í híði // hiatus

Þennan veturinn hef ég legið í híði. En nú er komin önnur árstíð og þá fara dýr merkurinnar á stjá í samræmi við sitt eðli.

//  This has been a winter of hiatus. But now there is another season and the creatures of the realm make themselves felt, all according to their kind.

  • Skissur úr Elliðaárdal og Heiðmörku 15. og 16 maí 2016  //  Sketches from Elliðaárdalur og Heiðmörk 15 and 16 May 2016

spjallað við bændur // chatting with farmers

Heimur batnandi fer: Kúba er að ná einhvers konar sáttum við BNA og vonandi að eftirköst kalda stríðsins verði brátt að baki í Karabíska hafinu, þótt Sámur frændi verði sjálfsagt áfram sjálfum sér líkur. Við Sólborg höfum annars orðið svo fræg að koma til Kúbu. Það var í nóvember 2006 og upplifunin frábær í alla staði. Einn af hápunktunum án efa að fara á útgáfutónleika Tómasar R. Einarssonar og félaga í Casa de la Amistad í Havana.

Diskurinn sem þá var nýkominn út heitir Romm tomm tomm og er í uppáhaldi. Þar má meðal annars finna einhvern albesta ópusinn sem Tómas R. hefur samið: þann sem ber hið þjóðlega heiti Spjallað við bændur. Heitið gefur færi á útúrdúr því það rifjar upp samnefndan þátt sem var á dagskrá Ríkisútvarpsins-hljóðvarps hér á árum áður. Þegar fram liðu stundir þótti þessi ráðahagur – að setja fyrirtaks útsendingartíma undir hugleiðingar bænda og búaliðs – ekki vera alveg í takti við tímann (útvarpsráð voru nú stundum róttæk hér áður). Því varð úr að þátturinn hvarf af dagskránni en sú ákvörðun uppskar ályktun á Búnaðarþingi árið 1978, sem fylgt var úr hlaði með svohljóðandi greinargerð:

Eigi mun ofmælt, að þátturinn Spjallað við bændur, sem árum saman var fastur liður í dagskrá útvarpsins einu sinni í viku, hafi notið almennra vinsælda meðal bænda. Nú hefur útvarpsráð varpað þættinum fyrir borð, hvað sem veldur. Atvinnumálaþættir Magnúsar Bjarnfreðssonar á mánudagskvöldum eru góðra gjalda verðir, svo langt sem þeir ná. En að því, er landbúnaðinn varðar, eru þeir allt annars eðlis en bændaspjallið og geta á engan hátt komið í staðinn fyrir það.

En aftur til Havana þar sem Tómas R. hvatti áfram sína sveit sem samanstóð bæði af kúbverskum og íslenskum músíköntum, m.a. Samúel J. Samúelssyni og þeim bræðrum Óskari og Ómari Guðjónssonum. Á tónleikunum var Spjallað við bændur hraður bruni er kveikti vel í limum áheyrenda sem voru fjölmargir á þessu hlýja nóvemberkvöldi við suðræna strönd. En síðan er til önnur live útgáfa af ‘spjallinu’ á safndiskinum Reykjavík- Havana sem kom út 2009. Sú upptaka var gerð í Moskvu og hér eru engir kúbverjar með meistanum í för, heldur þríeykið Samúel, Ómar og Óskar ásamt Einari V. Scheving á slagverk. Að mínu mati er þessi tónleikaútgáfa ennú betri en sú upprunalega – takturinn er hér allur hægari og það er engu líkara en Tómas R. og félagar vilji draga seiminn á hverri nótu. Þegar ég hlusta á þessa útgáfu dettur mér ósjálfrátt í hug að þarna sé tekið hús á bændum í Skaftafellssýslum, sem margir hafa einmitt þennan háttinn á í spjallinu og taka sér jafnvel hugsunarpásu í miðri setningu!

Síðast þegar ég fór um Skaftafellssýslurnar stoppaði ég á bæjarhlaði í Nesjunum. Ekki náði ég þó neinu spjalli þar við ábúendur, enda þeir allir áreiðanlega á bólakafi í stússi við túrhestana. Náði hins vegar að spá aðeins í Viðborðsfjallið hinum megin við Hornafjarðarfljótin. Óvíst samt að fjallið geti komið í staðinn fyrir spjallið.

Horft til Viðborðsfjalls 250x370

Horft til Viðborðsfjalls  akvarella 25×37 2015

//  The world strives for embetterment; Cuba is reaching some reconciliation with the US of A and one can only hope that cold-war remnants will soon be history in the Caribbean, even though Uncle Sam will probably not change his ways.

Cuba is a wonderful place. Sólborg and I visited the island in November 2006 and had a great stay. There were many things to see but the most memorable event was probably a concert given by Icelandic jazz bassist and composer Tómas R. Einarsson. At the time he had just about issued the disc ‘Rum Tom Tom’ with a line-up comprised both of Cuban and Icelandic musicians. The concert took place in Casa de la Amistad in Havana and it turned out to be a magical evening.

One of Tómas R. Einarsson’s compositions on the disc is called ‘Chatting with farmers’ which instantly makes some associations, because its namesake was a programme, broadcast for many, many years on Icelandic national radio. In the programme farmers were interviewed in situ on all the different aspects of their farming.

Then there came a time when it was thought to be somewhat anachronistic to take prime time on a nationwide broadcast to air some nitty-gritty probes into rural life. In 1977 ‘Chatting with farmers’ was discontinued by the broadcasting service with reference to other programmes that were intended to take its place. That decision, however, earned a rather stiff resolution from the 1978 Farmers’ National Congress which deemed the programme ‘irreplacable’.

The Icelandic traditon is for farmhouses to be built where you have a good view of the surroundings. And when you arrive at these vantage points you may of course chance to meet the farmer and have a chat. The last time I was in the South-east there were some views I wanted to catch, for example the Mt. Viðborðsfjall near Höfn in Hornafjörður. I didn’t, however, meet any farmers to chat with the theory being that all of them are now very much occupied with serving the tourists.

A view of Mt. Viðborðsfjall  aquarelle 25×37 2015

geispi í hugsuninni // a yawn in the train of thought

Vísunin í síðasta pósti til bernskuminninga Þórbergs rifjar upp þegar við fengum gestakennara í grafíkdeildinni. Kennarinn var Pieter Holstein og tengingin við Mynd- og hand var sennilega í gegnum það að margir þaðan höfðu farið til Hollands í framhaldsnám og komist þar í kynni við list Pieters, einkum grafíkverkin sem hann er þekktastur fyrir.

