndeildarhringurinn verður ekki greindur. Eða þá að einhver foss slæðist inn í rammann og fer að gera kröfur.

Sem ég sit hér í rýminu inn af Mjólkurbúðinni hef ég fossaverkin hennar Dagrúnar Matthíasdóttur fyrir augunum, mér til gleði, ánægju og yndisauka. Dagrún er sýningastjóri gallerísins og mér datt í hug – um leið og ég þakka henni fyrir að bjóða mér að sýna hérna og alla aðstoðina – að skella inn, sennilega einu fossamyndinni sem ég hef klárað. Þar er mótívið líka í svo mikilli þoku að ekki er um neinn sjóndeildarhring að ræða.
Af Fimmvörðuhálsi akvarella 51×37,5 2012

// Those who follow these posts soon realize that my works are nearly all on the broad side. The reason is simply that the motives I’m mostly after are best portrayed in that manner. In those cases the unity between skies and earth stipulates a longer rather than shorter horizon. Such is the lay of the land.

I have in some very few instances chosen motives that do not call for this horizon. Sometimes the fog is too dense for any notion of horizon to be discernible. Or some waterfall creeps into the frame and starts to make demands.

As I sit here in the backroom of the gallery, Dagrún Matthíasdóttir’s waterfall paintings are before me, to my great delight. Dagrún is the curator of Mjólkurbúðin and I think – as I extend my thanks to her for inviting me and assisting in the exhibition – that it is perhaps in order to post what is probably the only waterfall picture I have finished. In it the motive is also in so much fog that no horizon exists. [The motive is from Fimmvörðuháls just by the 2010 eruption site].
From Fimmvörðuháls aquarelle 51×37,5 2012

Búrfellin // The pantry-fells

Burfell#18_Undir_haum_himni_ 215x425_2014Þessu með Búrfellin hef ég heilmikið velt fyrir mér og þær pælingar voru nokkuð áberandi á örnefna-sýningunni. Búrfellin eru mörg – ríflega 40 talsins skv. lista nafnfræðingsins Svavars Sigmundssonar sem ég hef raðað upp á nýtt hér til hliðar. Ég hef ekki barið öll Búrfellin augum og gef mér að hvert um sig hafi ákveðin sérkenni. Áhugavert er hins vegar að mjög mörg þeirra eiga ákveðinn samnefnara í forminu: brattar hlíðar neðst sem ganga upp undir hamrabelti sem gjarnan eru lungann úr hringnum í kringum háfjallið. Ofan á er síðan aflíðandi kollur.

Þetta er auðvitað stapaformið sem best þekkist í Herðubreið og Hlöðufelli, og sem Búrfellin eru hálfgerð vasaútgáfa af enda rísa þau sjaldnast meira en 3 – 400 metra yfir umhverfi sitt.

Ennú áhugaverðara er að þetta form endurspeglast sennilega í heitinu / örnefninu. Þannig telja menn að búrið, sem um ræðir, sé afhýsið sem menn til forna reistu við híbýli sín til þess að geyma mat. Þetta voru staf-búr því sjálft hýsið var reist á hallandi stöfum til þess að koma í veg fyrir að það lægi á jörðinni þar sem mýs og önnur kvikindi kæmust að því. Þannig má segja að búrformið teikni sig í fjallinu og öfugt.

Orðið stafbúr lifir að sögn enn góðu lífi í norsku (sbr. stabbur). Hins vegar litu menn búrfellsheitið hornauga til sjós þar sem það var ekki talið boða gott að nefna kennileitið því nafni, jafnvel þótt það væri notað sem mið. Var þá talað um matarfell eða annað hliðstætt. Meira um það hjá Svavari Sigmundssyni.

Á sýningunni hér á Akureyri er eitt Búrfell, það sem er efst í póstinum.
Búrfell #18 akvarella 21,5×41,5 2014

// I’ve done some thinking about the Icelandic “Búr”fells (the búr- part literally means pantry). They are quite numerous, no fewer than 40 according to a list compiled by the philolog Svavar Sigmundsson. This list is on the right, re-arranged by me.

