Þegar við feðgar – Tóti og ég – ókum norður í fyrradag tókum við smá Jethro Tull syrpu. Hlustuðum síðan einnig á sólóplötu Ian Anderson The Secret Language of Birds (frá 2000 – óhætt að mæla með henni). Platan er að sögn nefnd eftir dagrenningarkórnum, þegar fuglarnir láta aftur í sér heyra eftir þagnarbilið um lágnættið. Þetta gerist sérstaklega á vorin eins og sá þekkir sem ekki hefur verið „allt of uppgefinn eina nótt að kveða og vaka …“
Eitt af lögum Ian Anderson höfðaði sérstaklega til mín – það heitir Postcard Day og fjallar um sektarkennd yfir því að vera að fara í frí. Hugsaði til Sólborgar minnar og hennar annríkis þegar þessi hending kom: “For you dear and I wish you were here on this postcard day”. Það var svosem ekki póstkortaveður þegar við Tóti vorum á ferðinni en seint eitt vorkvöld um daginn náði ég póstkortastemmningu í Grámosum þegar ég leit til Heklu – og svei mér ef ég skildi þá ekki loksins hvað hann spói spíssnefur var að segja – prakkarinn sá.
Hekla í morgunhúmi akvarella 15×25 2014.
// When we father and son – Tóti and I – drove north the day before last, we took a small Jethro Tull session. We also listened to Ian Anderson´s solo album The Secret Language of Birds (2000 – highly recommended). It is said that the album is named after the dawn chorus, the natural sound of birds heard at dawn, most noticeably in the spring. Calls to mind the well known lines from Stephan G. Stephansson‘s poem: “Who is too exhausted one night to rhyme and wake …”
One of Ian Anderson´s songs in particular spoke to me; Postcard Day which deals with holiday guilt. Thought of my wife Solborg and her many chores when the line was recited: “For you dear and I wish you were here on this postcard day”. It wasn’t exactly postcard weather when Tóti and I were travelling but this spring I really caught some postcard nuances in a view towards Hekla during dawn – and blimey if I didn’t understand then what the curlews were saying.
Mt. Hekla at dawn aquarelle 15×24 2014