Íslandstengingunni hefur síðan verið viðhaldið því á umliðnum árum hefur Pieter gefið eintök af grafíkverkum sínum til Safnasafnsins: 24 komu 2012, 14 í byrjun árs 2014 og þrjú verk á liðnu hausti (sjá nánar á bls. 14 og 15 í sýningarskrá 2014). Enginn ætti nokkru sinni að ferðast um Eyjafjörðinn án þess að koma við í Safnasafninu og nú er komin þessi líka litla rúsína í pylsuendann ef maður gerist svo heppinn að þrykkin hans Pieters séu uppi á vegg þegar litið er í heimsókn!

Eitt af verkefnunum sem Pieter lagði fyrir okkur grafíknemana vorið 1987 var að gera nokkrum bernskuminningum skil bæði í teikningu og texta. Ein af minningunum sem ég lagði út af var úr ferð um hálendið – ég sat aftur í bíl foreldra minna á leið suður yfir Kaldadal og skimaði til fjalla út um bakgluggann. Sennilega orðinn lúinn af að hristast í bílnum á malarveginum og mögulega hálfsofandi þar sem ég lá með höfuðið á aftursætisbakinu (engin bílbelti í þá daga!). Og síðan allt í einu varð fjallið að baki bílnum að höfði á sofandi yrðlingi sem lá fram á fætur sína. Sofandi

Það var að sjálfsögðu bernskuleikur að sjá alls kyns form í fjöllunum, en í textanum sem fylgdi myndinni velti ég því fyrir mér að svona líkingar yrðu helst til ef það sem maður væri að virða fyrir sér hitti á „geispa í hugsuninni“. Má vera að þetta sé rétt en merkilegt er þá að líkingin skuli hafa fest sig svo rækilega í minni að ég get auðveldlega framkallað hana enn þann dag í dag.

Stöku sinnum lendi ég í svona „geispa“. Síðast gerðist það er við Sólborg vorum á leið austan úr Skaftafellssýslu á fallegu sumarkvöldi nú fyrr í júlí. Þegar við ókum yfir flatirnar vestan Markarfljóts varð mér litið yfir Fljótshlíðina. Ég var í hálfgerðu móki í farþegasætinu – seinna kom á daginn að ég var um það bil að veikjast – og þá gerðist það óforvarandis að Þríhyrningurinn tók á sig mynd af veru sem vakti yfir hlíðarendanum, og ég sá ekki betur en um væri að ræða býsna stórgert hrognkelsi (eða hrokkelsi eins og Kiljan myndi hafa sagt).

Þríhyrningur

//  The reference to Þórbergur’s recollections in the previous post reminds me of when we had a visiting teacher in the printmaking department of college. Pieter Holstein was this teacher and the connection to the Icelandic art college was probably through some of the many art college graduates who went on to the Netherlands for further studies. Holstein’s art, especially the prints, were already at this time held in high esteem and his influence can be traced in the works of many contemporary Icelandic artists.

The Icelandic connection has since been maintained as the Icelandic art museum Safnasafnið has over the past few years received generous gifts from Holstein; 24 prints were given in 2012, 14 at the beginning of 2014 and three last autumn (see page 15 in the museum catalogue for 2014). A visit to Safnasafnið is very highly recommended when travelling in the northern part of Iceland, and you are in for a treat if given the opportunity to view Holstein’s work!

One of the tasks Holstein wanted us printmaking students to perform was to take some childhood recollections and render them both in drawing and text. One of the recollections I worked from is from a trip in the highlands. I was in the rear seat of my parents car going south over the mountain route Kaldidalur and taking in the view of the mountains through the rear window. I was probably getting tired of the trip on the gravel road, and possibly half-asleep where I lay with my head on the back of the rear seat (there were no safety belts in those days!) Then, suddenly, the mountain we were driving away from became a fox puppy, lying asleep on his front paws.

Seeing all kinds of forms in mountains is of course a childhood game but in the accompanying text I wondered if such semblances were more likely to be encountered if the view hit upon „a yawn in the train of thought“. This may well be and noteworthy that the image should have grafted itself so thoroughly on my mind that I can easily recall it to this day.

I have these „yawns“ now and again. The last occurrence was when Sólborg and I were driving through the flats west of river Markarfljót. It was beautiful summer evening earlier in July and my gaze wandered over the slopes of Fljótshlíð. I was drowsy in the passenger seat (it turned out that I was being stricken by flu) and then out of the blue Mt. Þríhyrningur took on the semblance of a rather huge lumpfish, squatting over the end of the hill.

augnagaman // pastime for eyes

Mín eftirlætis dægrastytting er að tefla á vefnum. Stundum verða til skemmtilegar tengingar í gegnum skákina sem einnig varpa ljósi á hvað heimurinn er í raun lítill.

Bandarískur maður sem ég et kappi við tók eftir að ég væri frá Íslandi og sendi þá um hæl mynd af skúlptúr sem vinur hans hafði nýlega rekist á þegar sá var í Íslandsferð. Skúlptúrinn er í mannsmynd, eldrauður að lit og virðist við fyrstu sýn vera gerður úr málmi. Samt er engu líkara en að þessi ferðalangur hafi verði tálgaður úr birkigreinum – maður getur næstum því skynjað sveigjuna í viðnum og þennan yndisleg ilm sem kemur þegar berkinum er flett af birkigrein.

redman in Iceland

Bandaríkjamaðurinn kallaði þetta fyrirbæri „redman“ eða rauðliða og svo virðist sem þessir ferðalangar fari víða, því þeir stinga upp kollinum bæði í heimsborgum og úti í náttúrunni, hvort sem það er nú á bökkum Bodenvatns eða við Gamla Trygg í Yellowstone-garðinum.

Mér finnst skemmtilegt að vita af þessum rauðliða í íslenskri náttúru – og þetta er ekki ágengur listrænn gjörningur eins og dæmi eru um. Sending listmannsins sýnir virðingu fyrir umhverfinu og dregur fram að íslensk náttúra er býsna mögnuð sviðsmynd fyrir skilaboð um stöðu mannsins í heiminum. Sá gjörningur að setja rauðliðann niður er afturkræfur en myndirnar af honum, sem ferðast munu fram og tilbaka, halda skilaboðunum til haga.

