úrvalsfellið // mount superior

Í flestu tilliti er Úlfarsfellið okkar hér á suðvesturhorninu mikið ‘úrvals’fell. Fá fjöll eru aðgengilegri og síðan er það mín reynsla að maður hafi yfirleitt vindinn í bakið á leiðinni upp. Og skýjafarið er alltaf sérlega áhugavert og dregur fram jökulmótað ‘kollalandslagið’ upp af Hafursvatninu og þar austur af í áttina að Þingvöllum.

Við Sólborg fórum á Úlfarsfellið í gær í litlum en kröftugum hópi samstarfsfólks míns hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Lánasjóði sveitarfélaga. Það gekk á með skúrum og svolítill strekkingur þegar upp var komið. Ekki gafst færi á að taka skissu en í handraðanum á ég hins vegar mynd af þrykki úr seríunni um kjarna fjalla þar sem Úlfarsfellið er í þristinum „innansveitarkrónikka“ (ásamt Lágafelli og Mosfelli).

Úlfarsfell á vef II

Úlfarsfell þurrnál 21×30  2015  //  Mount Úlfarsfell drypoint 21×30 2015

Þórdís lánastjóri hjá Lánasjóði sveitarfélaga var ein af göngufélögunum. Átti líka afmæli og þess vegna lauk förinni í kaffi heima hjá þeim Dagbjarti í höfðahverfinu í Mosó. Fannst það svolítið eins og að bera síld til Siglufjarðar að færa þeim – í tilefni dagsins – mynd af Úlfarsfelli (sem þau hafa jú fyrir augunum alla daga). Í staðinn er myndefnið sótt austur á land en þar var ísaldarjökullinn ennú atkvæðameiri við landmótunina en hér á suðvesturhorninu. Til hamingju með daginn Þórdís!

Heiðarendi (skissa) 20x29 2017

Heiðarendi akvarella 20×29  2017  //  Heath’s end aquarelle 20×29 2017

//  In terms of access there is no mount in my vicinity that is superior to Úlfarsfell. Although the elevation is not spectacular (a mere 307 m) the view from the top is excellent, giving a panorama of the glacier carved promontories above lake Hafravatn and to the east in the direction of Þingvellir. It is also my experience that you frequently have the wind int the back going up and often enjoy a really interesting setting of clouds which allow for bursts of sunshine and ‘sunspots’ moving through the landscape.

Yesterday Solborg and I took the trail in company with my colleagues from work (and spouses). There were more bursts of showers than sunshine and a rather stiff wind when we got to the top. No sketches were made but I have a print from the series I made in 2015 called the core of mountains. The series is arranged in groups of three where Úlfarsfell is portrayed along with two other nearby mounts (Mosfell and Lágafell). The name given refers to the title of Halldór Laxness’ novel Innansveitarkronika. 

When the hike was concluded we were invited to coffee and waffles in the home of my colleague Þórdís (whose birthday it was) and her husband Dagbjartur. They live in Mosfellsbær and have a great view of Úlfarsfell out of their living room window. It was therefore like carrying coal to Newcastle to make a birthday present of Úlfarsfell. Instead the motive is from the east where the ice-age glacier was even more industrious than here in the southwest, carving out heaths and promontories.

 

 

á Víknaslóðum // on the trails of the Inlets

Við Sólborg gengum Víknaslóðir í sumar í afar skemmtilegum hópi. Aðstæður leyfðu ekki mikla skissuvinnu en upplifunin var sterk í þokunni og auðvelt að framkalla stemmninguna að nýju.

Víknaslóðir (útmeð hlíðinni í Loðmundarfirði, við Karlfell og í Húsavík).