I haven´t been to see all these Búrfells (a worthy task though) but all of them presumably have some distinguishing features. It is nonetheless interesting that many of them share a common form, with steep slopes up from the adjacent ground and almost vertical cliffs above; bordering all or most of the upper mountain perimeter. The mountain top is then relatively flat.

This mountain-form is well known as “stapi” in Icelandic with the glorious examples of Mt. Herðubreið – the queen of Icelandic mountains – and her sister Mt. Hlöðufell. The Búrfells are lesser cousins (and really pocket editions of royalty) as they seldom rise more than 3 – 400 metres over the surrounding area.

Even more interesting is the likelihood that this form is reflected in the name (or ur-name if you will). Men of learning recon that the pantry referred to is a small hut that in olden times was built outside the main dwellings to store food. The hut was erected on slanting poles to free it from the ground and possible invasions of mice and other creatures. Together the slanting poles and the rectangular structure make the form one can see in the mountain.

The word stafbúr (or pole-pantry) is still alive and kicking in Norwegian (cf. stabburet). The búrfells-name was on the other hand disliked amongst Icelandic fishermen who considered it an ill omen to utter this name while at sea, even though the ‘fell’ in question was an important point of reference when navigating fishing grounds. A possible reason for this is that the sperm-whale is named “búrhvalur” in Icelandic. Big whales coming too close to the small fishing boats posed danger which the fishermen did not want to taunt by naming the beast, albeit inadvertently. Therefore these mountains were at sea called matarfell (literally food-mounts) or some variant in that vein.

In the current exhibition in Akureyri there is one Búrfell, the one at the top of the post.
Búrfell #18 aquarelle 21,5×41,5 2014

Heiðaborgir – Holtsborgin // Citadels on the moor

HoltsborginHeiðarnar eru margar en það er eins og hver þeirra hafi eina eða fleiri heiðaborgir. Formið á þessum borgum er að sjálfsögðu fjölbreytt en ótrúlega oft er nú samt eins og smá strýta eða nabbur standi upp úr henni nálægt miðju. Fyrir áhugamenn um symmetríu er áskorunin að sjálfsögðu að finna sjónarhornið þar sem hlutirnir koma saman og útlínan gengur eins upp undir nabbann. Hitt er síðan líka að finna hitt sjónarhornið þar sem engu líkara en að skriðjökull eða eitthvert annað máttarvald hafi skorið af borginni stóran hluta. Leik mér stundum með þessi tvenns konar sjónarhorn í Hestsfjallinu (meira um það síðar).

Uppáhaldsborgin mín er Holtsborgin á Síðunni rétt fyrir vestan Kirkjubæjarklaustur. Allt er þar með nokkrum ólíkindum í umhverfinu, frá eldhrauninu fyrir framan að ávölum, grónum heiðaflákunum sundurskornum af Fjaðránni og öðru straumvatni. Hengi við verk sem var á örnefna-sýningunni enda Holtsborgin sterk í allri merkingu. Svavar Knútur tónlistarmaður og vinur okkar Sólborgar fékk þessa mynd og það samhengi hlutanna finnst mér aldeilis frábært.
Holtsborgin akvarella 35×22 2013 (í einkaeigu)

// The moors are many in this country and it is really like every one of those has one or more ‘citadels’; rocky prominences with silouettes tha easily can be mistaken for structures in the fog or dusk. The form of these prominences is of course very diverse but it is incredibly often that you find a small peak or outcrop near its centre. For any symmetry-enthusiast the challenge is of course to find the point where things come together and the outline goes from the peak in the same manner. You can also go by it the other way and find the point where a glacier or some other earthly power has shorn off a big chunk of the prominence. I sometimes do this exercise of two vantage points with Mt. Hestsfjall (more on that in a later post).