Sú spurning vaknaði í spjalli okkar skák- (og list)áhugamannanna hvar á landinu þessi rauðliði hefði tekið sér bólfestu. Jökullinn og sérstaklega fjallið fyrir aftan skúlptúrinn hringdi bjöllu hjá mér og þegar ég rýndi í þetta fannst mér myndin geta komið heim og saman við staðsetningu á Breiðamerkursandi og að þetta myndi vera Fellsfjallið sem þarna bæri við þokubakkann. Fann síðan nýlega frétt frá Náttúrustofu Suðausturlands, þar sem greint er frá landbreytingum á Breiðamerkursandi og gott ef myndin sem fylgir fréttinni tekur ekki af skarið um staðsetninguna, sjá: http://nattsa.is/landbreytingar-a-breidamerkursandi/.

Ótrúlegt annars hvað landbreytingin er hröð á þessum slóðum eins og gamla myndin í fréttinni sýnir. Náttúrustofan vaktar þessar breytingar og skemmtileg er sú tenging við stofuna að þar starfar sem náttúrufræðingur hann Jóhann Helgi Stefánsson sonur minnar góðu vin- og samstarfskonu Sigríðar Kristinsdóttur.

Talandi um tengingar of Fellsfjalið þá er nú ekki annað hægt en að leita í smiðju til meistara Þórbergs (eins og ég hef svosem áður gert):

Suðurhlið Fellsfjalls snöri út að hafinu. Það sást aðeins austurjaðarinn á henni heiman frá Hala. En hún blasti við manni utan af fjörum og af austanverðum Breiðamerkursandi. Hún var stórkostleg klettasköpun, belti upp af belti, flug upp af flugi, ennþá mikilfenglegri og brattari en klettarnir fyrir ofan Breiðabólstaðarbæinn. Og hún var dekkri á litinn og eins og fastari í sér. Og mér sýndist hún vera unglegri svona um þrítugt, ef þeir væru um fimmtugt.

Yndisleg er skaftfellskan sbr. þetta um hlið fjallsins sem „snöri“ út að hafinu. Og fjallshlíðin sem verður að unglegri fyrirsætu, sem þeir standa og glápa á miðaldra klettakallarnir upp af bænum. Og Þórbergur heldur áfram:

 Þegar maður horfði frá Hala á suðurenda Fellsfjalls, gein við manni dimm gjá, sem byrjaði neðst í klettunum og náði langt upp eftir þeim lóðrétt og sýndist ganga djúpt inn í fjallið. Það var líkast því sem fremsti hluti þess væri klofinn frá aðalfjallinu.

Það hvarflaði aldrei að mér að hugsa út í, hvernig þessu væri farið. Fellsfjall var listaverk og þessi gjá var nauðsynlegt atriði í listaverkinu, sem maður átti að hafa augnagaman af, en ætti ekki að reyna að skilja.
Þórbergur Þórðarson: Í Suðursveit, bls. 164.

Þetta með augnagamanið verður hver að skilja á sinn hátt. Fyrir mína parta á ég Fellsfjallið í skyssu frá því í fyrra, sem bíður nánari úrvinnslu.

Fell við sand // Fell by sand  15x25  2014

Fell við sand // Fell by sand 15×25 2014

//  My favorite pastime is playing chess over the internet. Sometimes the games create interesting connections and even go to show how small this world of ours really is.

An American I am playing noticed that I am from Iceland and sent a message with a photo of a sculpture a friend of his had seen while travelling in the country. The sculpture is in the form of a man, stark red in colour and possibly made from metal. Nonetheless the immediate impression is that this traveller has been carefully whittled from birch branches, you can almost sense a supple, yew like quality, and the sweet aroma you get when debarking birch.

The American called this phenomenon “a redman” and it seems that he has brethren in many corners of the world, both in metropolitan cities and out in nature, be it on the shores of Lake Constance or by Old Faithful in the Yellowstone Park.

I am happy with the thought of having one of the redmen in the Icelandic outdoors – and this is certainly not an invasive artistic performance such as there have been some instances of in recent years. The dispatch of the sculptor indicates respect for the environment and indeed shows the potent scenery of Icelandic nature when it comes to art’s message on the place of man in this world. It is also fitting that the photos of the redman have now travelled back and forth – another reminder of how the global village works.

When we chess (and art) enthusiasts were exchanging messages, the question arose as to the location of this Icelandic redman. The glacier, and, in particular, the mountain in the background, rang a certain bell in my mind and as I scrutinized the photo I felt that the location might be in Breiðamerkursandur, South-East Iceland. The promontory feature jutting into the fog would be Mt. Fellsfjall (literally Mountmountain!). I then found a piece of news from the South East Iceland Nature Research Center on the Breiðamerkur-glacier than once covered most of the sand but is now retreating. Pictures accompanying the news seem to validate that the location is indeed somewhere on the eastern part of Breiðamerkursandur.

If you compare the old picture with the new one it is incredible to see the how much the landscape has changed. These changes are monitored by the Research Center and there you have one more of those Icelandic connections as the son of my friend and colleague Sigríður Kristinsdóttir works there as a naturalist.

Speaking of connections in relation to Mt. Fellsfjall it is of course highly appropriate to quote the author Þórbergur Þórðarson, as I have done before.

The south slope of Fellsfjall faced the shore. From Hali [the farm] you could just about manage to see its easternmost part. The slope is a spectacular cliff-form, with its sheer and hanging rock layers, even more impressive and steeper than the cliffs above our farm. And the slope was darker in colour and in some way firmer. To my eye, the slope was younger as if she was around thirty while the other cliffs above the farm were more like around fifty.

It should be pointed out that this is not a proper translation, but it includes something which can be seen in some instances in Þórbergur’s childhood recollections, where he subtly personifies the mountains. The slope, therefore, becomes a young ‘she’ whereas the other cliffs are portrayed somewhat like middle age men. And the passage from the recollections goes on:

When you viewed the southernmost part of Fellsfjall from the farm, there was a very prominent, dark cleft that began at the lowest point of the cliffs and traversed them a long way vertically, and seemed to run deep into the mountain. It was almost as if its closest part was separated from the main mount.
It never occurred to me to think about the circumstances. Fellsfjall was a piece of art and the cleft was as essential part of the work – a piece to have as a pastime for eyes, but not as a venture for understanding.

This relation to a pastime for eyes is up to each and one to understand. For my part, I have a sketch of Fellsfjall from last year which awaits further work.

líkamspartaþema // a theme of body parts

Mörg fjallanöfn vísa í líkamsparta og verða lýsandi fyrir bragðið. Þá er eins og örnefnið leiði mann inn að kjarna fjallsins.