//  This summer me and Solborg took the trails of the Inlets on the eastern shore-board. Circumstances did not allow for much sketching. The impression of travelling in the fog was nevertheless quite strong and easy to recall the atmosphere.

heimsenda happdrættið

Það er nýskeð að olíulitirnir voru teknir fram aftur eftir langa dvöl í geymslu. Þangað lögðust þeir stuttu eftir að ég kláraði Mynd og hand fyrir bráðum 30 árum síðan.

Á einhverri önninni veturinn 1986-87 var verkefnið að gerast handgenginn olíunni. Ég keypti ágæta liti en átti ekki fyrir striga þannig að málað var á notaðar álplötur sem fengust úr prentsmiðju DV. Myndirnar urðu margar en misjafnar eins og gengur. Olían var meðhöndluð af nokkurri sparsemi og því mátti yfirleitt greina undir pensilskriftinni hina eða þessa frétt sem birst hafði á síðum DV haustið 1986.

En svo bar nú einmitt til um þær mundir að þeir Reagan og Gorbatchev hittust í Höfða og þess vegna fékk ein myndin heitið „Heimsendahappdrættið“. Hér eru fimm hausar í röð líkt og í spilakassa þar sem hending ræður því hvaða kombínasjón kemur upp.

Hausaröð

Svolítið súrt að þetta skilerí skuli hafa tengingu við líðandi stund, nú þegar leiðtogar heimsins eru á ný farnir að skylmast með kjarnorkusverðunum.

Heims enda happdrættið II+

inn í fjarskann // into the wide blue yonder

Tvíhyggjan er sterk í okkur og flestum yfirleitt tamt að nálgast hlutina þannig að þeir séu annað hvort eða. Til skamms tíma (þannig meint) voru vísindin undirseld þessari hugmynd þar sem aðferðafræðin gekk út á að sanna að fyrirbæri væri svona. Því þá mátti leiða af því að fyrirbæri gæti þar með ekki verið hinsegin.

Það hafði endaskipti á ansi mörgu þegar þessi gamla hugmynd sýndi sig að vera ófullkomin. Náttúruleg fyrirbæri hafa nefnilega hæfileika til þess að vera bæði svona og hinsegin.

Þegar við tökum inn landslag og umhverfi er stundum stutt í tvíhyggjuna sem vill greina allt milli himins og jarðar – og einmitt á þann veg að hvað og eitt hljóti annað hvort að tilheyra himni eða jörð. En sú hugmynd kemst í bobba þegar augun hvarfla inn í fjarskann þar sem órætt verður hvað er hvurs og hvurs er hvað …

Yfir blásinn mel 263x407 2017

Yfir blásinn mel akvarella 27×41 2017  //  Over windswept gravel  aquarelle 27×41 2017

// Dualism has a strong grip on us and it comes quite naturally to approach things with the notion that they are bound to be either this or that. Until recently (or so to speak) the scientific endeavor was beset by this idea and confined to a methodology that sought to prove that phenomena are like this. Because then it could be assumed that a given thing could not be otherwise.

When this old idea showed itself to be flawed it overturned much of what was taken as given – showing that natural phenomena have a tendency to be both like this and otherwise.

Sometimes when we take in landscapes and surroundings the old dualism surfaces and beseeches us to analyse everything between earth and sky and exactly in the manner to find out what belongs to the earth and what to the sky. But that idea runs into trouble once the gaze wanders into the wide blue yonder …

Dímen

Dímon stóra og litla á vef

Í seríunni um Kjarna fjalla er þrykk af Dímonunum niður af Fljótshlíðinni. Í ramma með þeim eru Einhyrningur innhjá Emstrum og Þríhyrningur sem er bæjarfjall Hvolsvellinga. Þristurinn heitir „Talið í“ og átti að vísa til þess að í örnefnunum væri talning: einn-tveir-þrír. Pælingin var sú að heitið Dímon merkti „tvífjall“; væri upphaflega komið úr fornírsku og talið sérstaklega eiga við um tvítyppta hæð í landslagi.

