Tvíhyggjan er sterk í okkur og flestum yfirleitt tamt að nálgast hlutina þannig að þeir séu annað hvort eða. Til skamms tíma (þannig meint) voru vísindin undirseld þessari hugmynd þar sem aðferðafræðin gekk út á að sanna að fyrirbæri væri svona. Því þá mátti leiða af því að fyrirbæri gæti þar með ekki verið hinsegin.
Það hafði endaskipti á ansi mörgu þegar þessi gamla hugmynd sýndi sig að vera ófullkomin. Náttúruleg fyrirbæri hafa nefnilega hæfileika til þess að vera bæði svona og hinsegin.
Þegar við tökum inn landslag og umhverfi er stundum stutt í tvíhyggjuna sem vill greina allt milli himins og jarðar – og einmitt á þann veg að hvað og eitt hljóti annað hvort að tilheyra himni eða jörð. En sú hugmynd kemst í bobba þegar augun hvarfla inn í fjarskann þar sem órætt verður hvað er hvurs og hvurs er hvað …
Yfir blásinn mel akvarella 27×41 2017 // Over windswept gravel aquarelle 27×41 2017
// Dualism has a strong grip on us and it comes quite naturally to approach things with the notion that they are bound to be either this or that. Until recently (or so to speak) the scientific endeavor was beset by this idea and confined to a methodology that sought to prove that phenomena are like this. Because then it could be assumed that a given thing could not be otherwise.
When this old idea showed itself to be flawed it overturned much of what was taken as given – showing that natural phenomena have a tendency to be both like this and otherwise.
Sometimes when we take in landscapes and surroundings the old dualism surfaces and beseeches us to analyse everything between earth and sky and exactly in the manner to find out what belongs to the earth and what to the sky. But that idea runs into trouble once the gaze wanders into the wide blue yonder …