fátt er svo með öllu illt // turns forth a silver lining

Það var gaman að sjá þáttinn um Kjarval í sjónvarpinu. Þar var m.a. rætt við Þorvald Guðmundsson sem jafnan er kenndur við Síld og fisk. Þorvaldur var athafnamaður og safnaði á sinni ævi, ásamt konu sinni Ingibjörgu, stærsta safni myndlistar í einkaeigu hér á landi. Þessi mikli og einlægi myndlistaráhugi þeirra hjóna er í dag fyrst og fremst tengdur við Hótel Holt þar sem gestir og gangandi geta virt fyrir sér Kjarvalsverk og fleiri perlur.

Í viðtalinu nefnir Þorvaldur sérstaklega Rauðhólamálverk Kjarvals frá 1938 og tiltekur að myndefnið hafi sögulegt gildi vegna þess að svæðið var þá lítt snortið – þetta var áður en „Bretarnir komu til þess að eyðileggja Rauðhólana og flytja þá í Reykjavíkurflugvöll.“

Í dag eru hólarnir einungis svipur hjá sjón og óvíst að ásýndin myndi höfða til Kjarvals, væri hann enn lifandi. En fátt er svo með öllu illt því þetta rask leyfir manni að skyggnast inn í gígana og rekja hvernig þeir hafa myndast. Þar getur maður týnt sér í smáatriðum og úr verður hálfgerð lexía í anatómíu, sem er auðvitað þekkt viðfangsefni í myndlistinni – þannig meint.

//  Icelandic national television recently broadcast a programme on painter Jóhannes Sveinsson Kjarval. Amongst many of those interviewed was Þorvaldur Guðmundsson, a very well known entrepreneur in his time. He and his wife Ingibjörg were avid collectors of paintings and other forms of visual arts and acquired many a work by Kjarval. Today the collection is first and foremost associated with Hotel Holt in Reykjavík, where a number of excellent works are on display in the premises.

In the interview a special note is made of a Kjarval painting from 1938 with a view towards Mt. Esja and the Rauðhólar pseudocraters. Þorvaldur Guðmundsson draws attention to the fact that the painting is made before the onslaught of World War Two, and therefore has historical relevance as the craters were then more or less intact. That changed when the British occupied the country in 1940, their first job being to transport material from the craters to build a new military airfield in Vatnsmýri, near the center of Reykjavík. This plundering  ruined the craters as natural monuments, but the remains were later put under some kind of protection.

One can speculate whether these remains would catch Kjarval’s eyes, were he still living. Even so the tale may turn forth a silver lining, as the gaping wounds open up the interior of the craters so that their formation can better be seen. There one can lose himself in a welter of detail rendering the exercise into an anatomy lesson of a sort, which of course is a time-honored subject in the visual arts.

  • Skissur frá Rauðhólum 19. og 20. júlí 2016  //  Sketches from Rauðhólar 19 and 20 July 2016

 

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s