Þrykk af þremur fjöllum fóru saman í ramma út frá þessari hugdettu en þau eiga líka sameiginlegt að lína á milli þeirra teiknar nánast kortarétta norðurpílu sem liggur frá utanverðu Snæfellsnesi yfir á Barðaströndina. Á spíssinum eru Hornatær en það er ekki langt síðan ég náði fyrst að virða þær almennilega fyrir mér. Var þá á fundi í Vesturbyggð um þetta leyti í fyrra (í hin skiptin sem ég fór um þessar slóðir var því miður ausandi rigning og ekki fjallasýn). Tærnar eru upp af botni Trostansfjarðar (áhugaverð þessi vestfirsku örnefni!) og eru áberandi frá Bíldudal, en einnig sjást þær vel úr Flatey á Breiðafirði.

Snæfellsku fjöllin tvö, Enni og Axlarhyrna, eru síðan mjög vel þekkt; það síðara sér í lagi vegna tengingar við Axlar-Björn og son hans Svein „skottu“ sem meistari Megas nefnir þjóðardýrlinga okkar Íslendinga. Eins og dýrlingum sæmir máttu þeir þola ýmsar píslir. Þannig segir Skarðsárannáll frá því að Axlar-Björn hafi fyrst verið marinn á útlimum með sleggjum áður en hann var tekinn af lífi dæmdur fyrir fjöldamorð árið 1596. Og þegar síðan búið var að hálshöggva hann var líkið bútað sundur og stykkin fest upp á stengur. Þannig að þetta með líkamspartana kemur víða við sögu.

HornatærIIAxlarhyrnaIIIEnniIHöfuð, herðar … [Hornatær, Axlarhyrna, Enni]  þurrnál  hvert blað 21×30  2015

//  Many Icelandic mountain names refer to some part of the (human) body. Such a name can be quite illuminating and an indication of the core of mountain in question.

From this speculation came that prints of three specific mountains were arranged together. They also share a certain geography; if a line is drawn between those three on a map it plots an almost correct north arrow from the outer reaches of the Snæfellsnes peninsula over to the Barðaströnd.

On the tip of the arrow is Mt. Hornatær (literally jagged toes) which I only recently had a good view of. This was in spring last year when I was attending a meeting in Vesturbyggð. The other times I had been travelling in the region the weather did not allow any kind of view! The ‘toes’ are up from the bottom of one of the southern Westfjords called Trostansfjörður and are quite prominent on the skyline seen from Bíldudalur. The mountain is also easily recognised from the south when viewed from island Flatey in Breiðafjörður.

The two mountains on the Snæfellsnes peninsula are well-known; one being named Mt. Enni (literally Forehead) and the other Mt. Axlarhyrna (literally Shoulder peak). The latter is especially associated with Axlar-Björn who lived on the farm Öxl (or Shoulder) under the peak. Björn was suspected of killing travellers on their way past the farm and his son who went by the name Sveinn “skotta” was a condemned rapist. While most regard the pair as notorious (Björn is included in the Wikipedia-list of serial killers before 1900) Megas calls them Icelandic national saints probably for the sufferings inflicted upon them. The annals of the time recite that Axlar-Björn’s limbs were mutilated with a sledge-hammer before he was executed in 1596 for his deeds. Once he had been decapitated the corpse was cut into pieces which were fastened on poles. From this you can clearly see that the theme of body-parts is a recurring one.

Head, shoulder … [Mts. Hornatær, Axlarhyrna, Enni]  drypoint  each print 21×30  2015

bolsíur // candy (crush)

Einn opnunargesturinn hafði á orði að verkin sem ég sýni kæmu honum á óvart. Væntanlega hefur það verið út af plakatinu sem búið var til; með bolsíunum sem liggja í röðum eftir korti af miðhálendinu. Sú mynd er þannig séð andstæða verkanna; litskrúðug og með áberandi fjarvídd sem verkin eru alveg laus við. Tenging er hins vegar til staðar í gegnum textann sem fylgdi plakatinu þar sem lagt er út af því að fjöllin – og þetta á sérstaklega við um þau norðlensku – hafi staðist tönn ísaldarjökulsins og sloppið lifandi úr glímunni við hann. Og af því ég raða fjöllunum saman – þremur í línu – vakti það upp samhengi við tölvuleikinn sem gekk ljósum logum á netinu hér fyrir fáeinum misserum síðan.

Sumrin sem ég dvaldi norður í Hrísey var alltaf talað um bolsíur. Þetta er norðlensk málvenja sem vonandi er enn við lýði og margir kannast við. Rakst á skemmtilegan texta eftir Ingu Dóru Björnsdóttur mannfræðing sem var í sveit í Skagafirði. Þar segir hún frá því að þegar komið var aftur suður og nammið varð að brjóstsykri þá var hann ekki nærri eins góður á bragðið og skagfirsku bolsíurnar! Sýnir væntanlega fram á að máli skiptir hvað hlutirnir heita, og það á líka við um fjöllin. Tindur sem maður áttar sig á að gengur undir fleiri en einu örnefni tekur fyrir bragðið á sig aðra mynd en áður – en þó með einhverjum óskilgreindum hætti. Meira um það síðar.

Bolsíu-málvenjan er auðvitað komin frá frændum okkar Dönum sem kunna að meta allt það sem er sætt og gott. Nammi er haft í hávegum og meira að segja hafa verið tekið saman heil leksíkon um ólíkar tegundir, bæði á vefnum og á bók. Í þessum leksíkonum má sjá ótrúlega fjölbreytni í formum sem ég held svei mér að toppi fjölbreytnina í íslenskri fjallaflóru. Hef allavega ekki ennþá séð fjall sem er eins og snuð í laginu! Hins vegar er þær víða um land bismark- og kóngabolsíurnar og í ýmsum litum líka.

Þetta með formin minnir á sagnir frá því danskir sjómenn sigldu hingað fyrr á öldum. Oft var erfitt fyrir þá að átta sig á þessum íslensku örnefnum og þá gripu þeir stundum til myndlíkinga við það sem hendi var nær. Þannig varð hið reisulega Kirkjufell að Sukkertoppen þegar leiðsegja þurfti mönnum til hafnar á norðanverðu Snæfellsnesi. Slíka toppa þekktu menn annars vel í þá daga því sykur var sjaldnast fluttur í sekkjum heldur pressaður í keiluformaða klumpa sem munu hafa vegið á bilinu 5 – 15 kg. Sérstakar klípur voru síðan notaðar til þess að vinna á hörðum klumpinum hvort sem það var nú hjá kaupmanninum til að setja í bréfpoka eða heima í búri.