Nú kemur á daginn að sennilega er það kolrangt að herma töluna tvo upp á Dímonurnar á Markarfljótsaurum (og skiptir þar engu máli þótt þær séu tvær og heiti Litla og Stóra). Þetta hef ég uppúr pistli sem ég rakst nýlega á. Hann er eftir Sigurð Sigurðarson (þann er m.a. skrifaði bókina „Gönguleiðin yfir Fimmvörðuháls“) en Sigurður vísar síðan í eldri grein eftir Ásgeir Ó. Einarsson, dýralækni (frá ágúst 1997), þar sem skilmerkilega er rökstutt að orðsifjarnar séu ekki írskar heldur þýðverskar og að „Dímon“ eða „Dímun“ vísi til diemen, sem er þýska og merkir heystakkur eða kornstakkur.

Í grein Ásgeirs, sem er raunar bréf til Morgunblaðsins, koma eldri búskaparhættir við sögu og að það hafi verið nauðsynlegt til þess að verka korn að raða stilkunum upp í stakka af þessu tagi, sem munu hafa orðið allháir og miklir um sig. Í nútímanum er auðvelt að glöggva sig á þessu með því að gúgla „diemen“ og virða fyrir sér það sem leitin leiðir í ljós.

Nú var engin kornverkun í Norðtungu, þegar ég er þar í sveit, en ég man eftir því að böggunum var hlaðið upp á rönd svo að þeir verðu sig betur gegn áfalli og rigningu. Þessar baggastæður gátu orðið ansi tilkomumiklar í ljósaskiptunum þegar dalalæðan lagðist yfir.

Að mínu mati er þetta hin ágætasta kenning hjá þeim Ásgeiri og Sigurði. Ég kaupi allavega hikstalaust að Dímonanir séu tilbrigði við korn- eða heystakka í landslaginu. Og svo er sérstaklega skemmtileg tenging við mótív gömlu impressíonistanna (Monet og Pizarro) og sporgöngumanna þeirra (Van Gogh og Nolde).

  •  Við Dímon í Þjórsárdal / skissur 15. apríl 2017

á áhrifasvæði Eldgjár // in the realm of Eldgjá

Við erum nýkomin úr aldeilis frábærri ferð með Ferðafélagi Íslands um vatnasvið Hólmsár í Vestur-Skaftafellssýslu. Gengið í fjóra daga um afar fjölbreytt svæði þar sem landmótunin er víða eins og opin bók. Þarna er Eldgjá stóri gerandinn og ógleymanlegt að standa við gjána þar sem hún klauf landið og eirði engu. Ótrúlegt að sprungan lét sig ekki einu sinni muna um að taka býsna reisulegt fjall í tvennt, ekki ósvipað og sjá má í Laka nema hvað krafturinn hefur hér verið ennú meiri svo sem glöggt má sjá þótt meira en ellefu aldir séu liðnar. Klofið fjallið ber ummerkin með sér og nafn með rentu: Svartafell.

Fyrsti náttstaðurinn í ferðinni var við Villingaskóga sem líta má á sem síðustu leifar Dynskóga á Mýrdalssandi. Frá þeim stað blasir við annað réttnefnt fjall blasir og ber í Mýrdalsjökul og Kötlugjá: Sandfell. Hafði tækifæri til þess að virða fellið fyrir mér og þá rifjaðist upp fyrir mér vangavelta frá fyrri tíð varðandi það hvernig dyngjurnar röðuðu sér upp í kringum stóru megineldstöðvarnar eftir að ísaldarjökullinn hörfaði: Ok, Skjaldbreiður, Lambahraun og fleiri umhverfis Langjökul; Trölladyngja og Kollóttadyngja stærstar út frá Bárðarbungu.

IMG_0247 (3)

Engin eiginleg dyngja virðist hins vegar vera umhverfis Kötlu og Mýrdalsjökul og það vekur upp þá spurningu hvort öll gos utan jökuls hafi þá verið á sprungum eins og Eldgjá? Eða hvað; er kannski Sandfellið í grunninn dyngja sem hefur verið rækilega sorfin af jökulhlaupum svo sem sjá má af hlíðunum?