My favourite citadel is Holtsborgin near Kirkjubæjarklaustur. In the surroundings everything is fantastical; from the lava field below to the undulating lush moor flanks, criss-crossed by canyons made by the Fjaðrá river and other streamwater. I’m affixing a work from the ur-names exhibition where Holtsborgin was a central piece because she is so strong in every sense [and her name does not require translation]. The musician Svavar Knútur, a friend of Solborg and me, got this picture and I’m very happy with that context, him being a firm favorite of ours.
Holtsborgin aquarelle 35×22 2013 (privately owned)

Heiðarstemmningar // Moor(ish) atmospheres

Utsyni_af_heidinni_UHHÍ fyrri pósti var minnst á hefðina með býsna jákvæðum hætti. Það líta hins vegar ekki allir svo á og landslagsmyndir, unnar innan hefðarinnar, eru oft taldar tilheyra liðinni tíð. Ég fer hins vegar ekki ofan af því að þetta form býður upp á ákaflega mikla möguleika en gerir vissulega miklar kröfur á móti – og þá sérstaklega um heiðarleg vinnubrögð.

Það fylgdi mínum verkum, allt frá námsárum, að teljast fremur heiðarleg þannig að það er ekki eitthvað sem til kom með landslagsverkunum. Dettur í hug að ég geti sagt eins og Jack í lok “The Importance of Being Earnest” (eftir Oscar Wilde) að ég hafi áttað mig á mikilvægi þess að vera beinn og Hreinn (tilvitnunin hér er til íslenskrar útgáfu á leikritinu hvers heiti var þýtt: „Um mikilvægi þess að vera Hreinn“).

Þetta með að vera Hreinn tengist líka mótívunum sem ég vel. Held að það sé ástæða fyrir því að heiðarstemmningar höfða til mín og þá sérstaklega sú tilfinning að vera – gjarnan í svolitlum gusti – uppi á sléttu og hafa útsýni niður í dalskorningana. Í dalbotninum fær maður vissulega góða tilfinningu fyrir því hvernig jöklarnar hafa unnið sitt starf en sú mynd er að mörgu leyti skýrari uppi á heiðinni þegar maður getur horft eftir straumstefnunni sem skriðjökullinn tók á sínum tíma. Síðan er heiðargróðurinn yfirleitt ákaflega fallegur í einfaldleika sínum. Hengi við mynd vestan af Þorskafjarðarheiði. Lúðvík vinur minn og samstarfsmaður falaði þá mynd af mér og það er gott því hann er jarðfræðingur og skilur þetta með skriðjöklana.
Útsýni af heiðinni akvarella 19×38 2014 (í einkaeigu)

// In an earlier post tradition was mentioned, quite favourably. That position is on the other hand not shared by all and traditional landscape painting is often regarded as a thing of the past. I nevertheless strongly maintain that this form offers a great variety of possibilities while making stringent demands in return – in particular of unadulterated approaches.

It seemed to follow my works from the study years and on that they were considered ‘honest’ so that is nothing new to me regarding the landscapes. Perhaps I can say like Jack in the closing sentence of Wilde’s priceless play that I have discovered the importance of being Earnest.

This quality of being Earnest also has something to do with the motives I choose. There is probably a reason for the fact that moor atmospheres attract me and specially the feeling of being – preferably in some gust – up on the plateau with the view down into the beginnings of the valleys. When at the bottom of the valley you certainly get the feeling how the glaciers did their work but when you are up on the plateau the view is along the direction the glacier took those eons ago. In addition the vegetation up on the moors is usually very beautiful in its low-keyed existence. I’m hanging a work on this post, from the Þorskafjarðarheiði moor in the West Fjords. My friend and colleague Lúðvík bought this work and that is good because he is a geologist and understands these things with the glaciers.
View from the moor aquarelle 19×38 2014 (privately owned)

örnefni // ur-names

VondugilÁ sýningunni í fyrra lagði ég út af „örnefnum“ í ýmsum skilningi. Í sýningarskránni sagði:

Upphafleg merking orðsins „örnefni“ er líklega ‚nafn sem dregið er af  öðru nafni‘ eða úrnafn. Orðið á sérstaklega við samsett nöfn sem kunna að bera með sér að hafa mótast yfir langan tíma. Hefðin mótar örnefnið og því má jafnvel líta svo á að örnefnið lýsi ákveðnum sáttmála milli landsins  og þeirra sem „ílendast“ þar um lengri eða skemmri tíma.
Allar myndirnar á sýningunni eru tilbrigði við ákveðin örnefni og lýsa leiðangri þar sem ferðamaðurinn gengur „ör-inda“ sinna í náttúrunni. Þetta er leikur í hefðinni – og með hefðina – þar sem því er þó alltaf haldið til haga og upplifun stundarinnar endurtekur sig sjaldnast í hinni síbreytilegu norrænu birtu og hver staður er hvort tveggja í senn: út af fyrir sig einstakur og einstakur út af fyrir sig.

Mikið af myndefni sýningarinnar var sótt til leiðarinnar milli Landmannalauga og Þórsmerkur sem við Sólborg höfðum gengið í afskaplega góðum félagsskap árið áður. Við vorum líka svo heppin að vera með góða leiðsögumenn sem sögðu okkur deili á landinu. Á leiðinni uppúr Laugahrauninu var okkur m.a. bent á að á hægri hönd væru svokölluð Vondugil. Nafnið gæti hins vegar varla staðist því þetta væru eiginlega mjög góð gil til allra þarfa, bæði manna og skepna. Líklegra væri að gilin hétu í raun Vöndugil (í höfuðuð á henni Vöndu) en að eitthvað hefði skolast til í gps-kortagerðinni (sem ekki styddi íslenska stafi). Horft til Vondugilja (Vöndugilja?)  akvarella  21×38 2013

// The exhibition last year was all about topography toponymy as stated in the catalogue:

The initial meaning of the Icelandic word örnefni is thought to be ‘a name drawn from another name’. It is probable that the prefix ör- corresponds to the ancient Germanic stem ur-, lending itself to the construction ur-name, if you will. The Icelandic word is particularly linked with compound place-names, which may have taken many centuries to assume their current form. Tradition thus shapes the örnefni and one may even speculate that the name reflects a certain convention between the land and those that are ‘landed’ therein for longer or shorter periods of time.
All the works exhibited are variations on certain örnefni and describe a topographic / toponymic journey, where the man of journey (or ‘journeyman’) goes outdoors and takes in the natural phenomena he encounters. This is an exercise in tradition and a play with tradition, yet always bearing in mind that the experience of the moment seldom repeats itself under ever-changing Nordic skies. It also iterates that each place is at the same time unique in its own right, and in its own right – unique.

Many of the motives covered were picked up on the hiking trail from Landmannalaugar to Thórsmörk (the so-called Laugavegur) which Solborg and I had trod the year before, in excellent company. We were also so lucky to have great guides with us who could elaborate on the land and surroundings. On our way up from the Laugahraun lava field our attention was drawn to some gullies on the right hand side: the so-called Vondugil (literal translation: evil gullies). It was maintained, however, that this name should be disputed as these gullies were in fact very good in every respect, both for hikers and animals. Most likely the name was Vöndugil (or Wanda’s gullies), to honor Wanda (any relation to the fish?) but that something had gone amiss in the gps-mapping which did not support Icelandic characters.
A view towards Vondugil (Wanda’s gullies?)  aquarelle  21×38 2013

landslög // landscapes

Quote

NauthagiAthugull kann að hafa tekið eftir fleirtölumyndinni „landslög“ í síðasta pósti en ég hef svolítið verið að halda henni á lofti allt frá því að ég datt niðrá að kalla sýninguna mína árið 2012 því nafni. Í sýningarskránni lagði ég út af meistara Þórbergi:

„Við fengum indælt veður á leiðinni austur. Þessi nýju landslög verkuðu sterkt á mig. Í þá tíð var ekki farið að geisa um óskaplega fegurð af einhverju fjalli eða tindi. Þess vegna tók ég ekki eftir neinni fegurð af Almannaskarði.“

Síðan sagði í sýningarskránni:

Mér finnst gaman að sjá hvernig Þórbergur notar fleirtöluna – landslög – í þessari tilvitnun úr fjórðu bók, þegar hann lýsir því þegar hann fer í fyrsta sinn austur um í gegnum Lónssveit og áfram. Þetta er eftir „konfirmasjónina“ þannig að ferðin er sennilega farin 1902. Landslög koma síðan víðar fyrir í upprifjunum hans. Meðal annars segir af því í Rökkuróperunni að faðir Þórbergs hafi spurt mann austan úr Héraði „mikið um landslög og vatnsföll og afstöður bæja“. 
Fyrir mína parta man ég vel þegar ég kom í fyrsta sinn í Almannaskarð og sá útsýnið opnast yfir Skarðsfjörðinn, Nesin og Höfn. Það var árið 1987 og á þeim tíma var vissulega búið að tala lengi og mikið um fjöll og tinda. Íslendingar voru einnig svo heppnir á þeim tíma að þá höfðu lifað og starfað fólk með hæfileika til þess að segja frá því í myndum – fremur en tali – hvernig landslögin verkuðu á það. Þjóðin hefur síðan verið tiltölulega óheppin og ekki síst í því að nú er búið að bora gat í gegnum Almannaskarðið þannig að ferðalangurinn verður að leggja á sig krók til þess að sjá útsýnið opnast fyrir augunum, án þess að það hafi áður verið rammað inn af gangnamunnanum. 
Það hefur líka lengi loðað við íslenska þjóðarsál að orð væru til alls fyrst – eins og segir í máltækinu. Og sumir hafa áttað sig helsti seint á þessari tilhneigingu og hætt að búa til myndir og einbeitt sér að tali og orðasmíð. Fyrir vikið eigum við orðagnótt og getum sótt líkingar og stemmningar í djúpan brunn. 
Þetta rann upp fyrir mér þegar var að nálgast tind Arnarfells mikla um mitt sumar í fyrra [2011] og horfði á langan skafl hlykkjast um gilbarminn beint fyrir neðan mig. Það var engu líkara en hér væri komin rönd af hvítum glassúr úr sprautu einhvers himnesks bakara. Skyggingin í röndinni undirstrikaði hvað hún var þykk og meira segja var hægt að sjá hvernig glúkósinn hafði aðeins skriðið til undan þyngdaraflinu. Maður fékk bókstaflega vatn í munninn. 
Það er miklu síður að gamansöm líking – eða orð yfirleitt – nái að lýsa því sem fyrir augun bar þegar þau hvörfluðu að sjóndeildarhringnum og tóku inn fjarskann sem af þessum sjónarhóli virtist nærri óendanlegur. Í nálægð við slíka víðáttu reyndist mér erfitt „að hugsa órökrétt“ eins og Þórbergur sagði  um Steinafjallið.

Nauthagi (úr Þjórsárverum) 13×18  2012 [ljósmynd Vigfús Birgisson]

// This post relates to my 2012 exhibition which I named „ “landscapes”. There was a pun intended as in Icelandic the plural form „landslög“ almost exclusively refers to the laws and statutes from the legislator. This ambiguity served my purpose being a trained lawyer in addition to an artistic background!

There are very few instances in Icelandic texts where the plural form „landslög“ occur meaning landscapes. One is in book four of the childhood recollections of Þórbergur Þórðarson, the greatest (in my opinion) Icelandic writer of the twentieth century. The quotation at the beginning of the post is one such instance which may be translated thus:

“We got lovely weather on the way east. The new landscapes influenced me strongly. In those days you didn´t ramble on about the beauty of some mountain or peak. That is why I didn´t notice any special beauty in the view from the Almannaskarð mountain pass.”