Sykurtoppar eru víst horfnir úr dagvöruverslunum í Danmörku en svo er að sjá sem þeir fáist ennþá í þýskumælandi löndum þar sem varan nefnist Zuckerhut. Raunar má sjá að í siglingahandbók þýska sjóhersins frá 1908 er Kirkjufell kallað Zuckerhut og bendir það til að nafnið hafi fengið alþjóðlega dreifingu. Í dag er Kirkjufellið annars orðið eitt af alþekktustu fjöllum Íslands. Ástæðuna fyrir þessari forfrömun má rekja til þess að ljósmyndarar úr öllum heimshornum hafa verið óskaplega duglegir við að miðla myndum af mótívi þar sem foss í Kirkjufellsá er í forgrunni en fellið sjálft í bakgrunni. Á vefnum skipta þessar ljósmyndir ýkjulaust þúsundum og nú er svo komið að sérstaklega er farið með ferðamenn á þennan upphafna stað, þar sem þeir stíga til jarðar með lotningu. Á þessum tímapunkti í skrifunum ætla ég hins vegar að halda aftur af mér að vera með einhverjar frekari trúarlegar útleggingar um það.

Á hinn bóginn getur maður alveg ímyndað sér að það hafi þótt óvirðulegt að kenna Kirkjufell við sykurklump sem tengur þurfti til þess að vinna á. Jafnvel er eins og greina megi eitthvert slíkt bergmál í bloggi Haraldar Sigurðssonar eldfjallafræðings, þar sem hann talar um lágkúrulegt sykurtoppsnafnið. Tek sérstaklega fram að þetta er ekki sagt til lasts Haraldi og hans prýðilegu skrifum sem ég les reglulega mér til mikillar ánægju.

Sukkertoppen

Þetta með óvirðulega meðferð á Kirkjufelli hefur mögulega verið í huga mér þegar ég teiknaði og litaði þessa mynd að ofan. Það gerðist í Myndlista- og handíðaskólanum, sennilega haustið 1987, en þá var ég að spá í einhvers konar menningarlandslagi þar sem hausar af körlum (alltaf körlum) svifu yfir fjöllum og dölum. Sennilega var þetta eitthvert tilbrigði við þann bræðing af straumum og stefnum í listinni sem þá var í gangi.

En nú svífa aðrir andar yfir vötnum og engin ástæða til annars er að auðsýna Kirkjufellinu tilhlýðilega virðingu.

Kirkjufell IKirkjufell  þurrnál  21×30  2015

//  One of the guests at the opening of the exhibition made the remark that the works came as something of a surprise to him. Possibly this was because of the poster, which featured rows of candy strewn over a map of the Icelandic highland. This picture on the poster is essentially the opposite of the works exhibited, being colorful and with a pronounced perspective which the prints lack almost completely. There is on the other hand a connection through the text that accompanied the poster, which illustrates how the mountains – especially those in the north – stood up to the teeth of the ice age glacier and escaped being devoured by him. And because I arrange the mountains three and three together, it brought to mind the on-line game mentioned at the top of this post; the on that went viral on the internet some years ago.

The summers I spent in Hrísey candy was always called bolsíur instead of brjóstsykur. This was common usage in the northern part of Iceland and can hopefully still be found. Many people remember this usage quite fondly. For example, I came across a reminiscence on the web, written by a woman who had stayed in Skagafjörður during the summers of her youth. She tells how she arrived back in Reykjavík where the candy was called brjóstsykur. And it did not taste nearly as good as the bolsíur she had munched in Skagafjörður! That probably goes to show that names have consequences – and that also applies to mountains. Once you realise that a mountain goes by more than one name its appearance starts to change in a subtle and almost inexplicable manner. More on that later.

The bolsía usage is directly attributed to the Danes, who really have a sweet tooth. With them, candy is a prized commodity which has even reached the level of appearing in dedicated encyclopedias both in print and on the web. In these publications, one can see a staggering variety of forms, which I believe even tops the diversity of Icelandic mountains. At least I have not yet seen a mountain resembling a pacifier!

This resemblance to candy forms brings to mind stories from when Danish sailors navigated Icelandic waters in centuries past. They sometimes had difficulties using the Icelandic names and hence used figurative language. This led to the stately Mt. Kirkjufell to be dubbed Sukkertoppen (i.e. Sugarloaf) when the route along the northern coast of Snæfellsnes was being described. In those days, sugar was as a rule not transported in sacks but rather in those cone-shaped loaves which would have weighed some 10 to 30 lbs. Special pincers were then used to cut the loaf into smaller fragments, either by the grocer or in the pantry of the home.

Sugarloaves have disappeared from grocers in Denmark and Scandinavia, but apparently such good can still be purchased in German-speaking countries, where the loaves are called Zuckerhuts. Zuckerhut also appears as the name for Mt. Kirkjufell in the Maritime Navigation Handbook of the German Navy, issued in 1908 so one can deduct that the nickname had become quite widespread. Today Mt. Kirkjufell (literally Church Mountain) is one of the best known Icelandic mountains and the reason for its rise to fame is that photographers from all over the world are drawn to the motive where a beautiful waterfall is in the foreground with the mountain silhouetted against the sky. Thousands of such photographs have been posted on the web and nowadays tourists are reverently brought to the spot as if on a pilgrimage. I deliberately refrain from adding some further religious remarks at this point.

Nevertheless, one can imagine that it may have sounded rather disdainful to native ears to hear the lofty mountain being spoken about like a lump of sugar. Possibly some echo of this can even be discerned today; in the blog of renowned volcanologist Haraldur Sigurðsson he refers to the sugarloaf name as ‘banal’. It must be stressed that I am in no way belittling his excellent blog which I regularly read with great delight.

This issue of such less than dignified handling of Mt. Kirkjufell may have been in my mind when I during my art studies rendered the colored drawing above. This was probably in Autumn 1987, when I was wondering about all kinds of ‘cultural landscapes’ (or so to speak) where heads of men (always men) were hanging suspended over mountains and valleys. Such speculations were very much in vogue at the time.

But now different winds blow and no reason for anything else than paying the mountain its proper respects.