Þessir leikmannsþankar fóru í gegnum hugann þar sem ég sat og virti umhverfið fyrir mér. Hengdi jafnframt gulan miða á heilabúið að þýfga jarðvísindamann um þetta næst þegar slíkur yrði á vegi mínum. Ætla þá líka að spyrja viðkomandi um samspilið milli þess að allar dyngjurnar urðu til á sama tíma og jökulfarginu létti mjög snögglega í lok ísaldar. Og hver staðan er í dag. Því landmótunin heldur áfram og jöklar hopa nú sem aldrei fyrr með ört hlýnandi loftslagi.

Eins og áður hefur verið nefnt í blogginu myndi ég alveg vilja upplifa dyngjugos á minni tíð og jafnvel þótt það megi rekja til loftslagsbreytinga. Er svosem þar með ekki að gera því skóna að mannskepnan sé orðin gerandi af sama kalíber og Eldgjá. Viljinn er samt greinilega til staðar eins og stórkarlaleg áformin sýna um að sökkva Hólmsá með stíflum í ætt við Kárahnjúkavirkjun. Hefði nú talið að raskið væri orðið nógu mikið með lúpínubreiðunni austan við Atley. Mætti ég fremur biðja landa um að búa til „blátt haf“ af öðru tagi.

//  We have just returned from a wonderful four day trek with the Iceland Touring Association. Walked some 60 km along river Hólmsá in the southern part of the country. The surroundings there are spectacular and the formation of the land can in many instances be read like an open book. Eldgjá dominates over the entire region – and truly memorable to stand on the bank of the fissure (or canyon) and take in how it divided the earth. A stately mountain even succumbed and was split in two right through, a witness to an even more dramatic event than the Skaftáreldar of 1783 (Mount Laki stood up to the fissure). From that and ample other evidence one easily senses that the events of 934 (or thereabouts) were indeed staggering in scale. Although more than 11 centuries have passed the the wound through the mountain is still scorched and devoid of vegetation, as its name implies: Svartafell (literally Black-fell).

The first night of the trip was spent by Villingaskógar, from where another aptly named mountain: Sandfell, is prominent against the backdrop of Mýrdalsjökull glacier (under which Katla lurches). Having erected the tent and finished dinner consisting of noodle-soup I had the opportunity to take a closer look at Sandfell. I recollected something I had wondered about a number of years back, that is how numerous shield eruptions occurred around the major volcanic systems in the first millennia after the ice-age glacier retreated. To take as examples: Ok, Skjaldbreiður, Lambahraun around Langjökull and Trölladyngja and Kollóttadyngja in the Bárðarbunga-system.

On the other hand you can traverse the entire Mýrdalsjökull and nowhere see the shield form. Questions arise: Have all the eruptions in the Katla-system for the past 10 thousand years been of the fissure-type? Why are there no shield volcanoes in its vicinity?

Or is Sandfell perhaps a shield volcano, since eroded by oh so many colossal jökulhlaup from the glacier, rendering the distinctive form of its slopes?

These lay-man wonderings went through my mind as I sat there watching so I made a mental note of asking a geologist about this, the next time I would encounter one of those. I’m also going to ask about the interplay between all the shield volcanoes being formed as the mass of the of glacier abruptly lessened after the end of the ice age. And how the situation is today where the glaciers retreat at an ever increasing rate. Because this restless land is likely to become even more dynamic with greater volcanic activity accompanying glacier retreat in a warming climate.

As mentioned before in the blog I would dearly like to witness a shield eruption in my time, even though it may be attributed to global warming. Am thereby not participating in the debate on causes, and whether Man is becoming an actor of the same caliber as Eldgjá. But I do take sides when the ruin of natural monuments is deliberately sought like in the gross plans to make a dam in river Hólmsá, much in the same fashion as the notorious Kárahnjúkar. I hope those plans will be thwarted.