The extended quotation in the post is from the 2012 exhibition catalogue where I ramble on about landscape and beauty with reference to the landscapes being shown. This text, however, does not lend itself well to translation.

Nauthagi (in Þjórsárver Nature Reserve) 13×18  2012 [photo Vigfús Birgisson]

Ljósmyndir og verk // Photographs and works

Sumir af gestum mínum á sýningunni hér á Akureyri, spyrja hvort ég noti ljósmyndir í verkunum. Stundum er tvinnað við að séð utan af götu líti verkin út eins og ljósmyndir. Það sé fyrst þegar viðkomandi fer að rýna í myndirnar að mál„verkið“ komi í ljós.

Þessar vangaveltur eru jákvæðar og endurspegla vonandi að ég sé trúr því myndefni sem ég vel mér – birtunni, litbrigðum og stemmningunni í landinu. Veit hins vegar að yfirleitt tekst mér best upp þegar ég hef náð góðri skyssu af myndefninu. Ljósmyndin er síðar ómetanlegt hjálpartæki við að rifja upp minninguna um stemmninguna og aðstoða við leitina að einingunni þegar í vinnustofuna er komið.

Varðandi samspil ljósmyndar og verks kemur annars upp í hugann tilvitnun í Gerhard Richter sem sagði „Ljósmynd tekur maður sem ljósmynd – og ef maður er heppinn uppgötvar maður hana síðar sem mynd“. Og ennfremur þetta: „Ég sé allskonar landslög, en ljósmynda varla eitt af hverjum 100.000 og mála varla eitt af hverjum 100 sem ég ljósmynda. Ég leita sumsé að einhverju ákveðnu og dreg af því þá ályktun að ég viti hvað ég vil.“ [Úr: Atlas, 2006]
Horft til Keilis og Trölladyngju  skyssa  09.07.2011
Keilir og fjallahringurinn  22×56 akvarella 2012

// Some of the guests on the current exhibition here in Akureyri, ask me if I use photographs in the works. Added now and again is that seen from the street the works look like photos. One guest said that it was first when the work was scrutinised up close that the painting became evident.

Such wonderings are positive and one can hope that it reflects that I am truthful to subjects I choose – the luminance, colour nuances and the atmosphere of the land. I know that the best results are gained when I have obtained a good sketch of the motive. Photos are then sine qua non as an aide-mémoire to recall the impression and assist in the search for unity when I´m back by my table.

When contemplating the interplay of photos and pictures a quote comes to mind from Gerhard Richter who said: „Ein Foto macht man für ein Foto, und wenn man Glück hat, entdeckt man es später für ein Bild.“ The reference follows: „Ich sehe unzählige Landschaften, fotografiere kaum eine von 100 000, male kaum eine von 100 fotografierten, – ich suche also etwas ganz Bestimmtes; ich kann daraus schliessen, dass ich weiss, was ich will.“ [From: Atlas, 2006]
View towards Mts. Keilir and Trölladyngja  sketch  09.07.2011
Mt. Keilir and the ring of fells  22×56 aquarelle 2012

Horft_til_Keilis_skyssur

Keilir

Anatómía fjalla // The anatomy of mountains

Fyrir mér er teikningin hryggjarstykkið í hverju verki. Það er út frá línunni sem ég leita flatarins og þaðan að finna mögulega einingu milli teikningar og málverks. Í landslagsverkum er síðan þriðja einingin að finna hvernig himinn og jörð harmónera saman. Skyssubókin er alltaf með í för og þegar ég sest við undir berum himni verður fjallið að módeli sem verður að „kryfja“ til þess að útgangspunkturinn í frekara verki geti orðið réttur. Þá kemur módelteikningin frá því í denn í góðar þarfir. Vífilsfell  skyssa  10.08.2013

// For me the drawing is essential for each work. It is from the line that I search for the expanse og then on towards a possible unity of drawing and painting. In landscape work the third achievable unity is that of harmony between skies and earth. The sketchbook is always taken along and when I sit down in the outdoors the prominence ahead of me (or mountain if you will) turns into a model which has to be dissected if the correct point of departure for further work is to be found. Then training from older times in model drawing comes in handy. Mt. Vífilsfell  sketch  10.08.2013