Mt. Kirkjufell  drypoint  21×30  2015

52 fjöll // 52 mountains

Sýningin „Kjarni fjalla“ opnaði í dag í Menningarhúsinu Bergi á Dalvík. Sólborg hafði á orði að þetta væri kjörinn staður fyrir sýninguna – frábært útsýni er úr þessu velheppnaða húsi þeirra Dalvíkinga og eins og maður sé kominn í fjallasal. Einstaklega fallegur rammi um verkin sem ég hengdi upp.

Kötlufjall1

Í sýningarskránni er þessi texti:

Það er hálfgerð tilviljun að fjöllin séu jafnmörg og í fjallaverkefni Ferðafélagsins, 52 talsins. Og staðan er alls ekki sú að þetta séu fjöll sem ég hef gengið á; ætli megi ekki telja þau á fingrum annarrar handar. Fjöllin hef ég hins vegar náð að virða fyrir mér – og sum löngum stundum eins og Baulu, sem einhvern veginn var alltaf mjög nálæg þau níu sumur sem ég var í sveit í Borgarfirðinum.

Nálægðin – sem var nú ekki alveg raunveruleg því fjallið var í nokkrum fjarska – kveikti alls konar hugrenningar og löngun til þess að vita meira. Af þeirri ástæðu var allt lesið af áfergju sem viðkom Baulu og öðrum nágrönnum hennar, af því mér fannst ég þekkja fjöllin svo vel. Og síðan þessi endurfundatilfinning að sjá Baulu uppi á vegg, hvort sem það var nú í málverki eftir Ásgrím eða Matthías Sig.

Þessi strengur hefur haldist og í hvert sinn sem ferðast er um landið skima ég eftir gömlum vinum og gleðst yfir því að eignast nýja kunningja. Og ef sest er niður til þess að skissa verður æfingin ekki ósvipuð módelteikningu; að rýna í anatómíu fjallsins og átta sig á því hvernig liggur í því. Þá byrja allskonar pælingar: um jarðlagahalla, ganga og sprungur, nokkuð sem ég bý að frá árinu sem ég var í jarðfræði hér í denn.

En þar sem maður situr fer hugurinn líka á kreik og spurningin vaknar um það hvernig fyrirsætan hafi það.

Hvað segja örin og lýtin um fortíðina? Um slaginn við ísaldarjökulinn, ágang straumvatnanna eða stöðugt vindgnauð í þúsund ár? Því fjöllin hafa vakað og eru til frásagnar, rétt eins og fyrirsætan í Mynd og Hand sem kvartaði yfir því í pásunni að hún væri með hryggskekkju og gæti ekki tekið aðra setu í krefjandi stellingu.

Og síðan má líka spyrja hvað ásýnd fjalla segi okkur um nútíðina, eins og þegar maður horfir á Lambafellið við Þrengslin, mergsogið af vinnuvélum. Einhvern veginn langar mig ekkert til að skissa það fjall því það væri eins og að teikna lík sem lægi sundurbútað fyrir framan mig á krufningarborði. Og ósjálfrátt dettur manni þá í hug hvenær fjall hættir að vera til frásagnar – hvenær að því kemur að lömbin þagna.

Lambafell

Kötlufell  þurrnál  21×30  2015

// The exhibition “Mountain cores” opened today in Berg Cultural House in Dalvík. My wife Sólborg remarked that this was indeed a perfect venue. The view from the house is truly breathtaking in every direction – as if you have entered a amphitheater composed of mountains. A grand surrounding for the works on display.

This text was prepared for guests:

It is something of a coincidence that the mountains are 52, the same number as in the mountaineering project of the Icelandic Touring Association: ‘One Mount a Week’. And the indication is not that I have scaled every one of them, the fact being that those can be counted on the fingers of one hand. On the other hand I have had the opportunity to contemplate each mountain – and some over an extended period of time, for example Mt. Baula which was somehow everpresent during the nine summers I spent as a boy in Borgarfjörður.

This nearness, which is perhaps exaggerated because the mountain was in the next valley, enticed me and spurned a longing to know more. For that reason every small bit of text on Baula and neighboring mountains was avidly read, because I knew them so well! And then there was this strong feeling of reunion when I came across Mt. Baula up on a wall, be it a painting by Ásgrímur Jónsson or some other.

This relationship with mountains is persistent and whenever I travel around the country I fondly look for old friends and am glad to make some new aquaintance. If I sit down to make a sketch of a mountain the exercise is very much akin to rendering a model – where you scrutinise the anatomy and try to see the lay of the land. Once started all kinds of speculation emerge; the inclination of the strata, along with the dikes and fractures running through the rock mass. Such things I can recall from the year that was spent studying geology, way back.

As you sit there in front of the mountain, the question also arises: How is the model doing? What do the scars and amputations tell us about the past? About the fight with the ice-age glacier, the churning rivers and the constantly howling winds over a thousand years? Because we can be sure that the mountains are awake and have a tale to tell. Just as the model in art college who complained during the pause that she had a twisted spine and could not go through another sitting in a demanding pose.

Then the notion also arises, what the appearance of mountains tell us about the present, for example Mt. Lambafell in Þrengsli, which is being shredded by heavy-duty machinery. To sketch that mountain would only sadden me because that would be like rendering a corpse lying in front of me on top the dissection table. And instantly the question begs to be asked: when does a mountain cease to have a tale to tell? When will we have the silence of the lambs?

Mt. Kötlufell  drypoint  21×30  2015

kjarni fjalla // mountain cores

Ég fór í morgun með þrykk í innrömmun til þeirra Listamanna á Skúlagötu. Þrykkin mynda seríu: 52 fjöll sem orðið hafa á vegi mínum (eða þannig – vegir liggja nú sjaldan beint yfir fjöll). Þetta er annars konar nálgun en í vatnslitamyndunum – hér snýst æfingin um form og innri línur. Útfærslan er með svokallaðri þurrnál, en þá er teikningin rist í plötu og síðan þrykkt á pappír.

Um viðfangsefnið setti ég þetta á blað:

Þegar við stöndum frammi fyrir fjalli tekur það sér stað í vitund okkar. Þetta gerist ósjálfrátt og fyrr en varir erum við farin að velta fyrir okkur samhenginu við höfuðskepnurnar: eirðarlausan skriðjökulinn, vellandi hraunelfurnar, stífum blæstrinum og beljandi vatnsföllunum. Af hverju skildi jökullinn þessa nibbu eftir? Hvers vegna er þessi dyngja ílöng? Er fjallið að skjóta upp kryppunni? Vita hnjúkar hvaðan á sig stendur veðrið?