 

 

Vífilsfellið // Mount Vífilsfell

Í framhaldi af síðasta pósti er ekki úr vegi að nefna yfirlitssýninguna á Kjarvalsstöðum (Jóhannes S. Kjarval: Hugur og heimur) sem á um það bil mánuð eftir. Sérstaklega er gaman að sjá verkin úr safni Þorvaldar og Ingibjargar sem eru í vestursalnum.

Áhugavert hvað Vífilsfellið kemur víða fyrir í þessum verkum. Ákveðin tenging þar við yfirskrift sýningarinnar því Kjarval setti gjarnan inn í verk sín einhvern útgangspunkt í heiminum þótt maður skynji glöggt að það sem hann er raunverulega að fást við í verkinu sé af öðrum toga, fantasía eða abstraksjón. Þessi útgangspunktur (eða inngangspunktur) er örugglega stundum tilkominn í þágu áhorfandans en ég er á því að oftast spretti hann af nálgun og vilja til þess að ná samruna og einingu – að hugur og heimur séu eitt.

Þannig vil ég líta svo á að Vífilsfellið þjóni ekki þeim tilgangi að vera bakgrunnur eða leiksvið fyrir konurnar í álfaheiminum (í dýrðlegri mynd frá 1938) heldur lýsi einfaldlega þeirri staðreynd að hugsýn hlýtur alltaf að eiga sér stað – getur raunverulega ekki án staðar verið.

En tvíhyggjan er lífseig og sú hugsun að allt hljóti ævinlega að vera „annað hvort eða“. Þótt yfirskrift sýningarinnar segi vissulega hugur og heimur, er stutt í að við dettum í gamla farið og förum að flokka: þetta er landslagsmynd og þetta er fantasía; hér er karlinn að rýna í hraunið og hér er hann að horfa til fjalla. Horfa inn – horfa út.

Í raun erum við svo skilyrt af þessum aldagamla Platónska arfi að við eigum erfitt með að sjá eininguna í gangverkinu. Og að tilgangur þarf ekki endilega að vera mannmiðaður þótt okkur sé svo óendanlega tamt að líta svo á.

En þetta eru heimspekilegir útúrdúrar sem draga athyglina frá mergi máls sem er að Vífilsfellið er með skemmtilegri fjöllum að fást við því sjónarhornin eru mörg og fjölbreytt og ásýndin mjög mismunandi eftir árstíðum. Fjallið á sér marga vini og því kemur ekki á óvart að flestir vilji sjá það sem borgarfjall Kópavogs. Það væri laglegt.

Vífilsfellið 250x370

  • Vífilsfellið  akvarella 25×37 2015  //  Mt. Vífilsfell  aquarelle 25×37 2015

//  It follows from the previous post to mention the extensive exhibition of the work of Jóhannes S. Kjarval “Mind and World“that is currently running in both galleries of Kjarvalsstaðir (until 21 August). The west gallery exhibits works from the collection of Þorvaldur Guðmundsson and Ingibjörg Guðmundsdóttir and many of those merit special attention.

It is interesting to see that Mount Vífilsfell is portrayed in many of the works. This connects in a way to the epigraph “Mind and World” as Kjarval frequently inserted in his works a worldly point of reference although one can easily discern that he is preoccupied with things of a different nature, fantasies and abstractions of sorts. This point of reference (be it for departure or arrival) is no doubt sometimes intended to facilitate the beholder, but to me it is clear that very often the point of the point (or so to speak) is to convey an approach – and a will – towards synthesis and unity. That Mind and World are indeed one.

Viewed in this manner Mount Vífilsfell does not serve the purpose of being a backdrop or stage for the elven maidens (in a glorious painting from 1938), but rather as a statement of fact, that the fantasy will always have a place – indeed that it cannot be without a place.