Vifilsfell_skyssa

Vildi að þú værir hér á þessum góða degi // Wish you were here on this postcard day

Hekla_i_humi_UHHÞegar við feðgar – Tóti og ég – ókum norður í fyrradag tókum við smá Jethro Tull syrpu. Hlustuðum síðan einnig á sólóplötu Ian Anderson The Secret Language of Birds (frá 2000 – óhætt að mæla með henni). Platan er að sögn nefnd eftir dagrenningarkórnum, þegar fuglarnir láta aftur í sér heyra eftir þagnarbilið um lágnættið. Þetta gerist sérstaklega á vorin eins og sá þekkir sem ekki hefur verið „allt of uppgefinn eina nótt að kveða og vaka …“

Eitt af lögum Ian Anderson höfðaði sérstaklega til mín – það heitir Postcard Day og fjallar um sektarkennd yfir því að vera að fara í frí. Hugsaði til Sólborgar minnar og hennar annríkis þegar þessi hending kom: “For you dear    and I wish you were here    on this postcard day”. Það var svosem ekki póstkortaveður þegar við Tóti vorum á ferðinni en seint eitt vorkvöld um daginn náði ég póstkortastemmningu í Grámosum þegar ég leit til Heklu – og svei mér ef ég skildi þá ekki loksins hvað hann spói spíssnefur var að segja – prakkarinn sá.
Hekla í morgunhúmi  akvarella  15×25  2014.

// When we father and son – Tóti and I – drove north the day before last, we took a small Jethro Tull session. We also listened to Ian Anderson´s solo album The Secret Language of Birds (2000 – highly recommended). It is said that the album is named after the dawn chorus, the natural sound of birds heard at dawn, most noticeably in the spring. Calls to mind the well known lines from Stephan G. Stephansson‘s poem: “Who is too exhausted one night to rhyme and wake …”

One of Ian Anderson´s songs in particular spoke to me; Postcard Day which deals with holiday guilt. Thought of my wife Solborg and her many chores when the line was recited: “For you dear    and I wish you were here    on this postcard day”. It wasn’t exactly postcard weather when Tóti and I were travelling but this spring I really caught some postcard nuances in a view towards Hekla during dawn – and blimey if I didn’t understand then what the curlews were saying.
Mt. Hekla at dawn aquarelle 15×24  2014

Úrkoma í grennd // Showers in the vicinity

Vedrabrigdi_yfir_gamla_UHHSem strákur dvaldi ég mörg sumur í sveit í Borgarfirði og þar var alltaf fylgst grannt með veðurskeytunum. Eitt af því sem stundum kom fyrir í þessum skeytum var viðkvæðið „Úrkoma í grennd“. Man að ég þurfti að spyrjast fyrir um það hvar þessi grennd væri eiginlega. Fékk greið svör við en einhver hefur kannski brosað í kampinn. Fann seinna út að fyrirbærið er skemmtilegt viðfangsefni og á sýningunni sem nú hangir uppi er nokkur verk þar sem ég spái í skúrirnar.
Veðrabrigði yfir gamla Eldgjárhrauninu  29×45 2014.

// As a boy I dwelt many summers on a farm in Borgarfjörður where people always listened carefully to weather reports on the radio. One thing that the narrator often mentioned was “Showers in the vicinity”. I seem to remember asking where this “vicinity” was and getting a prompt answer. Maybe some amusement was also expressed. I later found that showers in the vicinity are also interesting pictorial phenomena and in the current exhibition in Akureyri there are some works containing such weather reports.
From the old Eldgjá lava field 29×45 2014. [Eldgjá is a volcano in the South with a history of colossal eruptions. The lava field depicted is from pre-historic time, i.e. not the 934 eruption.]

Vedrabrigdi_yfir_gamla_UHH