Spurningar af þessum toga sýna fram á að fjöll breytast. Og af því við erum mannfólk dettur okkur einnig strax í hug hvort ekki megi breyta fjalli – þó ekki væri nema með því að kalla það eitthverju allt öðru nafni. Sagan segir hins vegar að fjall muni einungis breytast upp að vissu marki og einnig að sannleikurinn hafi tilhneigingu til þess að verða afstæður um leið og komið er inn í þyngdarsvið þess. En er þá hægt að finna það sem breytist síst eða jafnvel alls ekki? Hvar er þessi harði kjarni sem sjálfur ísaldarjökullinn varð að láta sér nægja að japla á eins og bolsíu?

Serían er sýnd í Menningarhúsinu Bergi á Dalvík. Opnun sýningarinnar er laugardaginn 16. maí kl. 14:00. Menningarhúsið er opið mánudaga til föstudaga frá 10:00 til 17:00 og laugardaga frá 12:00 til 17:00. Sýningunni lýkur 4. júní.

Tindastóll1

Tindastóll  þurrnál  21×30  2015

//  I went this morning to have a series of prints framed. The prints depict some 52 mountains I have come across (or so to speak – most of those I have only looked at from a distance). The approach is different from the aquarelles as the prints deal with form and inner lines. The technique is drypoint, where the image is scratched into a plate which is then inked and the image pressed on paper.

What is dealt with in the series I have described thus:

When we stand in front of a mountain it takes up space in our consciousness. This happens without will or reason and before we know it the interplay of the elements is being contemplated: the relentless glacier, the crunching lava flows, the whipping winds, and the surging rivers. Why did the glacier leave that edge behind? For what reason is the shield oblong? Is the mountain raising its hump? Do peaks have a notion of the weather?

From such questions it can be inferred that mountains change. And as we are human in essence the idea is instantaneous that a mountain can be changed; at the very least simply by giving it another name. History tells us on the other hand that a mountain will only change up to a certain degree. It can also be assumed that the veracity of things tends to become relative once the gravitational field of the mountain has been entered.

But then the question begs to be asked: Is it possible to find that which is last to change, or perhaps even unchangeable? Where is this hard core which even the ice age glacier himself had to be content with licking like a lollipop?

The series is exhibited in Menningarhúsið Berg – Berg Cultural House in Dalvik town. The opening is Saturday 16 May at 14:00. Berg Cultural House is open Monday through Friday from 10:00 to 17:00 og Saturdays from 12:00 to 17:00. The exhibition closes on 4 June.

Mt. Tindastoll  drypoint  21×30  2015

frásögnin í verkinu // the narrative in the work

Í fyrri pósti nefndi ég þetta með frásögnina í verkinu. Helgi Þorgils Friðjónsson er áhrifavaldur í þá veru – og alltaf gefandi að grúska í myndunum hans með sínum mýmörgu tilvísunum í allar áttir.

Eyðilandið sem ég legg út af í yfirskrift sýningarinnar hefur einnig að geyma ótal tilvísanir. Margar eru af sérstökum toga – óræðar og sprottnar úr persónulegum reynsluheimi höfundarins, T.S. Eliot. Einhverjar þeirra má síðan ugglaust tengja við tiktúrur eða jafnvel sérvisku hans.

Það er ekki síst fyrir þessar óræðu tilvísanir og tengingar sem Eyðilandið er ævinlega nefnt til sögunnar sem eitt af meginverkum módernismans á 20. öldinni. Uppreisninni í ljóðinu er beint gegn þeirri hugmynd að listinni sé ætlað að viðhalda sammæli um það sem er satt og rétt – eða gott og fagurt. Af þeirri ástæðu andar nokkuð köldu í garð þeirrar rómantíkur sem hafði verið í hávegum fram að því að ljóðið birtist árið 1922. Réttara er þó ef til vill að draga þessi mörk nokkrum árum fyrr og miða við heimstyrjöldina miklu sem að sjálfsögðu breytti öllum mannlegum viðhorfum svo um munaði og jarðaði endanlega í hugum margra að eitthvað væri yfirhöfuð til sem teldist gott og fagurt í eðli sínu.

Í myndlist fól módernisminn meðal annars í sér uppgjör við þá hefð að myndverk hefðu að geyma frásögn. Breski myndhöggvarinn Henry Moore er þar einna fremstur í flokki með sína massívu skúlptúra, sem hvetja áhorfandann til þess að rannsaka og gefa sig á vald þess veruleika sem býr í tilbúnum hlut, fremur en að taka útgangspunkt í sögum og sögnum.

Þetta uppgjör við hefðina risti djúpt og gerir að verkum að hvers konar frásögn í myndverki vekur upp spurningar um afturhvarf. Mary Moore, dóttir Henry Moore, tók landa sinn málarann Damien Hirst nýlega á beinið í tilefni af opnun yfirlitssýningar á verkum föður hennar þar sem sjónum er beint að tengslum Moore við landið. Í viðtali kvað hún upp úr með að Hirst hefði fært sjónlistir aftur um 100 ár, og gert að engu þá uppreisn sem Moore stóð fyrir gegn frásagnarhefð og niðurnjörvuðu listformi Viktoríanska tímabilsins. Framlag föður hennar hafi falist í því að færa myndverkið út úr rammanum og á mjög sérstakan hátt. „Ég tel að Damien Hirst hafi troðið verkinu aftur inn í helv… rammann þannig að núna sé ramminn málið. Og það sem gleymist er hversu róttækt það er að listin sé ekki inni í rammanum.“

Ég skil vel sjónarmið Mary Moore en á móti kemur að ég get ekki almennilega fallist á þessar skammir í garð Damien Hirst. Skoðaði um daginn (að vísu í bók) þrykkseríuna sem Hirst gerði 2005 undir yfirskriftinni Hin nýju trúarbrögð, þar sem útgangspunkturinn er átrúnaður á vísindin sem bjargvætt fyrir gjörvalla mannkind. Þrykkin er 50 og tengja vers úr Biblíunni við ýmsa lyfjaskammta – hvort sem þeim er síðan ætlað að tryggja framhaldslíf á æðra plani til skamms tíma eða eilífðarnóns.