But dualism is a persistent phenomenon and the thought that everything must essentially be “this or that”. Even though the epigraph certainly allows for unity (“Mind and World”) the seeds are sown and instantly we start to categorise: this is a landscape and this is a fantasy. Here Kjarval is painting the lava and here he is looking towards the mountains. Now looking in – now out.

The thought is essentially so conditioned by the age-old Platonic heritage that we overlook the harmonious unity in the machine. And that purpose is not necessarily a anthropomorphic concept although we are seemingly stuck with that notion.

But these are philosophical ramblings which completely overlook the essential thing, that it is very giving to portray Mount Vífilsfell , as the possible views are so many and varying and its looks very different all in accordance with the seasons.

vifilsfell_skyssa

  • Skissur 10. ágúst 2013, 18. maí og 17. júní 2016  //  Sketches 10 August 2013, 18 May and 17 June 2016

fátt er svo með öllu illt // turns forth a silver lining

Það var gaman að sjá þáttinn um Kjarval í sjónvarpinu. Þar var m.a. rætt við Þorvald Guðmundsson sem jafnan er kenndur við Síld og fisk. Þorvaldur var athafnamaður og safnaði á sinni ævi, ásamt konu sinni Ingibjörgu, stærsta safni myndlistar í einkaeigu hér á landi. Þessi mikli og einlægi myndlistaráhugi þeirra hjóna er í dag fyrst og fremst tengdur við Hótel Holt þar sem gestir og gangandi geta virt fyrir sér Kjarvalsverk og fleiri perlur.

Í viðtalinu nefnir Þorvaldur sérstaklega Rauðhólamálverk Kjarvals frá 1938 og tiltekur að myndefnið hafi sögulegt gildi vegna þess að svæðið var þá lítt snortið – þetta var áður en „Bretarnir komu til þess að eyðileggja Rauðhólana og flytja þá í Reykjavíkurflugvöll.“

Í dag eru hólarnir einungis svipur hjá sjón og óvíst að ásýndin myndi höfða til Kjarvals, væri hann enn lifandi. En fátt er svo með öllu illt því þetta rask leyfir manni að skyggnast inn í gígana og rekja hvernig þeir hafa myndast. Þar getur maður týnt sér í smáatriðum og úr verður hálfgerð lexía í anatómíu, sem er auðvitað þekkt viðfangsefni í myndlistinni – þannig meint.

//  Icelandic national television recently broadcast a programme on painter Jóhannes Sveinsson Kjarval. Amongst many of those interviewed was Þorvaldur Guðmundsson, a very well known entrepreneur in his time. He and his wife Ingibjörg were avid collectors of paintings and other forms of visual arts and acquired many a work by Kjarval. Today the collection is first and foremost associated with Hotel Holt in Reykjavík, where a number of excellent works are on display in the premises.

In the interview a special note is made of a Kjarval painting from 1938 with a view towards Mt. Esja and the Rauðhólar pseudocraters. Þorvaldur Guðmundsson draws attention to the fact that the painting is made before the onslaught of World War Two, and therefore has historical relevance as the craters were then more or less intact. That changed when the British occupied the country in 1940, their first job being to transport material from the craters to build a new military airfield in Vatnsmýri, near the center of Reykjavík. This plundering  ruined the craters as natural monuments, but the remains were later put under some kind of protection.

One can speculate whether these remains would catch Kjarval’s eyes, were he still living. Even so the tale may turn forth a silver lining, as the gaping wounds open up the interior of the craters so that their formation can better be seen. There one can lose himself in a welter of detail rendering the exercise into an anatomy lesson of a sort, which of course is a time-honored subject in the visual arts.

  • Skissur frá Rauðhólum 19. og 20. júlí 2016  //  Sketches from Rauðhólar 19 and 20 July 2016