Mér fannst þessi sería (sem sýnd er ásamt nokkrum skúlptúrum og málverki) vera aldeilis frábær og þótt tengingarnar séu vissulega sumar aftur til listarinnar á Viktoríanska tímanum, og þótt framsetningin sé vissulega hefðbundið silkiþrykk, þá er útilokað annað en viðurkenna að hér er komin myndlist þar sem slagkraftur er settur í þá aldagömlu spurningu: Hvað er satt og rétt?

Myndirnar sem ég sýni núna í Gallerí Gróttu fela allar í sér frásögn – þannig séð; frásögn af landi og ferðlagi um það. Ég læt hjá líða að spá í hvort frásögnin sé sönn og hvort hún sé rétt, en vil meina að aðalatriðið sé kveikja spurninguna um það sem er raunverulega gott og fagurt.

Að baki Bláfjalla 32x66 2015

Að baki Bláfjalla  akvarella  32×66  2015

// In a previous post I mentioned the narrative in the work. The painter Helgi Thorgils Fridjonsson has influenced me in that direction and it is always highly giving to ponder his pictures with their numerous references to things past and present.

The poem The Waste Land, whose opening line lends the name to the current exhibition, also contains a great number of references. Many are quite specific – obscure and it seems, stemming from the personal experiences of the author, T.S. Eliot. Some may even be attributed to idiosyncrasy.

It is not least for those allusions and connections that The Waste Land is always named as a central text in 20th century modernism. Its revolutionary aspect is aimed at and intended to down the idea that any form of art is intended to maintain a consensus on what is right and true (to use a biblical phrase) – or good and fair. For that reason the tone of the poem is somewhat satirical towards the Romanticism that had been prominent for quite some time prior to its publication in 1922. On second thought, this line should probably be drawn some years earlier to emphasise that it was of course the Great War that turned every axiom of human thought on its head, and went a long way to obliterate the notion that anything can indeed be good or fair in itself.

In the visual arts modernism entailed – amongst other things – a break with the tradition that the work should have narrative. The British sculptor Henry Moore (1898 – 1986) was a prime protagonist of this break, with his massive figures which encourage the viewer to enter and probe the reality of an invented object in front of him, rather than for the object to have a point of departure in the context of tales and legends.

This modernist break with the tradition of the narrative was profound and to this day triggers the question whether any form of narrative in a work of art is reactionary or not. Henry Moore’s daugther recently lashed out at her compatriot, the painter Damien Hirst, for the narrative in his work. Speaking before a major exhibition exploring Henry Moore’s relationship with land, Mary Moore said that Hirst had set back art by 100 years, and brought to nought her father’s challenge of the narrative and formally-presented artwork of the Victorian era. “What he [Henry Moore] did was come along and take it [the work of art] out of the frame in a very weird way,” she told the Guardian in an interview. “I think Damien Hirst put it back in the bloody frame and art is all now in the frame and what you
forget is how radical it is that it’s not in the frame.”

I clearly understand Mary Moore’s words, but cannot really accept the scolding of Damien Hirst. Recently I had the opportunity to acquaint myself with a publication on Hirst’s first major print series produced in 2005 under the name New Religion. The series contains 50 silkscreen prints, linking biblical verses with various doses of medicine – whether those are intended to prolong elevated life it the short or long term. The bottom line, probably to be read, is that science has taken the role of religion providing “the glimmer of hope that maybe it will be all right in the end”.

I found Damien Hirst’s series (which is exhibited along with some paintings and a sculpure) to be art of the highest order; and although some connections may clearly be traced to the Victorian era, and even further back, and in spite of the traditional production method, there is no way to deny that the age-old question of what is right and true is here put forward with aplomb.

All the pictures in my current exhibition (Gallery Grotta 9 April – 8 May) contain narrative – in the sense that the tale of the land is told and that of a travel through it. I deliberately refrain from addressing what is right and what is true, as the issue in my mind is reserved for the question of what is really good and fair.

The backside of blue mountains  aquarelle  32×66  2015

rittiktúrur // idiosyncratically speaking

Þegar ég var að setja yfirskrift sýningarinnar á blað fannst mér endilega að hún ætti að hljóða „apríl grimmastur mánuða“. Ákveðinn galli á þessari afstöðu minni var að þessi fleirtölumynd af orðinu „mánuður“ finnst víst ekki og verður því að teljast vera einhvers konar sérviska í mér. Ástæða er til að taka þetta sérstaklega fram þar sem sýningarskrá og efni tengt sýningunni fór í gegnum prófarkalestur hjá Gallerí Gróttu þar sem spurt var „Viltu hafa þetta svona?“ Ég svaraði játandi og get því ekki annað – hér með – en leyst grandvara starfsmenn Seltjarnarnesbæjar undan því að hafa orðið á í messunni. 

Stundum er sagt að mannskepnan sé einfaldlega summan af þeim vana sem hún hefur komið sér upp. Taka má undir þá skoðun, en kryddið í þeirri jöfnu er nú samt þær tiktúrur og sérviska sem er hverjum og einum eðlislæg. Þessi sérviska skýtur iðulega upp kollinum í myndunum mínum – nefni sem dæmi að brött fjallshlíð sem ber við himinn finnst mér alltaf þurfa að enda á litlu horni áður en ávalur toppurinn tekur við. Eðli málsins samkvæmt getur það varla átt við öll sjónarhorn og þegar upp er staðið segir þetta ef til vill mest um það hvaða stað maður velur sér í tilverunni hverju sinni.

Úthagi 26x38 2015

Úthagi  akvarella  26×38  2015

//  This is a blog that has to do with the peculiarites of the Icelandic language. It deals with the fact that when the name of the exhibition was nailed down I was somewhat obsessed with the plural form of ‘month’ in Icelandic, and that – in this instance – it should sound „mánuða“ rather than „mánaða“. A very subtle difference indeed (but that is something we natives are used to).

As the form „mánuða“ cannot be found in dictionaries it is imperative that I hereby exonerate Gallery Grotta and its proofreaders of any blunder!

Sometimes it is said that the human creature is simply the sum of its acquired habits. I concur, but the spice in that equation is nevertheless the inherent idiosyncrasy of each and one. Such tendencies often tweak my work, for example when rendering a steep hillside, where the landmass always has to have a small promontory against the sky before levelling out. The law governing the nature of things states that this will not be found at every angle. When all is said and done it therefore boils down to the conclusion that what really matters is the place you chose to position yourself at any given moment.

Peripheral pasture  aquarelle  26×38  2015